Tanakh

Tanakh [תנ״ך] er algengasta nafn Gyðinga á því sem einnig er nefnt Hebreska biblían. Nafnið Tanakh er er samsetning af skammstöfunum á upphafsstöfum hebresku nafna megintextanna, en þeir eru:

  1. Torah (hebreska: תורה) þýðir "fræðsla," "kenning," eða "lögmál". Einnig nefnt Tjumash (hebreska: חומש) Mósebækurnar eða Fimmbókaritið
  2. Nevi'im (hebreska: נביאים) þýðir "Spámannaritin"
  3. Ketuvim (hebreska: כתובים) þýðir "Ritin" sem eru söguritin, spekiritin og sálmarnir.
Targum
Handrit frá 12. öld á aramesku
Entire Tanakh scroll set
Tanakh.

Bækurnar

Samkvæmt hefð Gyðingdóms eru 24 bækur í Tanakh. Í Torah eru fimm bækur, Nevi'im átta bækur og Ketuvim hefur ellefu.

Þessar 24 bækur eru sömu bækur og eru í Gamla testamenti biblíu kristinna, þó þeim sé raðað á annan hátt. Fjöldi bókanna er ekki heldur sá sami, kristnir telja 39 ekki 24. Til dæmis eru Samúelsbækurnar tvær eru taldar sem ein bók í Tanakh og einnig konungabækurnar og spámannaritin tólf eru talin sem ein bók.

Margir trúfræðingar tala heldur um hina Hebresku biblíu en Tanakh og Gamla testamentið svo ekki sé verið að draga eitt trúfélag fram yfir annað.

Gamla testmenti Rómversk-kaþólsku kirkjunnar og austurlenskra réttrúnaðarkirkna innihalda sex bækur sem ekki eru í Tanakh (og ekki í Gamla testmenti mótmælenda).

Torah

Torah (hebreska: תורה) þýðir "fræðsla," "kenning," eða "lögmál". Einnig nefnt Tjumash (hebreska: חומש) Mósebækurnar eða Fimmbókaritið. Prentuð eintök Torah eru of kölluð Chamisha Chumshei Torah (חמישה חומשי תורה, sem þýðir bókstaflega "Fimm fimmtu Torahs")

Nevi'im

Nevi'im (נְבִיאִים, "Spámannaritin") samanstendur af átta bókum. Þessi hluti inniheldur bækur sem í heild fjalla um tímann frá landnámi fyrirheitna landsins að herleiðingu lýðsins til Babýloníu. Kronikubækurnar eru ekki hluti af Nevi'im, en fjalla þó um sama tíma.

6. Jósúa (יהושע / Y'hoshua)
7. Dómarabók (שופטים / Shophtim)
8. Samúelsbók (I & II) (שמואל / Sh'muel)
9. Konungabók (I & II) (מלכים / M'lakhim)
10. Jesaja (ישעיה / Y'shayahu)
11. Jeremía (ירמיה / Yir'mi'yahu)
12. Esekíel (יחזקאל / Y'khezqel)
13. Spámennirnir tólf (תרי עשר)
a. Hósea (הושע / Hoshea)
b. Jóel (יואל / Yo'el)
c. Amos (עמוס / Amos)
d. Óbadía (עובדיה / Ovadyah)
e. Jónas (יונה / Yonah)
f. Míka (מיכה / Mikhah)
g. Nahúm (נחום / Nakhum)
h. Habakkuk (חבקוק /Havakuk)
i. Sefanía (צפניה / Ts'phanyah)
j. Haggaí (חגי / Khagai)
k. Sakaría (זכריה / Z'kharyah)
l. Malakí (מלאכי / Mal'akhi)

Ketuvim

Ketuvim (כְּתוּבִים, "ritin") samanstendur af ellefu bókum. Esra og Nehemía eru taldar sem ein bók og Kronikubækurnar tvær sem ein.

"Sifrei Emet," "Bækur sannleikans":
14. Sálmarnir [תהלים / Tehillim]
15. Orðskviðirnir [משלי / Mishlei]
16. Jobsbók [איוב / Iyov]
"Bókrollurnar fimm":
17. Ljóðaljóðin [שיר השירים / Shir Hashirim]
18. Rutarbók [רות / Rut]
19. Harmljóðin [איכה / Eikhah]
20. Prédikarinn [קהלת / Kohelet]
21. Esterarbók [אסתר / Esther]
Hin "ritin":
22. Daníel [דניאל / Dani'el]
23. Esrabók-Nehemiah [עזרא ונחמיה / Ezra v'Nechemia]
24. Kronikubók (I & II) [דברי הימים / Divrei Hayamim]

Tengt efni

Gyðingdómur

Gyðingdómur eru trúarbrögð Gyðinga (sem er þó hugtak sem nær yfir meira en einungis fylgjendur gyðingdóms). Þau eru eingyðistrúarbrögð af abrahamískum stofni, eins og kristni og íslam, en Gyðingdómur er eitt elsta dæmið í sögunni um eingyðistrú og einnig eitt af elstu lifandi trúarbrögðum heims með yfir 4000 ára sögu.

Síðustu tvöþúsund árin hefur gyðingdómur ekki haft neina heildarstjórn eða sameiginlegar trúarreglur. Þrátt fyrir þetta hafa allar mismunandi flokkanir og hefðir gyðingdóms haft sameiginlega grundvallarsýn á meginatriði trúarinnar. Það fyrsta og mikilvægasta er trúin á einn almáttugan Guð sem skapaði alheim og heldur áfram að stjórna honum, öll tilbeiðsla annarra guða er bönnuð eins og gerð mynda af honum og að segja nafn hans upphátt. Annað er sannfæring um að Guð hafi valið Gyðinga sem sitt eigið fólk og afhjúpað lögmál sín og reglur gegnum Torah (lögmálið) og gert sáttmála við þá með boðorðunum tíu. Mikilvægur þáttur í gyðingdómi er að stunda fræðimennsku í þessum lögmálum og túlkunum á þeim í Tanakh og öðrum trúarritum og hefðum. Til forna voru gyðingar kallaðir Hebrear. Það búa flestir gyðingar í Bandaríkjunum en í Ísrael er meirihluti íbúanna gyðingar. Maður telst vera gyðingur ef móðir manns er gyðingur.

Nisan

Nísan (á hebresku: נִיסָן, Nîsān ; úr akkadísku nisānu, eða súmersku nisag „Fyrstu ávextirnir“, á arabísku, نيسان) er fyrsti mánuðurinn í hebreska tímatalinu. Nafnið kemur frá Babýlon; í Torah er mánuðurinn nefndur Aviv, það er byggmánuðurinn, enda þroskast það á þeim árstíma við botn Miðjarðarhafs. Nisan er venjulega í mars eða apríl samkvæmt gregoríanska tímatalinu. Í Esterarbók í Tanakh er mánuðurinn nefndur Nisan.

Torah

Torah (תורה) er hebreska og þýðir "fræðsla," "kenning," eða "lögmál." Það er mikilvægasta rit í Gyðingdómi. Með hugtakinu Torah er oftast átt við fyrsta hluta Tanakh, það er fyrstu fimm bækur hebresku biblíunnar. Hugtakið er stundum notað sem almennt hugtak yfir öll helgirit Gyðingdóms og einnig munlega hefð. Kristnir guðfræðingar íslenska Torah venjulega sem "lögmálið".

Nöfn fyrstu fimm bókana á hebresku eru svo:

בראשית, Bereishit: "Í upphafi skapaði...", 1. Mósebók

שמות, Shemot: "Þessi eru nöfn...", 2. Mósebók

ויקרא, Vayikra: "Drottinn kallaði...", 3. Mósebók

במדבר, Bamidbar: "Drottinn talaði...", 4. Mósebók

(דברים, Devarim: "Þessi eru þau orð..", 5. MósebókTorah er einnig þekkt sem Mósebækurnar eða fimmbókaritið sem upphaflega var átt við þær hirslur sem geymdu bókarollurnar fimm.

Fyrir trúaða Gyðinga er Torah venjulega álitin bókstafleg orð Guðs eins og hann opinberaði þau fyrir Móses.

Ísrael

Ísraelsríki (hebreska: מדינת ישראל, Medinat Yisra'el; arabíska: دولة اسرائيل, Daulat Isra'il) er land í Miðausturlöndum fyrir botni Miðjarðarhafs, stofnað árið 1948. Landið er lýðveldi með þingbundinni stjórn og er yfirlýst gyðingaríki. Flestir íbúanna eru gyðingar en stór minnihlutahópur múslima, kristinna, Drúsa og Araba býr einnig í landinu. Zíonismi naut vaxandi fylgis eftir helförina í seinni heimsstyrjöld, sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis. Talsverð ólga hefur verið á svæðinu og í nágrannaríkjum allar götur síðan. Deilt er um stöðu hernumdu svæðanna sem eru Gólanhæðir, Vesturbakkinn og Gazaströndin. Heimastjórn Palestínumanna fer með völd á Vesturbakkanum en samtökin Hamas fara með stjórn á Gaza (sem Evrópusambandið, Bandaríkin og fleiri líta á sem hryðjuverkasamtök).

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.