Vestur-Evrópa

Vestur-Evrópa er hluti Evrópu sem hefur verið skilgreindur á ólíkan hátt á ólíkum tímum:

Almennt eru eftirfarandi lönd talin til Vestur-Evrópu í dag:

Að auki eru oft Ungverjaland, Slóvakía, Tékkland og Slóvenía og stundum líka Grikkland og Kýpur talin með af sögulegum ástæðum.

Europe-western-countries
Kort sem sýnir Vestur-Evrópu eins og hún er oft skilgreind. Grikkland og Kýpur eru meðtalin.
Andes-fjöll

Andesfjöll (spænska: Cordillera de los Andes, Quechua: Anti eða Antis) eru um 7500 km langur og 500 km breiður fjallgarður sem liggur eftir vesturhluta Suður-Ameríku, meðalhæð hans er 4000 m. Hæsta fjallið er Aconcagua (6962 m)

Austur-Afríka

Austur-Afríka er austurhluti Afríku sem snýr að Indlandshafi. Eftirfarandi ríki eru venjulega talin til Austur-Afríku:

Djibútí

Eritrea

Eþíópía

Kenýa

Sómalía

Tansanía

Úganda

Suður SúdanAð auki eru Búrúndí, Kómoreyjar, Rúanda, Madagaskar, Malaví, Mósambík, Máritíus, Seychelles-eyjar og Súdan oft talin til Austur-Afríku.

Hlutar Austur-Afríku eru þekktir fyrir fjölda stórra villidýra eins og fíla, gíraffa, ljóna, sebrahesta og nashyrninga, þótt þeim fari fækkandi.

Landslag Austur-Afríku einkennist af Sigdalnum mikla og hæstu tindum álfunnar, Kilimanjaro og Kenýafjalli.

Balkanskagi

Balkanskagi er landsvæði í Suðaustur-Evrópu. Landsvæðið er ekki eiginlegur skagi í landfræðilegum skilningi en er þó umlukið höfum að vestan, sunnan og austan. Það dregur nafn sitt af Balkan-fjallgarðinum í Búlgaríu og Serbíu. Alls er landsvæðið 728.000 km². Á Balkanskaga eru yngsti berggrunnur Evrópu.

Í norðri eru mörkin miðuð við fljótin Dóná, Sava og Kupa.

Í vesturátt er Adríahaf, í suðri Jónahaf, Eyjahaf og Marmarahaf og í austri Svartahaf.

Þau lönd sem eru á Balkanskaganum, að öllu leyti eða hluta til, eru

Albanía 100%

Bosnía og Hersegóvína 100%

Búlgaría 100%

Grikkland 100%

Kosóvó 100%(lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu 17. febrúar 2008)

Makedónía 100%

Svartfjallaland 100%

Serbía 73%Króatía 49%

Rúmenía 9%

Tyrkland 5%

Indlandsskagi

Indlandsskagi er hluti Suður-Asíu sem skagar út í Indlandshaf á milli Arabíuhafs í vestri og Bengalflóa í austri. Norðurmörk skagans eru við Himalajafjöll. Indlandsskagi er á eigin jarðfleka; Indlandsflekanum. Löndin á Indlandsskaga eru:

Bangladess

Indland

PakistanEyjan Srí Lanka telst landfræðilega hluti skagans.

Kákasus

Kákasus er svæðið milli Svartahafs og Kaspíahafs og inniheldur Kákasusfjöll og láglendið umhverfis þau. Almennt er að telja til Kákasus löndin Armeníu, Georgíu, Aserbaídsjan og norðurhlíðar fjallanna í Rússlandi: Krasnódar, Stavrópol og sjálfsstjórnarhéruðin Adygea, Kalmikía, Karasjaí-Sjerkessía, Kabardínó-Balkaría, Norður-Ossetía, Ingúsetía, Téténía og Dagestan.

Þrjú lönd á svæðinu gera tilkall til sjálfstæðis en eru ekki viðurkennd af alþjóðasamfélaginu: Abkasía, Nagornó-Karabak og Suður-Ossetía.

Landfræðilega er Kákasus hluti Asíu en er oft talið til Evrópu af sögulegum og menningarlegum ástæðum.

Mið-Afríka

Mið-Afríka er miðhluti Afríku austan við Gíneuflóa og sunnan við Sahara en vestan við Sigdalinn mikla. Eftirfarandi lönd teljast til Mið-Afríku:

Mið-Afríkulýðveldið

Tsjad

Lýðveldið KongóAð auki eru Angóla, Búrúndí, Kamerún, Miðbaugs-Gínea, Gabon, Kongó, Rúanda, Saó Tóme og Prinsípe og Sambía oft talin til Mið-Afríku.

Mið-Ameríka

Mið-Ameríka er sá hluti Norður-Ameríku sem liggur á milli suðurlandamæra Mexíkó og norðvesturlandamæra Kólumbíu í Suður-Ameríku. Sumir landfræðingar skilgreina Mið-Ameríku sem stórt eiði og landfræðilega eru hlutar Mexíkó frá Tehuantepec-eiðinu stundum taldir til Mið-Ameríku; þ.e. mexíkósku fylkin Chiapas, Tabasco, Campeche, Yucatán og Quintana Roo. Almennara er þó að telja til Mið-Ameríku löndin milli Mexíkó og Kólumbíu.

Til Mið-Ameríku teljast því löndin (í stafrófsröð):

Belís

El Salvador

Gvatemala

Hondúras

Kosta Ríka

Níkaragva

Panama

Mið-Asía

Mið-Asía er stórt landlukt svæði í Asíu. Svæðið er ekki skýrt afmarkað og ýmsar skilgreiningar notaðar. Á þessu svæði hafa lifað hirðingjaþjóðir og saga þess tengist náið Silkiveginum.

Almennt er að telja Úsbekistan, Túrkmenistan, Tadsjikistan, Kirgistan og Kasakstan til Mið-Asíu. Þetta er sú skilgreining sem notuð var af leiðtogum þessara ríkja skömmu eftir að þau fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum.

Rétt fyrir fall Sovétríkjanna gaf UNESCO út mun víðari skilgreiningu á Mið-Asíu sem byggir á náttúru og veðurfari. Samkvæmt henni tilheyra Mið-Asíu, auk fyrrgreindra ríkja, vesturhluti Kína, Púnjabhérað, norðurhlutar Indlands og Pakistans, norðausturhluti Írans, Afganistan og Rússland sunnan við barrskógabeltið.

Mið-Evrópa

Mið-Evrópa er hluti Evrópu sem liggur á milli Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu. Hugtakið hefur verið skilgreint á ýmsan hátt í gegnum tíðina þar sem það er ekki skýrt landfræðilega afmarkað. Almennt telst þetta svæði telja löndin Pólland, Tékkland, Slóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu og Slóveníu. Eftir fall Járntjaldsins hefur færst í vöxt að telja Alpalöndin, Þýskaland, Sviss, Austurríki og Liechtenstein, til Mið-Evrópu, fremur en Vestur-Evrópu. Stundum eru Balkanlöndin Króatía, Bosnía-Hersegóvína, Svartfjallaland,Serbía , Búlgaría, Albanía og Lýðveldið Makedónía talin til Mið-Evrópu en það er þó sjaldgæft.

Hugmyndin um Mið-Evrópu byggir einkum á sameiginlegri sögu svæðisins, í andstöðu við austrið: Tyrkjaveldi og Rússneska keisaradæmið. Allt til Fyrri heimsstyrjaldarinnar voru þessi lönd einnig í andstöðu við vestrið vegna íhaldssemi og andstöðu við frjálslyndishugmyndir í stjórnmálum. Fyrst eftir Seinni heimsstyrjöld náðu lýðræðishugmyndir yfirhöndinni í Þýskalandi og Austurríki, en á þeim sama tíma féll hugmyndin um Mið-Evrópu algerlega í skuggann af skiptingunni í Austur- og Vestur-Evrópu, eftir því hvort löndin voru á áhrifasvæði Sovétríkjanna eða ekki.

Stundum er sagt að Mið-Evrópa sé það sem Austur-Evrópubúar líti á sem Vestur-Evrópu, og Vestur-Evrópubúar líti á sem Austur-Evrópu.

Míkrónesía (svæði)

Míkrónesía (komið frá grísku orðunum μικρόν = lítið og νησί = eyja) er svæði sem telst til Eyjaálfu og er í Kyrrahafi. Fyrir vestan svæðið eru Filippseyjar, Indónesía fyrir suðvestan, Melanesía og Papúa Nýja-Gínea fyrir sunnan og Pólýnesía fyrir suðaustan og austan. Míkrónesía samanstendur af hundruðum lítilla eyja á stóru svæði í vesturhluta Kyrrahafs.

Míkrónesía skiptist í fimm sjálfstæð ríki og þrjú yfirráðasvæði:

Gvam (undir stjórn Bandaríkjanna)

Kíribatí

Marshalleyjar

Palá

Nárú

Norður-Maríanaeyjar (undir stjórn Bandaríkjanna)

Sambandsríki Míkrónesíu (oftast einfaldlega kallað Míkrónesía)

Wake-eyja (undir stjórn Bandaríkjanna)

Norður-Afríka

Norður-Afríka (áður fyrr stundum nefnt Serkland) er norðurhluti Afríku sem markast af Atlantshafinu í vestri, Miðjarðarhafi í norðri, Rauðahafinu í austri og Sahara í suðri. Venjulega eru eftirfarandi lönd talin til Norður-Afríku:

Máritanía

Vestur-Sahara

Marokkó

Alsír

Túnis

Líbía

Egyptaland

SúdanAð auki eru Asóreyjar, Kanaríeyjar, Madeira, Eritrea og Eþíópía oft talin til Norður-Afríku.

Til Norðvestur-Afríku (eða Magreb) teljast Marokkó, Alsír, Túnis og Líbýa. Strandhéruð þessara ríkja voru kölluð Barbaríið af Evrópubúum fram á 19. öld.

Líbía og Egyptaland eru oft talin til Miðausturlanda. Sínaí-skagi, sem er hluti Egyptalands, er auk þess talinn til Asíu, fremur en Afríku.

Norður-Asía

Norður-Asía er hluti Asíu sem nær yfir hluta Síberíu í Asíuhluta Rússlands.

Norður-Evrópa

Norður-Evrópa er hugtak yfir svæði sem ekki er greinilega afmarkað landfræðilega. Norðurhluti Evrópu getur verið allt svæðið norðan Alpafjalla eða Norðurlönd ásamt Bretlandseyjum.

Samkvæmt seinni skilgreiningunni tilheyra 12 lönd Norður-Evrópu.

Grænland

Ísland

Færeyjar

Danmörk

Noregur

Svíþjóð

Finnland

Írland

Bretland

Eistland

Lettland

Litháen

Sunnanverð Afríka

Ekki rugla saman við Suður-Afríku.

Sunnanverð Afríka er syðsti hluti Afríku, sunnan við hitabeltið, og telur venjulega eftirfarandi lönd:

Angóla

Botsvana

Lesótó

Malaví

Mósambík

Namibía

Sambía

Simbabve

Suður-Afríka

SvasílandÁ svæðinu eru miklar námur þar sem unnið er gull, úran og demantar.

Suðaustur-Asía

Suðaustur-Asía er hluti Asíu austan við Indlandsskaga, á mörkum tveggja jarðfleka: Ástralíuflekans og Evrasíuflekans. Þar er því mikil jarðskjálfta- og eldvirkni.

Ellefu lönd eru venjulega talin til Suðaustur-Asíu:

Til Indókína teljast löndin:

Mjanmar

Taíland

Kambódía

Laos

VíetnamTil Malajaeyja teljast löndin:

Malasía

Singapúr

Brúnei

Indónesía

Austur-Tímor

Filippseyjar

Suður-Asía

Suður-Asía vísar til þeirra landa sem eru í Himalajafjöllum, á Indlandsskaga og nálægra eyríkja:

Indland, Pakistan og Bangladess

Ríkin í Himalajafjöllunum: Nepal og Bútan

Eyríkin í Indlandshafi: Srí Lanka og MaldíveyjarÖll þessi lönd eru aðilar að Samstarfi Suður-Asíuríkja SAARC.

Landfræðilega afmarkast þessi heimshluti af Himalajafjöllum í norðri og Arabíuhafi og Bengalflóa í suðri. Vesturmörk hans eru almennt talin liggja við Hindu Kush-fjallgarðinn á landamærum Pakistans og Afganistan.

Jarðfræðilega er þessi heimshluti á eigin jarðfleka; Indlandsflekanum, sem var aðskilinn frá Evrasíu þar til hann rakst á Evrasíuflekann og Himalajafjöll urðu til.

Suður-Evrópa

Suður-Evrópa eða Miðjarðarhafslöndin er suðurhluti Evrópu. Mörk Suður-Evrópu eru ekki skýrt afmörkuð, en almennt er að telja eftirfarandi lönd til þessa heimshluta:

Íberíuskagi

Spánn

Portúgal

Andorra

Gíbraltar

Frakkland

Suður-Frakkland

Mónakó

Ítalíuskagi

Ítalía

Vatíkanið

San Marínó

Balkanskaginn

Albanía

Serbía

Svartfjallaland

Bosnía-Hersegóvína

Slóvenía

Króatía

Grikkland

Evrópuhluti Tyrklands

Eyríki

Malta

KýpurKýpur er landfræðilega ekki hluti af Evrópu, heldur Asíu, en er oft talið með Evrópulöndum vegna stjórnmálalegra og menningarlegra tengsla.

Suðvestur-Asía

Suðvestur-Asía er heiti á suðvesturhluta Asíu og nær yfir Mið-Austurlönd meðal annars. Reynt hefur verið að taka hugtakið í notkun í staðinn fyrir heitið „Mið-Austurlönd“ þar sem það þykir of Evrópumiðað, en eins og er eru hugtökin ekki samheiti. Vestur-Asía er almennt notað yfir þetta svæði þegar talað er um fornleifar og sögu þess.

Eftirtalin lönd eru almennt talin hluti af Suðvestur-Asíu:

Armenía

Aserbaídsjan

Barein

Egyptaland

Georgía

Heimastjórnarsvæði Palestínumanna

Íran

Írak

Ísrael

Jemen

Jórdanía

Katar

Kúveit

Kýpur

Líbanon

Óman

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Sádí-Arabía

Sýrland

Tyrkland (Anatólíuhlutinn)Anatólía, Arabía, Austurlönd nær og Mesópótamía eru allt hlutar Suðvestur-Asíu.

Vestur-Afríka

Vestur-Afríka er hluti Afríku sem markast af Suður-Atlantshafi, eða öllu heldur Gíneuflóa, í suðri og vestri og Sahara í norðri, og telur venjulega eftirfarandi lönd:

Benín

Búrkína Fasó

Fílabeinsströndin

Gambía

Gana

Gínea

Gínea-Bissá

Líbería

Malí

Níger

Nígería

Senegal

Síerra Leóne

TógóAð auki eru Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Tsjad, Kongó, Miðbaugs-Gínea, Gabon, Máritanía, Saó Tóme og Prinsípe og Vestur-Sahara oft talin hlutar Vestur-Afríku.

Á þessu svæði hafa komið upp söguleg afrísk stórveldi, eins og Malíveldið, Songhæ og Ganaveldið.

Afríka
Ameríka
Asía
Evrópa
Eyjaálfa
Úthöf
Aðrir heimshlutar

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.