Tungumál

Mál er kerfi merkja, tákna, hljóða og orða sem notuð eru saman til þess að lýsa hugtökum, hugmyndum, merkingum og hugsunum. Málfræðingar eru þeir sem að rannsaka mál, en í nútímanum var málfræði fyrst kynnt sem vísindagrein af Ferdinand de Saussure. Þeir sem að tala mál, eða nota það á annan hátt, eru taldir með sem hluti af málsamfélagi þess máls.

Tungumál er hugtak sérstaklega notað um þau mál sem að hafa hljóðkerfi. Fjölmörg tungumál eru til í heiminum í dag, ýmist með eða án ritkerfa.

Þar sem að orðið mál hefur margar merkingar í íslensku (t.d. í hugtökunum málaferli og „að taka mál af e-u“), og er ekkert annað orð tiltækt sem er sambærilegt við orðið language á ensku, þá mun orðið tungumál vera notað hér eftir sem hvert það kerfi merkja, tákna, hljóða og orða sem hægt er að rita, tala eða á annan hátt skilja.

Cuneiform script2
Fleygrúnir voru fyrsta ritmálið.

Flokkar tungumála

Einfaldasta flokkun tungumála væri í náttúruleg tungumál og tilbúin tungumál. Annað flokkunarkerfi gæti verið töluð mál, rituð mál og táknmál. Einnig eru náttúruleg tungumál flokkuð niður í málhópa eftir málsvæðum, en í því kerfi telst íslenska til indóevrópskra mála, undir því til germanskra mála og ennfremur til norrænna mála og vesturnorrænna mála.

Tengt efni

Tenglar

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.