Minho

Áin Minho er lengsta á Galíseu, Spáni eða 310 kílómetra löng.

Áin kallast Minho á portúgölsku en Miño á spænsku og koma bæði nöfnin frá latneska orðinu Minius. Minho er notuð til að vökva vínekrur og ræktarlönd, keyra orkuver og sem náttúruleg aðgreining milli Spánar og Portúgals á um 80 kílómetra svæði.

Uppspretta árinnar er um 50 kílómetra norður af Lugo í Galíseu.

Braga

Braga getur einnig átt við kvenmannsnafnið Brögu.Braga er borg í norðvesturhluta Portúgals, í Minho héraðinu. Þegar rómverjar réðu landinu var hún höfuborg Calaecia hérðasins og hét þá Bracara Augusta.

EuroFIR

EuroFIR (European Food Information Resource) er alþjóðleg sjálfseignarstofnun sem styður við notkun á upplýsingum um efnainnihald matvæla og öðrum gögnum með samstarfi og samræmingu þeirra,.

Markmið stofnunarinnar er þróun, umsýsla, útgáfa og hagnýting gagna um efnainnihald matvæla, og kynning á alþjóðlegu samstarfi og samræmingu með því að bæta gæði gagna og staðla ásamt því að auka leitarmöguleika í gagnagrunnum.

Landsvæðið milli Minho- og Douro-ánna

Landsvæðið milli Minho- og Douro ánna er sögufrægt landsvæði í Portúgal og er oft vísað í svæðið sem einfaldlega Minho. Á 19. og 20. öld var það eitt af sex óopinberum landsvæðum Portúgals. Þegar Portúgal var skipt niður í núverandi svæði árið 1936, var þessu sögufræga landsvæði skipt niður í tvo smærri hluta: Douro Litoral og Minho. Í dag nær landsvæðið til umdæmi borganna Braga, Porto, Viana do Castelo, auk hluta af Aveiro og Viseu.

Ourense

Ourense (spænska Orense ) er borg á norðvestur-Spáni í sjálfsstjórnarsvæðinu Galisíu og auk þess höfuðborg samnefnds héraðs. Íbúar eru um 107.000 (2014).

Nokkur fljót liggja í gegnum borgina: Miño (stærst fljótanna, skrifað Minho á portúgölsku), Barbaña, Loña og Barbañica. Ponte Vella er þekkt rómversk brú yfir Miño. Ourense er einnig þekkt fyrir dómkirkjuna sína og jarðhita.

Portúgal

Lýðveldið Portúgal (portúgalska: República Portuguesa), er land í Suðvestur-Evrópu á vesturströnd Íberíuskagans. Portúgal á landamæri að Spáni og strönd þess liggur að Atlantshafi. Nokkrir eyjaklasar á Atlantshafi tilheyra einnig Portúgal, þeirra stærstir eru Azoreyjar og Madeira.

Sumir telja nafn landsins koma úr latínu, Portus Cale, sem þýðir falleg höfn en aðrir telja það koma frá aröbum, sem eitt sinn réðu landinu. Samkvæmt því er upphaflegt heiti landsins Portugalia, sem einfaldlega þýðir appelsína.

Á 15. og 16. öld var Portúgal efnahagslegt, stjórnmálalegt og menningarlegt stórveldi þegar yfirráðasvæði þess teygði sig um allan heiminn. Veldi þessu hnignaði hins vegar nokkuð hratt eftir að önnur nýlenduveldi komu til sögunnar.

Portúgal dagsins í dag á rætur sínar að rekja til byltingar árið 1974, þegar einræðisstjórn landsins var steypt af stóli. Frá því landið gekk í Evrópubandalagið (nú Evrópusambandið) árið 1986 hafa framfarir í landinu verið miklar, þrátt fyrir að það sé enn annað tveggja fátækustu landa í Vestur-Evrópu.

Vímara Peres

Vímara Peres (um 820 — 873) var kristinn stríðsherra á vesturströnd Íberíuskagans. Hann var lénsmaður Léon konungs sem sendi hann til að endurheimta lönd frá márum á vesturströnd Galíseu á milli ánna Minho og Douro. Meðal þess landssvæðis sem hann náði var borgin Portus Cale, síðar nefnd Porto og sem landið Portúgal dregur nafn sitt af. Auk Portó náði Peres borginni Vimaranis úr höndum mára en sú borg er í dag nefnd Guimarães og álíta Portúgalar að vagga siðmenningar þeirra liggi þar.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.