Konungsríki

Konungsríki eða konungdæmi er ríki þar sem þjóðhöfðinginn er konungur eða drottning. Venjulega er konungurinn valinn úr tiltekinni konungsætt þar sem titillinn gengur til þess næsta í tiltekinni erfðaröð. Konungurinn heldur stöðu sinni oftast ævilangt nema eitthvað sérstakt komi til.

Nú eru 32 einstaklingar sem fara með konungsvald í 46 löndum heims. Sextán samveldislönd heyra undir Elísabetu 2. Bretadrottningu.

World Monarchies
     Þingræði þar sem tign valdalausra eða -lítilla þjóðhöfðingja erfist*      Breska samveldið      Þingræði þar sem tign þjóðhöfðingja með töluverð völd erfist*      Einveldi      Konungdæmi í einstökum fylkjum * Á fáeinum stöðum er þjóðhöfðingi kosinn úr hópi fjölskyldna þar sem framboðsréttur erfist. Þjóðhöfðingi er hér ekki forseti heldur kóngur, khalif, keisari o.s.frv.

Tengt efni

12. apríl

12. apríl er 102. dagur ársins (103. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 263 dagar eru eftir af árinu.

Barein

Barein er eyríki í Persaflóa úti fyrir strönd Sádí-Arabíu í vestri og Katar í suðri. Barein er eyjaklasi þar sem stærsta eyjan, Barein, er 55 km löng og 18 km breið. Landið tengist Sádí-Arabíu með vegbrú og í bígerð er að byggja brú til Katar einnig.

Talið er að Barein hafi verið miðstöð Dilmunmenningarinnar í fornöld. Síðar varð það hluti af ríkjum Parþa og Sassanída. Landið var eitt það fyrsta sem snerist til Íslam árið 628. Eftir að hafa verið undir arabískum yfirráðum um langt skeið lögðu Portúgalir það undir sig árið 1521 en þeir voru reknir burt af Abbas mikla sem lagði landið undir veldi Safavída árið 1602. Árið 1783 lagði Bani Utbah-ættbálkurinn eyjuna undir sig og síðan þá hefur Al Khalifa-fjölskyldan ríkt þar. Seint á 19. öld varð landið breskt verndarsvæði. Í kjölfar þess að Bretar drógu sig út úr heimshlutanum seint á 7. áratug 20. aldar lýsti Barein yfir sjálfstæði árið 1971. Landið var formlega lýst konungsríki árið 2002. Frá 2011 hefur þar staðið uppreisn meirihluta sjíamúslima gegn stjórninni.

Barein var fyrsta landið Arabíumegin við Persaflóa þar sem olíulindir uppgötvuðust árið 1932. Frá síðari hluta 20. aldar hefur efnahagur landsins byggst á fleiri þáttum, einkum banka- og ferðaþjónustu en eldsneytisútflutningur er enn helsti útflutningsvegur landsins og stendur undir 11% af vergri landsframleiðslu. Helstu vandamál landsins stafa af minnkandi olíu- og vatnsbirgðum og atvinnuleysi ungs fólks. Alþjóðabankinn skilgreinir Barein sem hátekjuland.

Belgía

Belgía (hollenska: België; franska: Belgique; þýska: Belgien) er konungsríki í Vestur-Evrópu sem á landamæri að Hollandi, Þýskalandi, Lúxemborg og Frakklandi. Auk þess liggur strönd Belgíu að Norðursjó. Belgía liggur á mörkum germönsku og rómönsku Evrópu og skiptist sjálft á milli þessara menningarheima, þar sem í norðurhluta landsins, Flæmingjalandi (Vlaanderen), er töluð hollenska, en í suðri hlutanum, Vallóníu (Wallonie) er töluð franska. Þýska er töluð í austurhluta landsins. Brussel, hin tvítyngda höfuðborg landsins, liggur í Flandri, nálægt mörkum að Vallóníu. Belgía er ein af stofnþjóðum Evrópusambandsins og eru höfuðstöðvar þess í Brussel. Evrópskar höfuðstöðvar NATÓ eru einnig staðsettar í landinu og EFTA samtökin eru með stórt útibú þar. Í Belgíu búa rúmlega 10,8 milljónir manna á um 30 þús km2 svæði.

Gotar

Gotar voru austgermanskur þjóðflokkur sem tóku þátt í þjóðflutningunum miklu, seint í fornöld, sem stuðluðu að falli Rómaveldis. Gotar urðu að tveimur aðskildum þjóðum, Austgotum og Vestgotum, sem stofnuðu hvor sitt konungsríki eftir fall Rómaveldis, Austgotar á Ítalíuskaganum og Vestgotar á Íberíuskaganum.

Japan

Japan (Nippon/Nihon 日本 (táknin merkja sól og rætur/uppruna), þýðir bókstaflega „Uppruni sólarinnar“), er landamæralaust land í Austur-Asíu, nánar tiltekið austur af Kóreuskaga og vestarlega í Kyrrahafinu. Nafnið er oft þýtt „Land rísandi sólar“ og er sú þýðing ættuð úr kínversku. Áður en Japan hafði nokkur samskipti við Kína, var landið kallað Yamato (大和). Wa (倭) var nafnið sem Kínverjar notuðu fyrr á öldum þegar þeir töluðu um Japan.

Japan er eyjaklasi, og stærstu eyjarnar eru, talið frá suðri til norðurs, Kyūshū (九州), Shikoku (四国), Honshū (本州, stærsta eyjan), og Hokkaidō (北海道).

Jórdanía

Jórdanía (opinbert heiti: Jórdanía konungsríki Hasemíta; arabíska: أردنّ; umritun: ʼUrdunn) er land í Miðausturlöndum með landamæri að Sýrlandi í norðri, Írak í norðaustri, Sádí-Arabíu í austri og suðri og Ísrael og Vesturbakkanum í vestri. Það deilir strandlengju með Ísrael við Akabaflóa og Dauðahaf.

Konungsríkið varð til þegar Bretar og Frakkar skiptu Vestur-Asíu upp í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Landið varð sjálfstætt ríki sem Transjórdanía. Þegar landið lagði Vesturbakkann undir sig í Fyrsta stríði Araba og Ísrael 1948 tók Abdúlla 1. upp titilinn konungur Jórdaníu.

Í Jórdaníu er þingbundin konungsstjórn en konungurinn hefur samt sem áður mikil völd. Alþjóðabankinn skilgreinir Jórdaníu sem nývaxtarland. Efnahagslíf landsins er fjölbreytt en auðlindir fáar og iðnaður lítt þróaður. Jórdanía er auðug af fosfatnámum og er einn stærsti framleiðandi fosfats í heimi.

Kanada

Kanada er annað stærsta land í heimi að flatarmáli, aðeins Rússland er stærra, og nær yfir nyrðri hluta Norður-Ameríku. Kanada er ríkjasamband, sem tíu fylki og þrjú sjálfstjórnarsvæði mynda. Kanada er þingbundið konungsríki og í konungssambandi við Bretland. Ríkið var stofnað með Bresku Norður-Ameríku lögunum frá 1867 og kallað „sjálfstjórnarsvæðið Kanada“. Opinber tungumál eru enska og franska.

Í Kanada er þingræði og þingbundin konungsstjórn. Elísabet 2. Bretadrottning er núverandi þjóðhöfðingi landsins. Tvö ríkistungumál: enska og franska, eru í landinu. Það er fjölmenningarsamfélag sem varð til við aðflutning fólks frá mörgum löndum. Í Kanada búa rúmlega 35 milljón manns (2016). Hagkerfi landsins er meðal þeirra stærstu í heiminum og byggir mikið á nýtingu náttúruauðlinda og verslunarsamningum. Samband Kanada við Bandaríkin hefur haft mikil áhrif á efnahag þess og menningu.

Konungsríkið Stóra-Bretland

Konungsríkið Stóra-Bretland (enska: Kingdom of Great Britain) var ríki í Norðvestur-Evrópu sem var til frá 1707 til 1801. Það varð til þegar konungsríkið Skotland og konungsríkið England sameinuðust, með Sambandslögunum 1707, í eitt konungsríki sem náði yfir alla eyjuna Stóra-Bretland. Sameiginlegt þing, ásamt ríkisstjórn, sem sátu í Westminster, stjórnuðu hinu nýja konungsríki. Konungsríkin tvö höfðu einu sinni áður lotið sama einvaldi, Jakob 6., sem varð konungur Englands þegar Elísabet 1. dó árið 1603.

Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Írlands tók við af konungsríkinu Stóra-Bretlandi árið 1801 þegar konungsríkið Írland sameinaðist því með Sambandslögunum 1800.

Konungsríkið Ísland

Konungríkið Íslands var konungsríki í Norður-Evrópu sem var til 1918-1944. Landamæri þess voru þau sömu og núverandi landamæri lýðveldisins Íslands. Þann 1. desember árið 1918 var Konungsríkið Ísland stofnað sem fullvalda ríki með eigin þjóðfána með setningu sambandslaganna í konungssambandi við Danmörku. Alþingi fékk óskorað löggjafarvald en Danir fóru áfram með utanríkismál og varnarmál, þar á meðal landhelgisgæslu. Konungsríkið var lagt niður árið 1944 þegar Íslendingar stofnuðu lýðveldi. Konungur lagðist gegn þeirri áætlunargerð en sendi íslendingum heillaóskaskeyti við lýðveldisstofnun. Lýðveldi var þannig stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 og féll þá samband Íslands við Danmörku alfarið úr gildi. Eftir að lýðveldið var stofnað kaus Alþingi Svein Björnsson sem ríkisstjóra sem fór með þau völd sem konungur hafði áður haft á tímum konungsríkisins.

Konungur

Konungur er þjóðhöfðingi í konungsríki, sem hlotið hefur tign sína í arf eða verið tekinn til konungs af þjóðinni eða þingi hennar. Konungur þjónar (eða ríkir yfir) þjóð sinni ævilangt, nema því aðeins að hann segi af sér eða sé settur af með einhverjum hætti. Konungstign gengur að jafnaði í arf til elsta sonar, en allnokkur ríki hafa samþykkt breytingu þess efnis að elsta barn konungsins hljóti tignina, hvors kynsins sem það kann að vera.

Konungur Íslands

Konungur Íslands er titill sem 30 konungar hafa borið í þremur konungssamböndum. Sá fyrsti var Hákon gamli Noregskonungur, en hann hlaut yfirráð yfir Íslandi með Gamla sáttmála. Samningurinn var þó ekki staðfestur að fullu fyrr en Magnús lagabætir, sonur Hákonar, hafði tekið við konungdómi í Noregi. Fram að Kópavogsfundinum var nýr konungur staðfestur af Alþingi, en eftir það einungis hylltur, enda var þá konungdómur yfir Íslandi orðinn arfgengur.

Konungar Íslands voru þjóðhöfðingjar landsins. Eftir lýðveldisstofnunina 17. júní 1944 hefur forseti Íslands gegnt því hlutverki.

Listi yfir þjóðhöfðingja Bretlands

Þetta er listi yfir þjóðhöfðingja Stóra-Bretlands. Konungsríkið Stóra-Bretland var myndað 1. maí 1707 þegar konungsríkið England og konungsríkið Skotland sameinuðust. Konungsríkið Írland bættist við 1. janúar 1801 og varð þá til hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Írlands. Suður-Írland gekk úr sambandinu 6. desember 1922 og nafnið varð hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands 12. apríl 1927.

Marokkó

Marokkó (arabíska المغرب‎ al-Maġrib; berbíska ⵍⵎⴰⵖⵔⵉⴱ Lmaġrib, franska Maroc) er konungsríki í Norður-Afríku með strandlengju meðfram Atlantshafi í vestri og Miðjarðarhafi í norðri. Landamæri liggja að Vestur-Sahara í suðri, og Alsír í austri, en landamærin að Alsír eru lokuð vegna átaka um yfirráð yfir Vestur-Sahara. Arabískt nafn landsins merkir „vesturríkið“ eða „vestrið“, en Maghreb er líka heiti á norðvesturhluta Afríku.

Marokkó gerir tilkall til landsvæðisins Vestur-Sahara sem hefur verið undir marokkóskri stjórn að meira eða minna leyti síðan 1975, en þau yfirráð hafa ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Sé Vestur-Sahara talin til Marokkó, eru ennfremur landamæri við Máritaníu til suðausturs, en annars liggja Marokkó og Máritanía ekki saman.

Spænsku útlendurnar Ceuta og Melilla eru á strönd Marokkó sem gerir tilkall til þeirra, auk eyjunnar Perejil sem er aðeins 200 metra frá strönd Marokkó í Gíbraltarsundi. Undan vesturströnd Marokkó eru hinar spænsku Kanaríeyjar en landhelgismörkin milli Marokkó og eyjanna eru líka umdeild.

Í Marokkó ríkir þingbundin konungsstjórn þar sem marokkóska þingið er þjóðkjörið en konungur Marokkó hefur mikil völd, sérstaklega í málefnum hersins, utanríkismálum og trúmálum. Konungur getur gefið út konunglegar tilskipanir sem hafa lagagildi og leyst þingið upp.

Mjanmar

Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, er stærsta ríki á meginlandi Suðaustur-Asíu. Það á landamæri að Alþýðulýðveldinu Kína í norðri, Laos í austri, Taílandi í suðaustri, Bangladess í vestri og Indlandi í norðvestri. Það liggur að Andamanhafi í suðri og Bengalflóa í vestri.

Norður-Makedónía

Fyrir greinina um hið forna konungsríki, sjá Makedónía (fornöld). Fyrir aðrar merkingar, sjá Makedónía (aðgreining)

Norður-Makedónía (opinbert heiti Lýðveldið Norður-Makedónía) er land á Balkanskaga í suðaustanverðri Evrópu sem varð til við upplausn Júgóslavíu 1991. Nafngift landsins hefur verið mjög umdeild vegna þess að Makedónía er líka nafn á stærra landsvæði sem nær til lýðveldisins ásamt hluta Grikklands og Búlgaríu. Landið varð aðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1993 undir heitinu „Fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía“. Makedónía er einnig nafn á héraði í Grikklandi nútímans.

Makedónía er landlukt land sem liggur að Grikklandi í suðri, Búlgaríu í austri, Kosóvó í norðvestri, Serbíu í norðri og Albaníu í vestri. Höfuðborg landsins er Skopje með um hálfa milljón íbúa. Aðrar helstu borgir eru Bitola, Kumanovo, Prilep, Tetovo, Ohrid, Veles, Štip, Kočani, Gostivar, Kavadarci og Strumica. Þar eru yfir 50 stöðuvötn og sextán fjöll sem ná yfir 2000 metra hæð. Lýðveldið Norður-Makedónía er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Evrópuráðinu og hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu.

Norðymbraland

Þessi grein fjallar um sýsluna. Um miðaldakonungsríkið, sjá Konungsríkið Norðymbraland.

Norðymbraland eða Norðhumbraland (enska Northumberland, borið fram [/nɔːˈθʌmbələnd/]) er sýsla á Norðaustur-Englandi á Bretlandi við landamæri Skotlands. Hún liggur að sýslunum Cumbriu í vestri, Durham-sýslu í suðri og Tyne og Wear í suðaustri. Ströndin við Norðursjóinn er næstum 128 km að lengd. Newcastle upon Tyne var áður höfuðstaður sýslunnar en eftir að sýslan Tyne og Wear var mynduð árið 1974 hefur sýsluráðið haft aðsetur í Morpeth. Alwnick gerir einnig tilkall til þess að vera höfuðstaður sýslunnar.

Á miðöldum var Norðymbraland konungsríki undir stjórn Játvins konungs og taldist til Sjökonungaríkisins. Þar sem sýslan liggur að landamærum Skotlands hafa margar orrustur verið háðar á svæðinu. Stór landflæmi eru núna þjóðgarðar og vernduð svæði: Northumberland-þjóðgarðurinn og stór hluti strandarinnar sem telst sem svæði sérstakrar náttúrufegurðar.

Prússland

Prússland (þýska Preußen, pólska Prusy, litháenska Prūsija, latína Borussia) var áður fyrr landsvæði, hertogadæmi og konungsríki fyrir sunnan Eystrasalt.

Serbía

Serbía (serbneska: Србија / Srbija), opinbert heiti Lýðveldið Serbía (serbneska: Република Србија / Republika Srbija) er landlukt land á Balkanskaga á mótum Mið- og Suðaustur-Evrópu. Serbía á landamæri að Ungverjalandi í norðri, Rúmeníu og Búlgaríu í austri, Makedóníu, Svartfjallalandi, Bosníu og Hersegóvínu og Króatíu í vestri og gerir tilkall til landamæra að Albaníu þar eð Serbía viðurkennir ekki landsréttindi Kósóvó í suðri. Íbúar Serbíu eru um 7 milljónir. Höfuðborgin, Belgrad, er með elstu og stærstu borgum Suðaustur-Evrópu.

Eftir að Slavar fluttust til Balkanskagans á 6. öld stofnuðu Serbar nokkur ríki þar á ármiðöldum. Róm og Austrómverska ríkið viðurkenndu konungsríki Serba árið 1217. Það náði hátindi sínum með skammlífu Keisaraveldi Serba árið 1346. Um miðja 16. öld hafði Tyrkjaveldi hernumið allt það landsvæði sem í dag er Serbía. Serbía var vettvangur átaka milli Tyrkjaveldis og Habsborgaraveldisins sem skömmu síðar hóf að þenjast út til suðurs. Snemma á 19. öld var Furstadæmið Serbía stofnað í Serbnesku byltingunni og hóf röð landvinninga. Eftir mikið mannfall í fyrri heimsstyrjöld og sameiningu við Vojvodina sem áður tilheyrði Habsborgurum, tók Serbía þátt í stofnun Júgóslavíu ásamt öðrum suðurslavneskum þjóðum á Balkanskaga. Júgóslavía leystist upp á 10. áratug 20. aldar vegna borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu. Eftir að styrjöldinni lauk voru aðeins Serbía og Svartfjallaland eftir í laustengdu ríkjasambandi sem leystist upp árið 2006. Syðsta hérað Serbíu, Kosóvó, sem hafði verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna frá lokum Kosóvóstríðsins 1998-1999, lýsti einhliða yfir sjálfstæði árið 2008 og síðan hafa mörg ríki viðurkennt sjálfstæði þess. Serbía gerir enn tilkall til héraðsins.

Serbía er aðili að fjölda alþjóðasamtaka eins og Sameinuðu þjóðunum, Evrópuráðinu, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Samstarfi í þágu friðar, Efnahagssamstarfi Svartahafsríkja og Fríverslunarsamtökum Mið-Evrópuríkja. Serbía sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu 2012 og á í aðildarviðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina. Serbía er miðtekjuland sem situr ofarlega á ýmsum vísitölulistum eins og vísitölu um þróun lífsgæða, vísitölu um samfélagsþróun og friðarvísitölunni. Stærsti geiri efnahagslífsins er þjónustugeirinn. Þar á eftir koma iðnaður og landbúnaður.

Írak

Írak (arabíska: العراق‎‎ al-‘Irāq; kúrdíska: عێراق‎ Eraq) er land í Mið-Austurlöndum sem nær yfir það svæði sem áður var kallað Mesópótamía, á milli ánna Efrat og Tígris og suðurhluta Kúrdistan. Það á landamæri að Kúveit og Sádí-Arabíu í suðri, Jórdaníu í vestri, Sýrlandi í norðvestri, Tyrklandi í norðri og Íran í austri. Höfuðborg og stærsta borg landsins er Bagdad. Helstu þjóðarbrot sem búa í landinu eru Arabar og Kúrdar, en auk þeirra búa þar Assýríumenn, Túrkmenar, Sjabakar, Jasídar, Armenar, Mandear, Sjerkesar og Kavlijar. Um 95% íbúa landsins eru múslimar en hluti íbúa aðhyllist önnur trúarbrögð eins og kristni, Jarsanisma, Jasídatrú og Mandeisma. Opinber tungumál Íraks eru arabíska og kúrdíska.

Írak á 58 km langa strandlengju við Persaflóa, hjá Umm Qasr. Landið nær yfir vatnasvið Efrat og Tígris, norðvesturenda Sagrosfjalla og austurhluta sýrlensku eyðimerkurinnar. Stærstu ár landsins eru Efrat og Tígris sem renna saman í Shatt al-Arab sem rennur í Persaflóa. Vegna ánna er mikið ræktarland í Írak.

Landið milli ánna Efrat og Tígris var í fornöld kallað Mesópótamía. Það er stærstur hluti frjósama hálfmánans og er talið með vöggum siðmenningar. Það var á þessu svæði sem notkun ritmáls með rituðum lögum, og borgarlíf með skipulögðu stjórnarfari hófust. Nafnið Írak er dregið af fornaldarborginni Úrúk í Súmer. Mikill fjöldi menningarsamfélaga kom upp á þessu svæði í fornöld, eins og Akkad, Súmer, Assýría og Babýlon. Mesópótamía var auk þess á ýmsum tímum hluti af stærri heimsveldum eins og Medaveldi, Selevkídaríkinu, Parþaveldi, Sassanídaríkinu, Rómaveldi, kalífadæmum Rasíduna, Úmajada og Abbasída, Mongólaveldinu, Safavídaríkinu, ríki Afsjarída og að lokum Tyrkjaveldi.

Þegar Tyrkjaveldi var skipt upp eftir fyrri heimsstyrjöld ákvarðaði Þjóðabandalagið núverandi landamæri Íraks Á millistríðsárunum var Írak í umsjá Bretlands í umboði Þjóðabandalagsins. Konungsríki var komið á fót árið 1921 og það hlaut sjálfstæði 3. október 1932. Árið 1958 var konunginum steypt af stóli og lýðveldi stofnað. Ba'ath-flokkurinn ríkti í Írak frá 1968 til 2003. Á árunum 1980-88 geisaði stríð á milli Íraks og Írans. Persaflóastríðið var háð 1991 eftir að Írak hafði ráðist á Kúveit. Í kjölfar innrásarinnar í mars 2003, sem Bandaríkjamenn og Bretar leiddu, hrökkluðust Ba'ath-flokkurinn og leiðtogi hans Saddam Hussein frá völdum og fjölflokkakerfi var tekið upp. Bandaríkjamenn drógu herlið sitt frá Írak árið 2011 en Írakskreppan hélt áfram og blandaðist inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.