Abdúl Hamid 2.

Abdúl Hamid 2. (عبد الحميد ثانی á Ottómantyrknesku, Abdülhamit á nútímatyrknesku) (21. september 1842 – 10. febrúar 1918) var 34. soldán Tyrkjaveldis og sá síðasti sem réð yfir ríkinu með alræðisvaldi. Tyrkjaveldi var í stöðugri hnignun á valdatíma hans. Hann réð frá þeim 31. ágúst 1876 þar til honum var steypt af stóli stuttu eftir Ungtyrkjabyltingu ársins 1908, þann 27. apríl 1909. Samkvæmt samkomulagi við hina lýðveldissinnuðu Ungtyrki tók hann aftur upp stjórnarskrá sem hann hafði upphaflega komið í gildi árið 1876. Þá hafði stjórnarskráin þótt til marks um umbótasinnaða stjórnarhætti Abdúl Hamid. Hann hafði afnumið hana og leyst upp þing Tyrkjaveldis árið 1878 til að sporna við vestrænum áhrifum á Tyrkjaveldi og ráðið sem einvaldur næstu þrjá áratugina.

Danmörk

Danmörk (danska: Danmark; framburður ) er land í Evrópu sem ásamt Grænlandi og Færeyjum myndar Konungsríkið Danmörk.

Kolbeinn ungi Arnórsson

Kolbeinn Arnórsson (1208 – 22. júlí 1245), sem ætíð var kallaður Kolbeinn ungi til aðgreiningar frá Kolbeini Tumasyni föðurbróður sínum, var skagfirskur höfðingi á 13. öld.

Kristján 2.

Kristján 2. (2. júlí 1481 – 25. janúar 1559) var konungur Danmerkur og Noregs frá 1513 til 1523 og konungur Svíþjóðar frá 1520 til 1521 innan Kalmarsambandsins. Hann var sonur Hans konungs og Kristínar af Saxlandi. Í Svíþjóð var hann þekktur sem Kristján harðstjóri vegna þess hvernig hann lagði landið undir sig og hlutdeild sína í Stokkhólmsvígunum. Eftir þau missti hann stjórn á Svíþjóð með þeim afleiðingum að Kalmarsambandið leystist endanlega upp og Svíþjóð varð sjálfstæð undir stjórn Gústafs Vasa 1.

Niðurlönd

Niðurlönd (hollenska: de Nederlanden eða de Lage Landen, franska: les Pays-Bas) er heiti sem notað var áður á þau ríki sem liggja á láglendinu umhverfis árósa ánna Rínar, Scheld og Meuse þar sem þær renna út í Norðursjó. Svæðið samsvarar að mestu leyti Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, en algengara er að nota hugtakið Benelúxlöndin um þau saman.

Noregur

Noregur er land á Skandinavíuskaganum í Norður-Evrópu, á landamæri að Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi og er eitt Norðurlandanna. Í Noregi búa rúmlega 5 milljónir. Höfuðborg landsins er Osló. Tungumál Norðmanna er norska (sem hefur tvenns konar opinbert ritmál, bókmál og nýnorsku), ásamt samískum tungumálum. Norskt talmál einkennist af miklum mállýskumun. Að nota mállýsku í venjulegu talmáli er jafn algengt hjá þeim sem rita bókmál eins og þeim sem nota nýnorsku sem ritmál. Noregur var sagður friðsælasta land í heimi, árið 2007 samkvæmt Global Peace Index.

Stjórnarskrá

Sjá einnig Stjórnarskrá lýðveldisins ÍslandsStjórnarskrá er heiti yfir allar þær reglur sem ráða stjórnskipun ríkis. Stjórnarskrá getur verið í formi eins ákveðins skjals eða hún getur verið dreifð í mörgum rituðum textum, hún getur einnig verið óskrifuð að miklu eða öllu leyti, til dæmis geta hefðir og venjur haft stjórnskipulegt gildi og þannig verið hluti af stjórnarskránni.

Tanzimat

Tanzimat („endurskipulagningin“) er tímabil í sögu Tyrkjaveldis (Ottómanveldis) sem stóð frá 1839 til 1876 og markaðist af endurskipulagningu hersins, réttarbótum og umbótum í menntamálum og stjórnarfari.

Tyrkjaveldi

Tyrkjaveldi, einnig nefnt Ottómanveldið eða Ósmanska ríkið, (ottómönsk tyrkneska: دولت عالیه عثمانیه, Devlet-i Âliye-yi Osmâniyye, tyrkneska: Osmanlı Devleti eða Osmanlı İmparatorluğu) var stórveldi við botn Miðjarðarhafs sem Tyrkir stjórnuðu. Það var súnní-múslimskt ríki sem Oghuz-Tyrkir, undir stjórn Osman 1., stofnuðu árið 1299 í Norðvestur-Anatólíu. Eftir sigurför Múrads 1. um Balkanskagann á árunum 1362-1389 náði ríkið yfir hluta tveggja heimsálfa og gat gert kröfu til þess að kalla sig kalífadæmi. Undir stjórn Mehmeds 2. steyptu Ósmanar austrómverska keisaradæminu með því að ná Konstantínópel á sitt vald árið 1453.

Valdimar sigursæli

Valdimar sigursæli eða Valdimar 2. (28. júní 1170 – 28. mars 1241) var sonur Valdimars Knútssonar og konu hans, Soffíu af Minsk. Hann tók við konungdómi í Danmörku árið 1202 af bróður sínum, Knúti 6. sem lést barnlaus.

Zeppelin-loftfar

Zeppelin er tegund af loftfari sem nefnt er eftir Ferdinand von Zeppelin greifa sem var brautryðjandi í þróun loftfara í byrjun 20. aldar. Hugmyndir Zeppelin mótuðust fyrst árið 1874 og þróaðar í smáatriðum árið 1893. Einkaleyfi fyrir hönnuninni voru gefin út í Þýskalandi árið 1895 og í Bandaríkjunum árið 1899. Þessi loftskip voru svo vel hönnuð að heitið zeppelin var notað sem samheiti fyrir öll slík loftför. Zeppelin loftförin voru fyrst notuð árið 1910 af Deutsche Luftschifffahrts-Aktiengesellschaft (DELAG) sem var þýskt flugfélag og fyrsta flugfélagið sem starfrækti áætlunarflug með farþega fyrir fyrri heimstyrjöldina. Um mitt árið 1914 hafði DELAG flutt yfir 10.000 farþega í meira en 1500 ferðum. Þegar stríðið braust út þá notaði þýski herinn Zeppelin loftförin til loftárása og eftirlitsflugs og drápu yfir 500 manns í sprengjuárásum á Bretland.Ósigur Þjóðverja í fyrri heimstyrjöldinni dró um tíma úr rekstri loftfara. Þrátt fyrir að DELAG hafði komið á daglegum áætlanaferðum á milli Berlínar, München og Friedrichshafen árið 1919 þurfti að gefa skipin sem notuð voru upp á bátinn vegna skilmála Versalasamningsins, sem bannaði Þjóðverjum einnig að smíða stór loftför. Ein undanþága var gefin til þess að smíða eitt loftfar fyrir bandaríska flotann, sem bjargaði fyrirtækinu frá því að hverfa. Árið 1926 var banni á smíði loftfara aflétt og með aðstoð frá fjárframlögum almennings var hafist handa við að smíða LZ 127 Graf Zeppelin. Þetta kom fyrirtækinu aftur í gang og á fjórða áratugi aldarinnar flugu Graf Zeppelin og hið stærra LZ 129 Hindenburg reglulega yfir hafið milli Þýskalands og bæði Norður- og Suður-Ameríku. Toppurinn á Empire State byggingunni, sem hannaður var í Art Deco stíl var upprunalega hannaður sem viðleguturn fyrir Zeppelin og fleiri loftför en hraðir vindar gerðu það ómögulegt og hætt var við þá áætlun. Hindenburg loftfarið brann árið 1937 og var það ein ástæða hnignunar Zeppelin loftfara ásamt stjórnmálalegum og efnahagslegum vandamálum.

Ásbirningar

Ásbirningar voru ein helsta valdaætt landsins á 12. öld og fram eftir Sturlungaöld. Ríki þeirra var í Skagafirði og síðar austanverðu Húnaþingi og í fáein ár eftir Örlygsstaðabardaga má segja að þeir hafi verið einna valdamesta ætt landsins.

Áttatíu ára stríðið

Áttatíu ára stríðið eða Hollenska uppreisnin 1568 til 1648 var uppreisn sautján sýslna í Niðurlöndum gegn yfirráðum Spánarkonungs af ætt Habsborgara sem leiddi til klofnings þeirra í tvö ríki: Spænsku Niðurlönd (hluti þeirra varð síðar Belgía en hluti gekk til Frakklands) og Lýðveldið Holland (sem síðar varð Konungsríkið Holland).

Lesa á öðru tungumáli