Simpson-fjölskyldan, þáttaröð 8

Simpson-fjölskyldan, þáttaröð 8 er seinni og síðasta þáttaröð Simpsonfjölskyldunnar þar sem Bill Oakley og Josh Weinstein voru þáttarstjórnendur.

The Brother From Another Series

Brother from Another Series er 16. þáttur 8. þáttaraðar Simpson-fjölskyldunnar. Þátturinn inniheldur smáskopstælingu af gamanþáttunum Frasier, sem sýndir voru á Ríkissjónvarpinu út af gestaleikurum þáttarins.

Simpson-fjölskyldan er að horfa á sérstakan þátt Krustys þar sem hann er að skemmta föngum í Springfield-fangelsinu. Þar sér fjölskildan Aukanúmera-Bob og Bart óttast að hann reyni að sleppa og drepa hann. Í fangelsinu sýnir Bob fyrirmyndarhegðun og er í kirkjukór fangelsins. Séra Lovejoy er stolltur af Bob og vill að hann taki þátt í atvinnunámskeiði fanga og maðurinn sem ræður hann er bróðir hans Cecil Terwilliger. Bob er sleppt lausum þrátt fyrir mótmæli Bart, því öllum finnst að hann hafi breyst og Quimby bæjarstjóri segir að ástæður Bobs fyrir að vilja reyna drepa bæjarbúana hafi verið fullkomlega eðlilegar. Bob býr hjá bróður sínum og telur Cecil enn bitrann yfir því að Bob fékk að vera aðstoðarmaður Krustys. Cecil útvegar Bob vinnu sem byggingarstjóri nýju raforkustíflu Springfield. En Bob mislíkar að vinna með heimskum sveitalúðum og það að Bart reynir njósna um hann gerir Bob enn þá bitrari út í Springfield. Bart fær Lísu að hjálpa sér að leita að sönnunargögnum í ruslagámi Bobs en Bob kemur að þeim og afhendir Hómer og Marge þau. Bart ætlar enn ekki að gefast upp og að ráðum Lísu fara þau í skrifstofu Bobs við stífluna til að finna sönnunargögn. Þar finna þau ferðatösku fulla að peningum en Bob kemur að þeim. Bart og Lísa taka töskuna og flýja inn í stífluna. Bob eltir þau og króar þau af og biður þau að láta sig í friði því hann hefur ekki gert neitt af sér. Þau spyrja hann út í peningana en Bob segist aldrei hafa séð þá áður og sýnir börnunum hversu sterk stíflan er sem hann hefur verið að láta reisa brotnar innri steypan eins hrökkbrauð. Þau segja að þetta sé honum að kenna því hann hélt meirihluta fjármagnsins handa sjálfum sér. En Bob segist ekki hafa séð um fjármálin heldur Cecil. Allt í einu birtist Cecil með byssu og dínamít og segist hafi haldið aftur af fjármagninu til veikja stífluna og ætlar sér að sprengja stífluna og kenna Bob um. Hann tekur peningana og læsir þau inni. Bob tekst að finna leið út og fær börnin að treysta honum og hjálpa honum. Bart truflar Cecil á meðan Bob reynir að klipa á dínamítskveikþræðinum. Þegar Cecil er að reyna kljást við Bart, missir hann peningana í ána og kastar Bart niður líka. Bob stekkur á eftir Bart með dínamítið sem líflínu. En Cecil hyggst sprengja þá báða en Bob tekst að klippa á vírinn og þeir lenda á vinnupalli og komast upp heilir á húfi. Lögreglan kemur og Cecil játar, en Wiggum lögreglustjóri heimtar að láta handtaka Bob, þrátt fyrir að Lísa og Lou reyna að segja honum að Bob sé saklaus. Þættinum lýkur þar sem bræðurnir rífast um hvor á að hafa efri kojuna í fangaklefanum.

Höfundur: Ken Keeler

Leikstjóri: Pete Michaels

Gestaleikarar: Kelsey Grammer sem Aukanúmera-Bob og David Hyde Pierce sem Cecil

Simpsonfjölskyldan

Simpson-fjölskyldan (enska The Simpsons) eru bandarískir teiknimyndaþættir eftir Matt Groening. Þættirnir hófu feril sinn í sem stuttar teiknimyndir í Tracey Ullman-þáttunum 1987 en urðu að 22 mínútna löngum þáttum sem voru sýndir á Fox í Bandaríkjunum 1989. Þættirnir gera oft grín að bandarísku þjóðinni, sjálfum sér eða öðrum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Fjölskyldan samanstendur af bráða fjölskylduföðurnum Homer Jay Simpson, skynsömu móðurinni Marjorie (Marge) Simpson, prakkaranum Bartholomew (Bart) Jojo Simpson, hinni gáfuðu og feimnu Lisu Marie Simpson og kornabarninu Margret (Maggie) Simpson. Fjölskyldan býr að Evergreen Terrace 742 í Springfield.

Á Íslandi var Simpsonfjölskyldan fyrst sýnd í sjónvarpi 7. janúar árið 1991. Fyrstu árin voru þættirnir sýndir á RÚV, en árið 1998 tók Stöð 2 þá til sýninga og hafa þeir verið sýndir þar síðan.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.