Menning

Menning er sú heild þekkingar samfélags svo sem trú, siðir, saga og tungumál. Margar mismunandi skilgreiningar eru til á menningu. Menning hefur einnig verið skilgreind sem „lífsmynstur heilla samfélaga“[1]. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur einnig lagt til að menning sé skilgreind sem:

„... samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast til menningar, en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir.“[2]

Initiation ritual of boys in Malawi
Manndómsvígsluathöfn Yao fólksins í Malawi í Afríku.
AnnapolisGraduation
Útskriftarathöfn herskóla bandaríska sjóhersins, í Maryland.

Heimildir

  1. Jary, D. and J. Jary. 1991. The HarperCollins Dictionary of Sociology, p. 101.
  2. UNESCO. 2002. Universal Declaration on Cultural Diversity.
Birmingham

Birmingham (borið fram [/ˈbɝmɪŋəm/] eða [/ˈbɝːmɪŋɡəm/] af íbúum borgarinnar) er borg í Vestur-Miðhéruðum á Englandi. Hún er önnur fjölmennasta borg á Bretlandi og er fjölmennasta borgin í English Core Cities-hópnum. Þar bjuggu rúmlega 1,1 milljón manns árið 2017 en með nágrannabyggðum er stórborgarsvæðið með um 4,3 milljónir. Í þessu þéttbýli eru nokkrar aðrar borgir, þ.e. Solihull, Wolverhampton og borgirnar í Black Country.

Meðan á Iðnbyltinginni stóð var borgin orðlægð fyrir auðæfi sín. Hún var þekkt undir nöfnunum „verkstæði heimsins“ og „borg þúsund starfsgreina“. Borgin varð fyrir miklum skemmdum í sprengjuárásum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld (Birmingham Blitz). Eftir heimsstyrjöldina varð mikil uppbygging í borginni og fjöldi innflytjenda frá Breska samveldinu komu þangað. Birmingham hefur nú þróast í viðskiptamiðstöð á landsvísu.

Borgarbúar eru kallaðir Brummies.

Brasilía

Brasilía (portúgalska: Brasil), opinberlega Sambandslýðveldið Brasilía (portúgalska: República Federativa do Brasil) er stærsta og fjölmennasta land Suður-Ameríku og hið fimmta stærsta í heiminum bæði að flatarmáli og fólksfjölda. Landið er 8.514.877 km² að flatamáli og teygir sig frá ströndum Atlantshafsins að rótum Andesfjalla og innan landamæra þess er megnið af Amasónregnskóginum, stærsta regnskógi heims, en einnig víðáttumikil landbúnaðarsvæði. Strandlína Brasilíu er 7367 km löng.

England

England (borið fram /ˈɪŋglənd/ á ensku) er land sem er hluti af Bretlandi. Ábúendur þess eru yfir 83% af íbúum Bretlands. England á landamæri við Skotland í norðri, Wales í vestri og annarsstaðar móta Norðursjór, Írlandshaf, Keltahaf, Bristol-sund og Ermarsund landamæri þess. Höfuðborg landsins er London sem er stærsta þéttbýli Bretlands.

England varð að sameinuðu ríki árið 927 og dregur nafn sitt af „Englum“ sem var germanskur ættflokkur sem settist að á 5. og 6. öld. England hefur haft veruleg menningarleg og lögfræðileg áhrif á umheiminn og er einnig upphafsstaður enskra tungu.

Evrópa

Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.

Evrópa eða Norðurálfa er ein af sjö heimsálfum jarðarinnar. Frekar mætti kannski kalla álfuna menningarsvæði heldur en ákveðna staðháttafræðilega heild, sem leiðir til ágreinings um landamæri hennar. Evrópa er, sem heimsálfa, á miklum skaga vestur úr Asíu (Evrópuskaganum) og myndar með henni Evrasíu.

Landamæri Evrópu eru náttúruleg að mestu leyti. Þau liggja um Norður-Íshaf í norðri, Atlantshaf í vestri (að Íslandi meðtöldu), um Miðjarðarhaf, Dardanellasund og Bospórussund í suðri og eru svo yfirleitt talin liggja um Úralfjöll í austri. Flestir telja Kákasusfjöll einnig afmarka Evrópu í suðri og Kaspíahaf í suðaustri.

Evrópa er næstminnsta heimsálfan að flatarmáli, en hún er um 10.180.000 ferkílómetrar eða 2,0 % af yfirborði jarðarinnar. Hvað varðar íbúafjölda er Evrópa þriðja fjölmennasta heimsálfan, á eftir Asíu og Afríku. Í henni búa fleiri en 740.000.000 manna (2011). Það eru 12 % af íbúafjölda heimsins.

Evrópusambandið (ESB) er stærsta stjórnmálalega og efnahagslega eining álfunnar en því tilheyra 27 aðildarríki. Næststærsta einingin er Rússland.

Frakkland

Frakkland eða Lýðveldið Frakkland, (franska République française eða France) er land í Vestur-Evrópu sem nær frá Miðjarðarhafi í suðri að Ermarsundi í norðri og frá Rín í austri að Atlantshafi í vestri. Vegna lögunar landsins gengur það oft undir heitinu „sexhyrningurinn“ (fr. Hexagone) hjá Frökkum sjálfum. Í Evrópu á Frakkland landamæri að Belgíu, Lúxemborg, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Mónakó, Spáni og Andorra, en handanhafssýslur þess í öðrum heimsálfum eiga landamæri að Brasilíu, Súrínam og Hollensku Antillaeyjum. Landið tengist Bretlandseyjum gegnum Ermarsundsgöngin.

Frakkland er meðal aðildarríkja Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins og á fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Myndlist

Myndlist er samheiti yfir þær fjölmörgu og fjölbreyttu listgreinar sem byggjast fyrst og fremst á sjónrænni framsetningu. Hefðbundnar greinar myndlistar eru málaralist, teikning, prentlist og höggmyndalist. Nýjar listgreinar eins og klippimyndir, innsetningar, gjörningalist, tölvulist og vídeólist teljast til myndlistar og graff er stundum talið til myndlistar. Myndlist telst til sjónlista, ásamt kvikmyndagerð, ljósmyndun, byggingarlist og nytjalist á borð við iðnhönnun, grafíska hönnun, fatahönnun, innanhússarkitektúr og skreytilist.

Myndlist er aðgreind frá sviðslistum, orðlistum, tónlist og matargerðarlist, þótt skilin séu langt frá því að vera skýr.

Mál og menning

Mál og menning er útgáfufélag og bókaforlag sem var stofnað árið 1937. Verk margra þjóðþekktra íslenskra rithöfunda hafa verið gefin út af forlaginu. Þar á meðal má nefna Þórberg Þórðarson, Jóhannes úr Kötlum, Svövu Jakobsdóttur, Þórarin Eldjárn, Einar Kárason og marga aðra.

Pólland

Pólland (pólska Polska), að fullu nafni Lýðveldið Pólland (pólska Rzeczpospolita Polska, kassúbíska Pòlskô Repùblika, silesíska Polsko Republika), er land í Evrópu. Það á landamæri að Þýskalandi í vestri, Tékklandi og Slóvakíu í suðri, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Litháen í austri og Rússlandi í norðri. Landið á strönd að Eystrasalti og renna þar árnar Odra og Visla í sjó. Pólland er 312.679 ferkílómetrar að flatarmáli og er það níunda stærsta land Evrópu. Íbúar landsins eru rúmlega 38 milljónir og er það sjötta fjölmennasta ríki Evrópusambandsins.

Reykjavík

Reykjavík er höfuðborg Íslands, fjölmennasta sveitarfélag landsins og eina borgin. Þannig er Reykjavík efnahagsleg, menningarleg og stjórnmálaleg þungamiðja landsins. Tæplega 131.000 manns búa í Reykjavík (2019) , þar af eru um 11% innflytjendur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru yfir 220 þúsund í sjö sveitarfélögum. Opinbert heiti sveitarfélagsins Reykjavíkur er Reykjavíkurborg.Ingólfur Arnarson, sem er í Landnámabók sagður vera fyrsti landnámsmaður Íslands, settist að á Íslandi árið 870, að því talið er, og bjó sér ból og nefndi Reykja(r)vík, þar sem borgin stendur nú. Nýlegir fornleifafundir í miðborg Reykjavíkur, einkum í Aðalstræti, Suðurgötu og Kirkjustræti benda til þess sama, og hafa fundist mannvistarleifar allt frá um 870. Sagan segir að Ingólfur hafi gefið bæ sínum nafnið vegna reykjarstróka sem ruku úr hverum í grenndinni.

Rómaveldi

Rómaveldi eða rómverska heimsveldið var ríki og menningarsvæði í kringum Miðjarðarhaf og í Vestur-Evrópu sem var stjórnað frá Rómarborg. Samkvæmt fornri trú var Róm stofnuð árið 753 f.Kr. Um miðja 4. öld f.Kr. hófst útþensla ríkisins sem varð um síðir að heimsveldi. Rómaveldi stóð öldum saman en venja er að miða endalok Rómaveldis við árið 476 e.Kr. (þegar síðasta keisaranum í Róm var steypt af stóli). Eftir það lifði þó austrómverska keisaradæmið, sem klofið hafði verið frá því vestrómverska árið 364 og var stjórnað frá Konstantínópel. Sögu rómverska heimsveldisins má skipta í þrjú tímabil: rómverska konungdæmið, rómverska lýðveldið og rómverska keisaradæmið. Það var ekki fyrr en seint á lýðveldistímanum og á tíma keisaradæmisins sem yfirráðarsvæði Rómar fór að færast út fyrir Appennínaskagann.Rómversk menning hafði mikla sögulega endurómum á Vesturlöndum í þróun á sviði laga, stríðs, tækni, bókmennta, listar og byggingarlistar.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes er nes á suð-vesturhluta Íslands, sunnan Kollafjarðar. Yst á nesinu er sveitarfélagið Seltjarnarnesbær, sem er minnsta sveitarfélag Íslands að flatarmáli.

Siglufjörður

Siglufjörður er bær sem stendur við samnefndan fjörð á mið-Norðurlandi nyrst á Tröllaskaga. Siglufjörður var áður sjálfstætt bæjarfélag en er nú ásamt Ólafsfirði hluti af sveitarfélaginu Fjallabyggð. Íbúar eru rúm 1200.

Spánn

Spánn (spænska: España; katalónska Espanya; baskneska Espainia) er konungsríki á Íberíuskaga í Suðvestur-Evrópu. Hið opinbera heiti landsins er Konungsríkið Spánn (Reino de España). Lönd sem liggja að Spáni eru Portúgal að vestan og Frakkland að austan. Auk þess er örríkið Andorra í Pýreneafjöllum á landamærum Spánar og Frakklands. Syðst á Spáni er kletturinn Gíbraltar, sem er lítið landsvæði undir yfirráðum Breta. Að norðaustan liggur Biskajaflói að Spáni, Atlantshafið að suðvestan og að sunnan er Gíbraltarsund og svo Miðjarðarhafið að suðaustan og austan. Syðsti oddi Spánar er jafnframt syðsti oddi meginlands Evrópu. Spáni tilheyra Baleareyjar í Miðjarðarhafi (Majorka, Menorka og Íbísa), Kanaríeyjar í Atlantshafi og útlendurnar Ceuta og Melilla í Norður-Afríku.

Spánn er rúmlega 505 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli eða um það bil fimm sinnum stærra en Ísland. Á Spáni búa um 46 milljónir manna. Stærstu borgir Spánar eru höfuðborgin, Madrid og Barcelona. Í Madríd búa um 5,5 milljónir manna og tæpar fimm milljónir í Barselóna. Spánn er fornfrægt menningarríki. Arabar og Berbar lögðu hluta af Spáni undir sig á miðöldum og voru þar kallaðir Márar. Miklar minjar eru um dvöl þeirra á Spáni, meðal annars Alhambrahöllin. Barselóna þykir mjög athyglisverð fyrir nútímabyggingarlist og ber þar helst að nefna Antoni Gaudí en byggingar hans eru víða í borginni.

Spánn var einræðisríki undir stjórn Franciscos Franco einræðisherra frá 1939 til 1975. Jóhann Karl 1. var konungur Spánar frá 1975 til 2014. Núverandi konungur er Filippus 6.

Vísindagrein

Vísindagrein eða fræðigrein er fag sem rannsakar og athugar fyrirbæri. Þeir sem leggja stund á vísindi sérhæfa sig oftast í einhverjum af undirgreinum vísindanna.

Fögin stiggreinast út frá ýmsum yfirgreinum á mismunandi hátt:

Viðfangsefni:

félagsvísindi (félagslíf og atferli)

Mannleg fræði (menning og saga)

náttúruvísindi (fyrirbæri í náttúrunni)Aðferðafræði:

Raunvísindi ** (leit að þekkingu með raunprófunum)

Rökvísindi eða hugvísindi* (huglægar rannsóknir: rökfræði og stærðfræði)*Á við það sem kallast „formleg“ fræði á ensku. **Orðið raunvísindi er stundum notað sem samheiti náttúruvísinda. Það byggir á þeirri almennu ályktun að reynslan gefi okkur betri mynd af náttúrunni en hún hafi lítið að gera með félagslíf okkar og sögu. Einnig hefur maðurinn tilhneigingu til að aðgreina sig frá náttúrunni. Flestar greinar vísindanna eru svokallaðar hefðbunar greinar þar sem tekið er fyrir ákveðið viðfangsefni og sérhæft sig í því, svokölluð inhverf vísindi, saga og landfræði eru aftur á móti úthverf þar sem þau fá að láni úr öllum vísindagreinunum og fjalla um það annarsvegar út frá tíma og hinsvegar úr frá stað eða rými

Ástralía

Ástralía eða Samveldið Ástralía (enska Commonwealth of Australia eða Australia) er land í heimsálfunni Eyjaálfu, sem einnig heitir Ástralía. Ástralía er eina ríki heims sem nær yfir heilt meginland. Landið er í Breska samveldinu og er drottning Bretlands, jafnframt drottning Ástralíu. Ástralía skiptist í sex fylki og tvö svæði, hvert með sína höfuðborg. Fjölmennasta borg Ástralíu er Sydney.

Ísland

Ísland er eyríki í Norður-Atlantshafi á milli Grænlands, Færeyja og Noregs. Ísland er um 103.000 km² að stærð, næststærsta eyja Evrópu á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa um 360.000 manns.

Landnámabók segir frá hvernig landnám Íslands hófst kringum árið 874 þegar Ingólfur Arnarson nam hér land, þó aðrir hefðu áður dvalið tímabundið á landinu. Á næstu áratugum og öldum flutti fjöldi fólks til Íslands á tímabili sem nefnt er landnámsöld. Ísland komst með Gamla sáttmála undir vald Noregs árið 1262 og var undir stjórn Norðmanna og Dana til ársins 1918, þegar það hlaut fullveldi. Danska ríkið fór þó með utanríkismál og landhelgisgæslu fyrir hönd Íslands og löndin höfðu sameiginlegan konung þar til lýðveldi var stofnað á Íslandi 1944.

Á síðari hluta 20. aldar jókst þjóðarframleiðsla Íslendinga til muna og innviðir og velferðarkerfi landsins efldust. Árið 2007 var Ísland þróaðasta land heims samkvæmt vísitölu SÞ um þróun lífsgæða, en árið 2008 hófst efnahagskreppan á Íslandi 2008–2011. Ísland er meðlimur í SÞ, EFTA, NATO og EES.

Ítalía

„Ítalía“ getur einnig átt við veitingastaðinn Ítalíu.Ítalía eða Lýðveldið Ítalía er land í Suður-Evrópu. Landið liggur aðallega á Appenínaskaga sem gengur til suðausturs út í Miðjarðarhafið og minnir í lögun dálítið á stígvél. Að norðan nær landið allt upp í Alpafjöll. Lönd sem liggja að Ítalíu eru Frakkland, Sviss, Austurríki og Slóvenía. Einnig umlykur Ítalía tvö sjálfstæð ríki, San Marínó (sem er nálægt austurströndinni og Rímíní) og Vatíkanið eða Páfagarð, sem er hluti af Róm. Rómaborg er höfuðborgin og stærsta borgin. Hún er ein af söguríkustu og merkustu borgum Evrópu og er stundum kölluð „borgin eilífa“. Aðrar stórar borgir eru til dæmis Mílanó, Flórens, Genúa, Tórínó, Feneyjar, Veróna, Bologna, Rímíní, Napólí og Palermó. Gjaldmiðillinn er evra síðan 2002 en var áður líra. Íbúar eru um 61 milljónir og landið er þrisvar sinnum stærra en Ísland.

Íþrótt

Íþrótt er líkamleg æfing eða keppni sem fer fram samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum. Fólk stundar íþróttir af ýmsum ástæðum, til að sigra í keppni, til að ná besta árangri, til að halda sér í góðu líkamlegu og andlegu formi eða einfaldlega ánægjunnar vegna. Íþróttir eru flokkaðar á ýmsan hátt, til dæmis í einstaklingsíþróttir og hópíþróttir, keppnisíþróttir og almenningsíþróttir. Íþróttir hafa verið stundaðar í einhverri mynd af mönnum frá alda öðli.

Ósló

Ósló er höfuðborg Noregs. Þar bjuggu rúmlega 673 þúsund íbúar árið 2018 en rúm milljón á stórborgarsvæðinu. Fylkið, sveitarfélagið og bærinn heita öll Ósló. Borgin er vinabær Reykjavíkur. Borgarstjóri er Marianne Borgen sem situr fyrir sósíalíska vinstriflokkinn. Fylkið Ósló er það fjölmennasta í landinu og er staðsett í landshlutanum Austurland.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.