Miðsteinöld

Miðsteinöld er hugtak sem notað er í fornleifafræði yfir fornmenningu sem lendir á milli fornsteinaldar og nýsteinaldar. Upphaflega náði það yfir minjar í Norðvestur-Evrópu sem voru frá því eftir lok pleistósentímabilsins en fyrir landbúnaðarbyltinguna frá því fyrir um 10-5.000 árum en hugtakið er líka notað um minjar frá Mið-Austurlöndum frá því fyrir um 20-9.500 árum.

Lepenski Vir (2)
Miðsteinaldarbyggðin Lepenski Vir í Serbíu.
Hundur

Hundur (fræðiheiti: canis lupus familiaris) er spendýr í ættbálki rándýra af hundaætt og ættkvísl hunda. Hugtakið er notað jafnt um vilt og tamin afbrigði en venjulega ekki um úlfa sem þó teljast undirtegund sömu dýrategundar.

Hundar eru til í fjölda afbrigða og getur verið mikill útlits- og jafnvel skapgerðarmunur frá einu afbrigði til annars. Þeir eru haldnir jafnt sem gæludýr og vinnudýr.

Mön

Mön getur líka átt við dönsku eyjuna Mön. Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.Mön er eyja í Írlandshafi í miðjum Bretlandseyjaklasanum. Hún er í konungssambandi við Bretland en nýtur fullrar sjálfstjórnar varðandi flesta hluti og telst ekki vera hluti af Bretlandi. Löggjafarþing eyjunnar, Tynwald, hefur starfað óslitið frá því í kringum 978. Lávarður Manar er þjóðhöfðingi eyjarinnar en titillinn er hluti af titlum Bretadrottningar, Elísabetar 2. Landstjóri Manar fer með vald hennar á eyjunni en ríkisstjórn Bretlands fer með utanríkis- og varnarmál. Íbúar eyjarinnar eru nefndir Manverjar á íslensku.

Eyjan hefur verið byggð frá því fyrir 6500 f.Kr. Manverjar eru ein af sex þjóðum kelta og manska, sem er gelískt mál, kom fram á sjónarsviðið á 5. öld. Játvin af Norðymbralandi lagði eyjuna undir sig árið 627. Á 9. öld settust norrænir menn að á eyjunni. Mön varð síðan hluti af Konungsríki Manar og eyjanna sem náði yfir Suðureyjar og Mön. Magnús berfættur Noregskonungur bar þannig titilinn „konungur Manar og eyjanna“. Árið 1266 varð eyjan hluti af Skotlandi samkvæmt Perth-samningnum. Eftir tímabil þar sem ýmist Skotakonungar eða Englandskonungar fóru með völd á eyjunni varð hún lén undir ensku krúnunni árið 1399. Lávarðstitillinn gekk til bresku krúnunnar árið 1765 en eyjan varð þó aldrei hluti af Breska konungdæminu, heldur hélt sjálfstæði sem krúnunýlenda.

Á eyjunni búa rúmlega 80 þúsund manns. Manska dó út sem móðurmál á eyjunni um 1974 og nú tala hana aðeins um 100 manns. Eyjan er skattaskjól með fáa og lága skatta. Undirstaða efnahagslífs eyjarinnar eru aflandsbankaþjónusta, iðnaður og ferðaþjónusta.

Perth (Skotlandi)

Perth (skosk gelíska: Peairt) er borg í miðju Skotlandi á bakka Tay-ár. Íbúar Perth eru um það bil 47.180. Á seinni hluta miðalda kallaðist Perth St John's Toun eða Saint Johnstoun en þetta nafn er ekki lengur í daglegri notkun.

Byggð hefur verið í Perth frá forsögulegum tíma. Hún liggur á hæð fyrir ofan flæðiland Tay-ár á svæði þar sem hægt er að fara yfir ána á fjöru. Svæðið í kringum borgina hefur verið byggt af veiðimönnum og söfnurum frá miðsteinöld. Nálægt borginni hafa mannvirki úr steini frá nýsteinöld fundist.

Perth var einu sinni höfuðborg Skotlands. Vilhjálmur ljón veiddi Perth stöðu konunglegrar borgar á 12. öld. Perth varð svo að einni ríkustu borga Skotlands og mikil viðskipti voru við Frakkland, Niðurlönd og Eystrasaltslönd. Skoska siðaskiptin voru mikilvægur þáttur í sögu borgarinnar. Við setningu Sáttarlaganna 1701 gerðu Jakobítar uppreisnir í Perth. Jakobítar hertóku borgina þrisvar (árin 1689, 1715 og 1745).

Skólinn Perth Academy var stofnaður árið 1760 og var þetta kveikurinn að iðnaðaruppsveiflu í borginni. Hún varð miðstöð fyrir framleiðslu á höri, leðri, bleikiefni og viskíi. Við byggingu lestarstöðvarinnar árið 1848 varð Perth mikilvæg skiptistöð í járnbrautakerfinu. Í dag er Perth mikilvæg miðstöð verslunar og þjónustu fyrir aðliggjandi svæði. Frá samdrætti vískiframleiðslu í borginni hafa bankar og tryggingarfélög verið áberandi í efnahagi Perth.

Borgirnar Perth í Ástralíu og Perth í Kanada eru báðar nefndar eftir Perth í Skotlandi.

Saga Englands

Um ritið eftir David Hume, sjá Saga Englands (Hume).

Saga Englands hefst með komu manna fyrir nokkrum þúsundum ára síðan. Neanderdalsmenn náðu því svæði sem nú er kallað England, innan Bretlands, fyrir 230.000 árum síðan. Þar hófst látlaus mannabúseta fyrir 12.000 árum síðan, undir lok síðustu ísaldar. Á svæðinu eru fjölmargar leifar frá miðsteinöld, nýsteinöld og bronsöld, eins og Stonehenge og Avebury. Á járnöld bjuggu þeir Keltar sem kallaðir eru Fornbretar í Englandi, eins og í öllum hlutum Stóra-Bretlands suðan við Firth of Forth í Skotlandi. En þar bjuggu líka nokkrir ættflokkar frá Gallíu. Árið 43 e.Kr. hófust landvinningar Rómverja á Bretlandi og héldu Rómverjar stjórn héraðsins Brittaníu fram á 5. öld.

Fráhvarf Rómverja úr landinu gerði innrás Engilsaxa mögulega og er hún oft talin vera uppruni landsins England og Englendinga. Engilsaxar voru hópur ýmissa Germana sem stofnuðu nokkur konungsríki sem urðu mikilvæg veldi á svæðinu þar sem nú eru England og suðurhlutar Skotlands. Tungumál þeirra var fornenska, en hún útrýmdi fyrra tungumáli Keltanna, bresku. Engilsaxar börðust við ríki í Wales, Cornwall og Hen Ogledd („gamla norðrið“, þeir landshlutar í Norður-Englandi og Skotlandi þar sem töluð voru brýþonsk tungumál) og börðust einnig sín á milli. Víkingar gerðu margar árásir á Englandi eftir árið 800 e.Kr. og fornnorrænir menn tóku stjórn á stórum hluta þessa svæðis. Á þessu tímabili reyndu nokkrir stjórnendur að sameina ýmis engilsaxnesku konungsríkjanna. Það varð til þess að konungsríkið England myndaðist fyrir 10. öldina.

Árið 1066 sigruðu og unnu Normannar land á Englandi. Það voru mörg borgarastríð og orrustur við önnur lönd á miðöldum. Á endurreisninni var England undir stjórn Túdor-ættarinnar. England sigraði Wales á 12. öldinni og þá sameinuðust England og Skotlandi á 18. öldinni og mynduðu konungsríkið Stóra-Bretland. Á eftir Iðnbyltinguna stjórnaði Bretland stóru heimsveldi um allan heim, sem var það stærsta í heimi. Mörg lönd í heimsveildinu urðu sjálfstæð undan Bretlandi á 20. öldinni en það hafði mikil áhrif á menningu þeirra og leyfir enn áhrifunum.

Saga Evrópu

Saga Evrópu er saga þess fólks sem byggt hefur álfuna Evrópu frá forsögulegum tíma til okkar daga.

Saga Ítalíu

Saga Ítalíu er saga þess fólks sem byggt hefur Appennínaskagann sunnan Alpafjalla frá örófi alda, þótt nútímaríkið Ítalía hafi fyrst orðið til þegar flestöll ríkin á skaganum sameinuðust í eitt konungsríki árið 1861. Saga Ítalíu er því saga þess svæðis sem kallað hefur verið Ítalía frá því í fornöld og sem byggt hefur verið ýmsum þjóðum með ólíka menningu og tungumál, þótt saga þeirra sé að meira eða minna leyti samtvinnuð. Lengst af skiptist þetta svæði milli nokkurra ríkja sem ýmist voru sjálfstæð eða undir yfirráðum stærri ríkja.

Á ýmsum tímum hefur saga Ítalíu haft mikil áhrif á sögu Evrópu og heimsins alls. Þar var miðja Rómaveldis sem þandist langt út fyrir Appennínaskagann á síðustu öldunum fyrir Krists burð, allt þar til Vestrómverska ríkið leystist upp vegna árása Germana á 5. öld, og þar hefur miðstöð kristinnar kirkju og síðar kaþólskrar trúar verið frá því á 2. öld til dagsins í dag. Á Ítalíu kom ítalska endurreisnin upp á 14. öld sem markar skil milli miðalda og nýaldar í sögu Evrópu.

Skíð

Skíð eða Skye á ensku (gelíska: An t-Eilean Sgitheanach eða Eilean a' Cheò) er stærst og nyrst af stóru eyjunum í eyjaklasanum Suðureyjum á Skotlandi. Eyjan er 1.656 km² að stærð. Margir skagar eru á eyjunni sem liggja út frá fjöllóttri miðju hennar. Enda þótt talið hafi verið að gelískt heiti eyjunnar lýsi þessu formi er þó deilt um uppruna þess.

Skíð hefur verið byggð frá miðsteinöld og um aldir stjórnuðu fornnorrænir menn eyjunni. Vegna atburða á 19. öld fækkaði íbúum mjög en í dag eru þeir 9.232. Mannfjöldinn hefur aukist um 4% frá manntali ársins 1991. Þessi íbúafjölgun er ólík þróuninni á öðrum skoskum eyjum. Stærsti bærinn á eyjunni er Portree sem er vel þekktur vegna fagurrar hafnar sinnar. Höfuðatvinnugreinar eyjunnar eru ferðaþjónusta, landbúnaður, fiskveiði og viskíeiming. Um það bil 30% íbúa eyjunnar tala gelísku.

Skíð er tengd við meginlandið með brú og sér Highland Council um rekstur hennar. Eyjan er þekkt fyrir fagurt landslag, líflega menningu og söguslóðir og mikið dýralíf eins og gullörn, krónhjört og lax.

Árið 2017 þótti heimamönnum ferðamannafjöldi kominn að þolmörkum.

Srí Lanka

Alþýðulýðveldið Srí Lanka (sinhala: ශ්රී ලංකා; tamílska: இலங்கை), áður þekkt sem Seylon til 1972, er eyríki út af suðausturströnd Indlandsskaga. Einungis 50 km breitt sund, Palksund, skilur eyjuna frá Indlandi í norðvestri en 750 km suðvestar eru Maldíveyjar.

Fornminjar benda til þess að menn hafi sest að á Srí Lanka á fornsteinöld fyrir allt að 500.000 árum. Leifar af balangodamanninum (Homo sapiens balangodensis) eru frá miðsteinöld og eru taldar elstu leifar líffræðilegra nútímamanna í Suður-Asíu. Elsta vísunin til Srí Lanka í rituðum heimildum er í sagnakvæðinu Ramayana frá 5. eða 4. öld f.Kr. Hugsanlega voru elstu íbúar Srí Lanka forfeður veda sem nú eru lítill hópur frumbyggja á eyjunni. Á miðöldum varð Srí Lanka fyrir innrásun Chola-veldisins á Indlandi og síðan Kalinga Magha árið 1215 og eyjunni var skipt milli hinna ýmsu konungdæma. Portúgalir lögðu strandhéruð eyjarinnar undir sig á 17. öld en Hollendingar náðu þeim brátt af þeim. Í upphafi 19. aldar lögðu Bretar eyjuna undir sig. Srí Lanka lýsti yfir sjálfstæði frá Bretum árið 1948 en fljótlega settu átök milli sinhalamælandi meirihluta og tamílskumælandi minnihluta svip sinn á stjórnmál landsins þar til borgarastyrjöld braust loks út árið 1983 milli stjórnarinnar og Tamíltígra. Árið 2009, eftir mikið mannfall, tókst stjórnarhernum að sigra Tamíltígra.

Helstu undirstöður efnahags Srí Lanka eru ferðaþjónusta, fataframleiðsla og landbúnaður. Landið hefur lengi verið þekkt fyrir framleiðslu á kanil, hrágúmmíi og tei. Íbúar eru um 20 milljónir og þar af búa tæplega fimm milljónir í stærstu borginni, Colombo. Höfuðborgin, Sri Jayawardenepura Kotte, er úthverfi í Colombo. Um 75% íbúa tilheyra meirihluta Sinhala. Flestir Sinhalar eru búddistar en Tamílar eru flestir hindúatrúar. Srílankískir márar eru tamílskumælandi íbúar sem aðhyllast íslam. Fyrir borgarastyrjöldina voru Tamílar í meirihluta í norðurhéruðum eyjarinnar og meðfram austurströndinni. Höfuðstaður norðurhéraðsins, Jaffna, var auk þess önnur stærsta borg landsins.

Steinöld

Steinöld er forsögulegt tímabil og fyrsta tímabilið í þróun mannsins þegar hann tekur að nota tinnu til að gera sér eld og verkfæri. Steinöld skiptist í fornsteinöld (fyrir ~1.4 milljón – 22.000 árum), miðsteinöld (fyrir ~22.000 – 12.000 árum) og nýsteinöld (fyrir ~12.000 – 3.300 árum).

Á steinöld breiddist mannkynið út frá Afríku. Steinöld vísar til þess að þá tóku menn að búa til áhöld úr tilhöggnum steini og henni lauk þegar menn tóku að bræða málmgrýti til að búa til málma en þá hófst bronsöld. Um sama leyti átti landbúnaðarbyltingin sér stað með því að samfélög manna tóku að byggja afkomu sína fyrst og fremst á landbúnaði í stað veiða og söfnunar.

Suðureyjar

Suðureyjar (skosk gelíska: Innse Gall, enska: Hebrides) eru stór eyjaklasi við vesturströnd Skotlands. Eyjarnar skiptast í tvo meginhópa, Innri Suðureyjar og Ytri Suðureyjar. Á milli þeirra er Skotlandsfjörður (skosk gelíska: An Cuan Sgitheanach, enska: The Minch). Byggð á eyjunum nær frá miðsteinöld til okkar daga og hafa íbúarnir verið af ýmsu bergi brotnir, meðal annars gelískumælandi, norrænumælandi og enskumælandi. Þessi fjölbreytni sést af nöfnum eyjanna sem eru úr ýmsum málum sem þar hafa verið töluð. Saman kallast eyjarnar Suðureyjar á norrænum málum til aðgreiningar frá Norðureyjum; Orkneyjum og Hjaltlandseyjum.

Mikið af gelískum bókmenntum og gelískri tónlist í Skotlandi kemur frá eyjunum. Í dag byggist efnahagur eyjanna aðallega á kotbúskap, fiskveiðum, ferðaþjónustu, olíuiðnaði og endurnýjanlegri orku. Í eyjunum eru sums staðar stórir hlutar af stofnum ýmissa sela og sjófugla á Bretlandseyjum.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.