Krítartímabilið

Krítartímabilið er jarðsögulegt tímabil sem nær frá lokum júratímabilsins fyrir um 146 milljónum ára til upphafs tertíertímabilsins fyrir 65,5 milljónum ára. Í lok krítartímabilsins lauk einnig miðlífsöld og nýlífsöld tók við.

Eins og með flest jarðsöguleg tímabil eru jarðlögin sem marka upphaf og endi krítartímabilsins vel skilgreind en raunaldur er ónákvæmur sem svarar nokkrum milljónum ára. Enginn meiriháttar fjöldaútdauði eða þróunarblossi lífvera skilur krít frá júra. Hinsvegar marka skilin á milli krítar og tertíertímabilsins einn mesta fjöldaútdauða jarðsögunnar, en þar finnst jarðlag, mjög ríkt af frumefninu iridín sem er talið vera tengt Chicxulub-loftsteinagígnum í Yucatan og Mexíkóflóa. Iridínlagið hefur verið aldursgreint sem 65,5 milljón ára gamalt. Árekstur loftsteins við Jörðina á þessum tíma er því almennt talin vera orsökin fyrir fjöldaútdauðanum á mörkum krítar og tertíer og hafa þessi skil í jarðsögunni verið ítarlega rannsökuð.

Nafngiftin „krít“ kemur frá yfirgripsmiklum krítarlögum (kalsíumkarbónatlög úr skeljum hryggleysingja í sjó) á Bretlandi og á aðliggjandi meginlandi Evrópu.

The fossils from Cretaceous age found in Lebanon
Steingervingar frá krítartímabilinu

Fornlandafræði krítartímabilsins

Á krítartímabilinu brotnaði risameginlandið Pangea endanlega upp í þau meginlönd sem nú umlykja Jörðina, þrátt fyrir að þá hafi lega þeirra verið talsvert frábrugðin legu þeirra í dag. Þegar Atlantshafið breikkaði og Suður-Ameríku rak í vestur, brotnaði Gondwana upp þegar Suðurskautslandið og Ástralía skildust frá Afríku (Indland og Madagaskar mynduðu þó ennþá eina heild). Þessi mikla höggun lands myndaði mikla fjallgarða neðansjávar sem leiddi til hækkaðrar sjávarstöðu á allri Jörðinni. Norðan við Afríku hélt Tethys-hafið áfram að minnka. Innan meginlandanna óx víðfeðmt en grunnt haf yfir miðja Norður Ameríku en tók síðar að dragast saman og skildi eftir sig þykk sjávarsetlög á milli kolalaga.

Aðrar mikilvægar opnur í jarðlög frá krítartímabilinu, finnast í Evrópu og Kína. Á því svæði þar sem nú er Indland, hlóðust upp mikil basalthraunlög, Deccan-flæðibasaltið. Hraunlögin mynduðust á síðkrít og snemma á paleósen. Loftslag á krítartímabilinu var hlýtt og engan varanlegan ís var að finna á pólsvæðunum.

Tengt efni

Tenglar

Krít

Krít getur átt við:

Efnið Krít

Eyjuna Krít

Krítartímabilið

Paleógentímabilið

Paleógentímabilið eða forna tímabilið er jarðsögulegt tímabil sem hófst fyrir 65,5 milljónum ára og lauk fyrir 23,03 milljónum ára. Það nær yfir fyrsta hluta nýlífsaldar og markast upphaf þess af fjöldaútdauða jurta og dýra, meðal annars risaeðlanna, sem batt endi á krítartímabilið.

Paleógentímabilið einkenndist af þróun spendýra sem urðu stærri og ríkjandi tegundir. Fuglar þróuðust líka í tegundir sem líkjast nútímafuglum. Loftslag kólnaði og innhöf hurfu frá Norður-Ameríku.

Paleógentímabilið skiptist í paleósentímabilið, eósentímabilið og ólígósentímabilið.

Pokadýr

Pokadýr (fræðiheiti: Marsupialia) eru dýr af frumstæðum ættbálki spendýra. Pokadýr eru flest með poka undir kviðnum og bera unga sína þar í uns þeir eru orðnir fullburða (sbr. t.d. kengúrur). Ástralía er helsta heimkynni pokadýranna, ásamt Nýju Gíneu. Í lok krítar og byrjun tertíer voru pokadýr aftur á móti algeng á öllum meginlöndum.

Í Norður-Ameríku finnst aðeins ein tegund af þessum ættbálki svonefnd pokarotta.

Slöngur

Slöngur, snákar eða ormar (fræðiheiti: Serpentes) eru fótalaus skriðdýr með misheitt blóð. Þær eru náskyldar eðlum og til eru nokkrar tegundir fótalausra eðla sem á yfirborðinu líkjast slöngum.

Síðkrítartímabilið

Síðkrítartímabilið er jarðsögulegt tímabil sem nær yfir síðari helming krítartímabilsins eða frá því fyrir um 99,6 milljónum ára (± 0,9 m.á.) til fyrir um 65,5 milljónum ára (± 0,3 m.á.). Á þessum tíma greindust margar nýjar tegundir risaeðla og fuglar urðu fjölbreyttari og útbreiddari. Nútíma háfiskar komu fyrst fram á sjónarsviðið.

Árkrítartímabilið

Árkrítartímabilið er fyrri hluti krítartímabilsins og er venjulega sagt hefjast fyrir 146 milljónum ára og ljúka fyrir 100 milljónum ára. Á þessum tíma komu margar nýjar tegundir risaeðla fram, auk dulfrævinga og eiginlegra fylgjudýra.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.