Túnis

Hnit: 33°00′00″N 09°00′00″A / 33.00000°N 9.00000°A

Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.
الجمهورية التونسية
El-joumhouriyya et-Tounisiyya
Fáni Túnis Skjaldarmerki Túnis
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
حرية، نظام، عدالة
Ḥurriyyah, Niẓām, ‘Adālah
„Frelsi, regla, réttlæti“
Þjóðsöngur:
Humat al-Hima
Kort sem sýnir staðsetningu Túnis
Höfuðborg Túnis
Opinbert tungumál arabíska
Stjórnarfar Lýðveldi
Forseti
Forsætisráðherra
Kais Saied
Youssef Chahed
Sjálfstæði
 - frá Frakklandi 20. mars 1956 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
93. sæti
163.610 km²
5
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
77. sæti
10.777.500
66/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2012
45,611 millj. dala (67. sæti)
4.232 dalir (90. sæti)
Gjaldmiðill túnisískur dínar
Tímabelti CET (UTC+1)
CEST (UTC+2)
Þjóðarlén .tn
Landsnúmer 216

Túnis (الجمهرية التونسية) er land í Norður-Afríku með landamæri að Alsír í vestri og Líbýu í austri og strandlengju að Miðjarðarhafi í norðri og austri. Það er nyrsta landið í Afríku og austasta landið á Atlasfjallgarðinum. Föníkumenn stofnuðu þar borgina Karþagó í fornöld og landið varð síðar rómverska skattlandið Afríka. Nafnið Túnis er talið koma úr máli Berba og merkja tjaldbúðir en landið dregur nafn sitt af höfuðborginni.

Túnis nær yfir 163.610 ferkílómetra. Nyrsti oddi landsins og jafnframt álfunnar er Ras ben Sakka. Sikileyjarsund skilur milli Túnis og Sikileyjar, en það er um 145 km á breidd. Aðeins 60 km undan strönd Túnis er ítalska eyjan Pantelleria. Túnis er frjósamt land með miklar strendur sem laða að ferðamenn. Efnahagslíf landsins er fjölbreytt og byggist á landbúnaði, olíuvinnslu, námavinnslu, iðnframleiðslu og ferðaþjónustu.

Íbúar Túnis eru rúmlega tíu milljónir. Arabíska er opinbert mál og 98% íbúa eru múslimar. Frönskukunnátta er algeng, en landið var frönsk nýlenda frá 1881 til 1956.

Stjórnsýsluskipting

Túnis skiptist í 22 landstjóraumdæmi sem aftur skiptast í 264 landsvæði sem síðan skiptast í sveitarfélög og hverfi.

Governorates of Tunisia
 1. Ariana
 2. Béja
 3. Ben Arous
 4. Bizerte
 5. Gabès
 6. Gafsa
 7. Jendouba
 8. Kairouan
 9. Kasserine
 10. Kebili
 11. Kef
 12. Mahdia
 1. Manouba
 2. Medenine
 3. Monastir
 4. Nabeul
 5. Sfax
 6. Sidi Bouzid
 7. Siliana
 8. Sousse
 9. Tataouine
 10. Tozeur
 11. Tunis
 12. Zaghouan
.tn

.tn er þjóðarlén Túnis.

1936

Árið 1936 (MCMXXXVI í rómverskum tölum)

2019

Árið 2019 (MMXIX í rómverskum tölum) er almennt ár sem byrjar á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu. Það hefur því sunnudagsbókstafinn F.

Afríka

Afríka er heimsálfa. Hún afmarkast af Miðjarðarhafinu í norðri, Súesskurðinum (Súeseiðinu) í norðaustri, Indlandshafi í austri, Suður-Íshafinu í suðri og Atlantshafi í vestri.

Afríka er önnur stærsta heimsálfa jarðar á eftir Asíu og er einnig sú næstfjölmennasta. Hún er um það bil 30.244.050 km² að flatarmáli (að meðtöldum eyjum) og þekur 20,3% af þurrlendi jarðar. Þar búa tæplega 1,034 milljarðar manna í 56 löndum, sem er sjöundi hluti alls mannfjölda heims.

Alsír

Alsír er land í Norður-Afríku og stærsta ríki Afríku. Það á landamæri að Túnis í norðaustri, Líbíu í austri, Níger í suðaustri, Malí og Máritaníu í suðvestri og Marokkó og Vestur-Sahara í vestri. Nafn landsins er dregið af nafni Algeirsborgar og kemur úr arabísku al-jazā’ir sem merkir „eyjarnar“ og á við fjórar eyjar sem lágu úti fyrir ströndum borgarlandsins þar til þær urðu hluti meginlandsins 1525.

Arabíska

Arabíska (العربية) er semískt tungumál sem er upprunið á Arabíuskaganum, en breiddist yfir stærra svæði með útbreiðslu Íslams og er nú talað víðast hvar alla leið frá Marokkó til Íraks. Arabíska er eitt helsta sameiningartákn þeirra sem í dag kalla sig Araba sem eru mun fleiri en þeir sem búa á Arabíuskaganum.

Arabísku má skipta í tvennt, bókmenntaarabísku og talaða arabísku. Sú fyrrnefnda er notuð í formlegu máli af flestum fjölmiðlum og í bókum nær alls staðar þar sem arabíska er töluð og er sú arabíska sem notuð er Kóraninum. Síðarnefnda gerðin skiptist hins vegar í margar mállýskur sem talaðar eru þvert yfir svæðið. Þær eru mjög misjafnar og skiljast jafnvel ekki af þeim sem tala aðrar mállýskur.

Bettino Craxi

Bettino Craxi (24. febrúar 1934 – 19. janúar 2000) var ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Ítalíu frá 1983 til 1987. Hann var formaður ítalska sósíalistaflokksins frá 1976 til 1993.

Egyptaland

Egyptaland eða Egiptaland (arabíska: مصر „Miṣr“ (framburður ,Maṣr)) er land í Norður-Afríku. Austasti hluti landsins, Sínaískagi, brúar bilið milli Norður-Afríku og Suðvestur-Asíu. Í norðri á landið strandlengju að Miðjarðarhafi og í austri að Rauðahafi, auk landamæra að Líbíu í vestri, Súdan í suðri og Ísrael í austri.

Egyptaland er eitt fjölmennasta ríki Afríku og Austurlanda nær. Íbúar landsins eru rúmlega 82 milljón talsins og meirihluti þeirra býr á um það bil 40.000 ferkílómetra svæði á bökkum Nílar en þar er eina yrkjanlega landið. Um helmingur Egypta býr í þéttbýli, mest á svæðunum í kringum Kaíró, Alexandríu og aðrar stórborgir við Nílarósa. Sahara-eyðimörkin þekur drjúgan hluta landsins og er fremur strjálbýl.

Egyptaland státar af einni elstu siðmenningu sögunnar, Egyptalandi hinu forna, og er frægt fyrir mörg stórfengleg minnismerki þess. Til marks um það eru pýramídarnir í Gísa og fornar rústir á borð við Þebu, hin miklu hof í Karnak og Dalur konunganna í borginni Lúxor, en í þeirri borg er rúmlega helmingur allra fornminja heims. Egyptaland nútímans er álitið efnahagslegt og menningarlegt stórveldi í arabaheiminum.

Franska

Franska (français) er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Málið á uppruna sinn í latínu en Rómverjar lögðu Frakkland undir sig á fyrstu öld f.Kr. en þar voru áður töluð keltnesk mál, og var þróun latínunnar þar áhrifuð að einhverju leyti af þeim. Franska varð fyrir áhrifum frá germönsku tungumáli Franka, sem er uppruni nafnsins Frakkland, og því franska France. Rómverjar kölluðu Frakkland Gallia, og kalla Frakkar Gallíu Gaule.

Franska er töluð víðs vegar í heiminum og er ellefta mest notaða tungumál heims. Hún er móðurmál um 77 milljóna manns, auk þess sem hún er annað tungumál um 51 milljónar manns. Hún er upprunnin í Frakklandi og töluð þar og víða þar sem Frakkar áttu áður nýlendur.

Franska er opinbert tungumál í Frakklandi, Lýðveldinu Kongó, Kanada, Madagaskar, Fílabeinsströndinni, Kamerún, Búrkína Fasó, Malí, Senegal, Belgíu, Rúanda, Haítí, Sviss, Búrúndí, Tógó, Miðafríkulýðveldinu, Kongó, Gabon, Kómoreyjum, Djíbútí, Lúxemborg, Guadeloupe, Martiník, Máritíus, Vanúatú, Seychelleseyjum og Mónakó. Auk þess er hún nokkuð mikið töluð í Alsír, Túnis, Marokkó og fleiri löndum en er þó ekki opinbert tungumál þar.

Til eru ýmsar mállýskur í frönsku.

Heimsmeistaramót karla í handknattleik 2005

Heimsmeistaramót karla í handknattleik 2005 var haldið í Túnis. Spánn fór með sigur af hólmi á meðan Króatía lenti í öðru sæti og Frakkland hafnaði í því þriðja.

Karþagó

Karþagó (úr fönísku: QRT HDŠT, með sérhljóðum: Qart-Hadasht, „Nýjaborg“) var borg í Norður-Afríku austan megin við Túnisvatn beint á móti borginni Túnis. Hún var stofnuð um 814 f.Kr. af Föníkum (Púnverjum) en íbúar Karþagó eru einmitt nefndir Púnverjar.

Borgin varð miðstöð verslunar við Miðjarðarhafið á 6. öld f.Kr. og lenti því á móti fyrst Forngrikkjum í Sikileyjarstríðunum á 5. og 4. öld f.Kr. og síðan Rómverjum í púnversku stríðunum á 3. og 2. öld f.Kr. Þriðja púnverska stríðið endaði með því að borgin beið algeran ósigur og Rómverjar lögðu hana í rúst. Á síðari hluta 2. aldar e.Kr. óx hún sem höfuðstaður rómverska skattlandsins Afríku. Borgin varð síðan hluti af veldi Býsans þar til hún féll fyrir arabískum innrásarherjum undir lok 7. aldar.

Kómoreyjar

Kómoreyjar (til 2002 Íslamska sambandslýðveldið Kómoreyjar) er ríki þriggja eyja undan strönd austanverðrar Afríku, á milli norðurodda Madagaskar í Indlandshafi og Mósambík. Eyjaklasinn er í norðurenda Mósambíksunds milli Mósambík og Madagaskar. Önnur nálæg lönd eru Tansanía í norðvestri og Seychelles-eyjar í norðaustri.

Eyjarnar eru þrjár eldfjallaeyjar; Grande Comore (opinbert heiti Ngazidja), þar sem höfuðborgin Móróní stendur, Moheli (Mwali) og Anjouan (Nzwani). Eyjan Mayotte er hluti af eyjaklasanum og gera Kómoreyjar tilkall til hennar, en íbúar Mayotte hafa kosið að vera áfram hluti Frakklands. Landið er það þriðja minnsta í Afríku. Nafnið er dregið af arabíska orðinu قمر qamar, tungl. Menning og saga eyjanna er fjölbreytt þar sem saman koma áhrif frá ólíkum menningarsvæðum. Kómoreyjar eru eina Afríkuríkið sem er í senn aðili að Afríkusambandinu, Alþjóðasamtökum frönskumælandi fólks, Samtökum um samvinnu íslamskra ríkja, Arababandalaginu og Indlandshafsráðinu.

Líbía

Líbía (arabíska: ليبيا, umritað Lībiyyā) er land í Norður-Afríku með strandlengju við Miðjarðarhaf, á milli Egyptalands og Alsír og Túnis, með landamæri að Súdan, Tjad og Níger í suðri. Landið skiptist sögulega í þrjá landshluta, Tripolitana, Fezzan og Kýrenæku. Líbía er um 1,76 milljón ferkílómetrar að stærð og 17. stærsta land heims. Landinu stjórnar nú bráðabirgðastjórn eftir að einræðisstjórn Muammar Gaddafi var steypt af stóli árið 2011.

Höfuðborgin Trípólí er jafnframt stærsta borg landsins með 1,7 milljón íbúa. Langflestir íbúar landsins búa við ströndina í borgunum Trípólí, Benghazi og Misrata en suðurhluti landsins er mjög strjálbýll. Þar búa Túbúar í Tíbestífjöllum við landamærin að Tjad. Í vesturhlutanum búa einnig Berbar og Túaregar. 97% íbúa eru múslimar. Efnahagur landsins byggist fyrst og fremst á útflutningi jarðolíu og olíuafurða sem stendur undir 80% af vergri landsframleiðslu og er 97% útflutnings. Árið 2009 var Líbía með einn hæsta stuðul Afríku í vísitölu um þróun lífsgæða og fimmtu mestu landsframleiðslu í álfunni.

Líbía á sér mjög langa sögu. Berbar hófu að setjast þar að á síðbronsöld. Föníkumenn stofnuðu þar verslunarstaði við ströndina og á 5. öld f.Kr. ríkti sú stærsta þeirra, Karþagó, yfir stórum hluta Norður-Afríku. Forn-Grikkir stofnuðu aftur borgina Kýrene í austurhluta landsins. Svæðið þar í kring varð síðan þekkt sem Kýrenæka. Persaveldi náði Kýrenæku á sitt vald 525 f.Kr. og næstu ár var landið ýmist undir stjórn Persa eða Forn-Egypta. Eftir landvinninga Alexanders mikla varð Kýrenæka hluti af Ptólemajaríkinu. Eftir sigur Rómverja í orrustunni um Karþagó 146 f.Kr. varð Tripolitana upphaflega hluti af Númidíu en Rómverjar gerðu alla hluta landsins að skattlöndum á 1. öld f.Kr. Borgunum tók að hnigna um leið og Rómaveldi hnignaði. Um miðja 7. öld lagði her Rasjidunkalífadæmisins löndin undir sig. Berbar tóku þá upp íslam en börðust jafnframt gegn auknum yfirráðum Araba næstu aldirnar. Þeir stofnuðu ríki Hafsída 1229 sem ríkti yfir löndunum þar til Tyrkjaveldi lagði þau undir sig 1574. Upphaflega var pasja staðsettur í Trípólí en síðar dey. Á 19. öld tók Líbía þátt í Barbarístríðunum sem Bandaríkin háðu gegn Norður-Afríkuríkjunum til að stöðva sjórán á Miðjarðarhafi og Atlantshafi.

Í kjölfar stríðs Ítalíu og Tyrklands (1911-12) lagði Ítalía héruðin þrjú (Tripolitana, Fezzan og Kýrenæku) undir sig og kallaði þau upphaflega Ítölsku Norður-Afríku en síðan „Líbýu“ frá 1934. Það var upphaflega nafn sem Forn-Grikkir notuðu um alla Norður-Afríku. Andspyrna gegn yfirráðum Ítala var barin niður af mikilli hörku. Bandamenn náðu Líbýu af Ítölum árið 1943 og eftir að stríðinu lauk var landið áfram hernámssvæði. Árið 1951 lýsti Líbýa yfir sjálfstæði og konungsríki var stofnað undir stjórn Idriss konungs. Uppgötvun mikilla olíulinda árið 1959 varð til þess að landið auðgaðist mjög um leið og spenna milli ólíkra hagsmunahópa jókst. Þann 1. september 1969 framdi hópur ungra herforingja undir stjórn hins 27 ára gamla Muammar Gaddafi valdarán. Gaddafi stofnaði síðan alþýðulýðveldi í anda sósíalisma en stjórn hans var í reynd alræðisstjórn. Gaddafi var steypt af stóli og hann drepinn í Líbýsku borgarastyrjöldinni árið 2011.

Máritanía

Máritanía (arabíska موريتانيا‎ Mūrītānyā; berbíska Muritanya eða Agawej; wolof Gànnaar; soninke Murutaane; pulaar Moritani) er land í Norður-Afríku, en er stundum einnig talið til Vestur-Afríku þar sem það tilheyrir bæði Magrebsvæðinu og Sahelsvæðinu. Það á strandlengju að Atlantshafi í vestri og landamæri að Vestur-Sahara í norðri, Alsír í norðaustri, Malí í austri og Senegal í suðri. Ríkið dregur nafn sitt af hinu forna konungsríki Berba, Máretaníu. Höfuðborg og stærsta borg Máritaníu er Núaksjott.

Þann 6. ágúst 2008 var gerð herforingjabylting í landinu og hershöfðinginn Mohamed Ould Abdel Aziz tók við völdum. Hann sagði af sér herforingjatign árið eftir til að taka þátt í forsetakosningum sem hann vann.

Þrælahald er útbreitt vandamál í Máritaníu, en áætlað er að 600.000 manns, tæplega 20% íbúa, lifi við þrældóm. Þrælahald hefur verið bannað með lögum í landinu oftar en einu sinni, síðast árið 2007.

Norður-Afríka

Norður-Afríka (áður fyrr stundum nefnt Serkland) er norðurhluti Afríku sem markast af Atlantshafinu í vestri, Miðjarðarhafi í norðri, Rauðahafinu í austri og Sahara í suðri. Venjulega eru eftirfarandi lönd talin til Norður-Afríku:

Máritanía

Vestur-Sahara

Marokkó

Alsír

Túnis

Líbía

Egyptaland

SúdanAð auki eru Asóreyjar, Kanaríeyjar, Madeira, Eritrea og Eþíópía oft talin til Norður-Afríku.

Til Norðvestur-Afríku (eða Magreb) teljast Marokkó, Alsír, Túnis og Líbýa. Strandhéruð þessara ríkja voru kölluð Barbaríið af Evrópubúum fram á 19. öld.

Líbía og Egyptaland eru oft talin til Miðausturlanda. Sínaí-skagi, sem er hluti Egyptalands, er auk þess talinn til Asíu, fremur en Afríku.

Sahara

Sahara er önnur stærsta eyðimörk heims (á eftir Suðurskautslandinu) og nær yfir 9.000.000 km² svæði, eða allan norðurhluta Afríku. Hitinn í eyðimörkinni getur náð 57°C yfir daginn og farið undir frostmark á nóttunni. Sahara er um 2,5 milljón ára gömul. Nafnið kemur frá arabíska orðinu yfir eyðimörk; صحراء (framburður ).

Sahara skiptist milli landanna Marokkó, Túnis, Alsír, Líbíu, Vestur-Sahara, Máritaníu, Malí, Níger, Tjad, Egyptalands og Súdan. Hún nær samfellt 4.000 km frá Atlantshafi í vestri að Rauðahafi í austri, ef Nílardalur er undanskilinn. Frá Miðjarðarhafi og Atlasfjöllum í norðri þangað sem hún mætir sléttunum í Mið-Afríku eru 2000 km. Þar verða skilin milli eyðimerkur og gróðurlendis smám saman ógreinilegri.

Á þessu svæði, sem þekur 27% af álfunni, búa um 2,5 milljónir manna með ólíka menningu, bændur, hirðingjar, veiðimenn og safnarar. Helstu þjóðarbrotin eru Túaregar, Saravar, Márar, Tíbúfólkið, Núbíumenn og Kanúrífólkið. Helstu borgir eru Núaksjott í Máritaníu, Algeirsborg í Alsír, Timbúktú í Malí, Agadez í Níger, Ghat í Líbíu og Faya í Tjad.

Í Sahara er víða að finna vatn í jörðu, og þar er fjölbreytt dýralíf.

Súdan

Súdan er land í Norður-Afríku og er þriðja stærsta ríki álfunnar. Súdan á landamæri að Egyptalandi í norðri, Eritreu og Eþíópíu í austri, Suður-Súdan í suðri, Mið-Afríkulýðveldinu í suðvestri, Tjad í vestri og Líbýu í norðvestri. Súdan á strandlengju að Rauðahafi. Höfuðborgin heitir Kartúm. Áin Níl rennur í gegnum mitt landið og skiptir því í austur- og vesturhluta.

Súdan er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Afríkusambandinu og Arababandalaginu, Samtökum um samvinnu múslimaríkja og Samtökum hlutlausra ríkja. Landið er sambandsríki þar sem forsetinn er í senn þjóðhöfðingi, höfuð ríkisstjórnarinnar og yfirmaður heraflans. Lög landsins byggjast á sjaríalögum.

Samkvæmt spillingarvísitölu Transparency International er Súdan með spilltustu löndum heims. Um fimmtungur íbúa er undir alþjóðlegum fátæktarmörkum og samkvæmt hungurvísitölunni er Súdan í fimmta sæti yfir þau lönd þar sem hungursneyðir eru alvarlegt vandamál. Súdan hefur glímt við alvarleg innanlandsátök frá því landið fékk sjálfstæði; tvær borgarastyrjaldir og stríðið í Darfúr. Súdan var áður stærsta landið í Afríku og Arabaheiminum, en árið 2011 klauf Suður-Súdan sig frá landinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Omar al-Bashir fyrrum liðsforingi í hernum komst til valda árið 1989 og réði landinu í tæp 30 ár. Árið 2019 steypti herinn honum af stóli eftir mótmælaöldu.

Túniski þjóðarsamræðukvartettinn

Túniski þjóðarsamræðukvartettinn (arabíska: الرباعي التونسي للحوار الوطني‎, franska: Quartet du dialogue national) eða Túniskvartettinn er hópur fjögurra samtaka sem unnu saman að því að stofna til lýðræðislegs fjölflokkakerfis í Túnis eftir túnisku byltinguna árið 2011. Eftir byltinguna var alls óvíst að lýðræði gæti orðið til í landinu og landið rambaði á barmi borgarastyrjaldar líkt og mörg önnur lönd sem höfðu farið í gegnum byltingu í arabíska vorinu. Þjóðarsamræðukvartettinn átti drjúgan þátt í því að stýra landinu í átt að lýðræði eftir byltinguna og er túniska byltingin fyrir vikið gjarnan talin sú farsælasta sem braust út í arabíska vorinu.

Kvartettinn var stofnaður sumarið 2013 og vann til friðarverðlauna Nóbels árið 2015. Nóbelsverðlaunanefndin sagði kvartettinn hafa „komið á friðsamlegu, pólitísku ferli þegar landið var á barmi borgarastyrjaldar. Þannig hafi tekist að koma á stjórnkerfi í landinu sem tryggi mannréttindi allra borgaranna, burtséð frá kyni, stjórnmála- eða trúarskoðunum.“Þjóðarsamræðukvartettinn telur til sín eftirfarandi stofnanir:

Verkalýðshreyfingu Túnis (UGTT eða Union Générale Tunisienne du Travail)

Iðnaðar-, viðskipta og handiðnahreyfingu Túnis (UTICA eða Union Tunisienne de l’Industrie, du Commerce et de l’Artisanat)

Mannréttindabandalag Túnis (LTDH eða La Ligue Tunisienne pour la Défense des Droits de l’Homme)

Lögmannaráð Túnis (Ordre National des Avocats de Tunisie)

Arababandalagið - جامعة الدول العربية
Lönd í Afríku
Norður-Afríka
Vestur-Afríka
Mið-Afríka
Austur-Afríka
Sunnanverð Afríka

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.