Hugmyndafræði

Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sér í lagi notað um félagspólitíska stefnuskrá hóps eða hreyfingar.[1]

Hugtakið var fyrst sett fram af franska heimspekingnum Antoine Louis Claude Destutt, comte de Tracy (20. júlí 1754 – 9. mars 1836). Destutt vann að rannsóknum á „vísindum hugmynda“ og beindi sjónum sínum að rannsókninni sjálfri en ekki viðfangsefni hennar. Hann greindi fræðigreinina í þrennt, þ.e. hugmyndafræði, framsetningu hugmynda og afleiddum niðurstöðum hugmynda.

Hugtakið kom fram á miklum umbreytingatíma í Evrópu á dögum frönsku byltingarinnar mikilli grósku í heimspeki- og stjórnmálaumræðu. Í upphafi var hugtakið einungis notað í þjóðfélagsumræðu í þeirri merkingu sem ofan greinir.

Í seinni tíð hefur merkingin orðið víðari og síðustu ár hefur hugtakið verið ofnotað og þannig fengið merkinguna að hugmyndafræði sé lýsing á markmiðum, forsendum þeirra og hvernig viðkomandi hyggist ná þeim markmiðum og getur átt við nánast hvað sem er. Þannig er talað um „hugmyndafræði“ leikskólans Naustatjarnar[2], hugmyndafræði Tónagulls, tónlistarskóla fyrir börn[3] og þannig mætti áfram telja.

Neðanmálsgreinar

  1. Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er hugmyndafræði?“. Vísindavefurinn 19.6.2000. (Skoðað 23.7.2008).
  2. heimasíða Naustatjarnar, skoðað 24. júlí 2008
  3. [1]Heimasíða Tónagulls, skoðuð 24. júlí 2008
17. öldin

17. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1601 til loka ársins 1700.

Amnesty International

Amnesty International eru alþjóðleg samtök sem berjast fyrir mannréttindum um allan heim. Samtökin voru stofnuð árið 1961 af breskum lögfræðingi, Peter Benenson. Samtökin hafa enga skoðun á pólitík, trúmálum eða hugmyndafræði. Árið 1963 urðu samtökin fyrst alþjóðleg. Samtökin fengu friðarverðlaun Nóbels árið 1977. Merki samtakana er gaddagirðing sem umlykur kerti og var hannað af Diana Redhouse.

Bylting

Bylting á við grundvallarbreytingu í dreifingu valds eða uppbyggingu valdakerfa sem á sér stað á tiltölulega stuttum tíma. Margar byltingar hafa verið í gegnum sögu mannsins, og eru nokkuð mismunandi hvað varðar aðferð, lengd og hugmyndafræði. Afleiðingar slíkra byltinga hafa verið breytingar á menningu, hagkerfum og stjórnmálakerfum.

Deilt er um hvað tilheyrir byltingu og hvað ekki, en umræðan snýst um nokkur lykilatriði. Frumstæðar rannsóknir á byltingum einbeittu sér að viðburðum í sögu Evrópu frá sálfræðilegu sjónarhorni, en í dag er horft til viðburða um allan heim og skoðana frá nokkrum félagsvísindum, þar á meðal félagsfræði og stjórnmálafræði. Nokkrar kenningar eru til um hvað leiðir til byltinga og áhrifa þeirra en þær eru byggðar á nokkrum kynslóðum fræðilegra rannsókna.

Einræði

Einræðisríki, ólíkt lýðræðisríkjum, byggja ekki á grundvallargildum líkt og umburðarlyndi, viðurkenningu grundvallarréttinda og jöfnum rétt allra fyrir lögum. Í slíkum ríkjum er tiltekin valhópur í stað kjósendahóps, sem veitir valdhafa umboð til að stjórna. Því myndast umboðskeðja milli valdhópsins og valdhafans en fólkið, almenningur, heyrir undir beint boðvald valdahafans og hefur því ekkert að gera með stjórn landsins, það veitir engum umboð en er samt undir valdsviði hans. Einræðisríki eru flokkuð eftir gerð valdhópsins. Dæmi um einræðislegt stjórnarform eru:

Konungsríki þar sem fjölskyldan er valdhópurinn

Theokratía þar sem stigveldi kirkjunnar er valdhópurinn (Íran)

Eins flokks ríki þar sem flokksstrúktúrinn er valdhópurinn (Kína)

Persónustjórn þar sem fjölskylda valdahafa er valdhópurinn

Herstjórn þar sem formgerð hersins er valdhópurinn (Egyptalandi)Valdhafar einræðisríkja eru einungis ábyrgir gagnvart valdhóp sínum svo almenningur hefur ekkert að segja um stjórn ríkisins og hefur valdhafi því vald yfir almenningi sem ekki er lögmætt af honum sjálfum.

Alræðisríki hafa einræðislegt stjórnarform en eru ekki einræðis ríka af því að:

Þau beita mikilli hugmyndafræði og beina henni með öflugum hætti að almenningi

Þau reyna ítrekað að stjórna háttsemi almennings og nýta það sem kúga hann til að þjóna ríkinu

Þau banna algjörlega alla samfélagslega margræðni, það er tilvist hagsmuna samtaka sem dæmi.

Einstaklingshyggja

Einstaklingshyggja er sú hugsun eða stefna að hver einstaklingur eigi fyrst og fremst að sjá um sjálfan sig og vini, ættingja eða aðra sem hann vill sjálfur, frekar en að einstaklingar og samfélag hafi gagnkvæmum skyldum að gegna, eins og félagshyggja segir. Einstaklingshyggja er stundum talin fylgjast að með sumum tegundum pólitískrar hægristefnu, sérstaklega frjálshyggju, en það er ekki algilt. Einstaklingshyggju-anarkismi er ein tegund stjórnleysisstefnu, þar sem áherslan er (eins og nafnið bendir til) á einstaklinginn frekar en samfélagið.

Nútíma einstaklingshyggja kom fram á nýöld og tilurð hennar er tengd tilurð kapítalískra framleiðsluhátta. Annars vegar fóru atvinnurekendur að semja við launamenn á einstaklingsgrundvelli (í það minnsta fyrir tilkomu stéttarfélaga) í meiri mæli en áður var, svo það varð reglan frekar en undantekningin. Þannig varð einstakur vinnandi maður að framleiðslueiningu, í stað heimilisins, sem áður var. Hins vegar losnaði um bönd lénsveldisins og bændaánauð, vistarband og slíkar hömlur á einstaklingsfrelsi rofnuðu.

Fasismi

Fasismi er heiti á stjórnmálahugmyndafræði og heimspeki sem byggir á því megin inntaki að þjóð sé ein heild þar sem þjóðríkið, stofnanir samfélagsins og fólkið sé eitt og það sama. Fasismi felur í sér einræðissinnaða stjórnmálastefnu og er í andstöðu við lýðræði og ótakmarkað einstaklingsfrelsi. Hugmyndafræði fasismans byggir að mestu á samsömun ríkis og þjóðar, það er algjöran samruna stofnana ríkisins við fólkið sem þjóðin samanstendur af. Fasismi upphefur rétt ríkisins til ótakmarkaðra afskipta af lífi einstaklingsins, og andstöðu við stéttabaráttu, vegna þess er fasismi álitin tilheyra alræðissinnuðum stjórnmálastefnum.

Friðarsinni

Friðarsinni er manneskja sem vill að friður ríki meðal fólks. Þótt flestir vilji það, þá er hugtakið yfirleitt tengt við fólk sem beitir sér á einn eða annan hátt gegn ófriði, einkum stríðsrekstri. Friðarbarátta er nátengd baráttu fyrir m.a. lýðræði, mannréttindum og jafnrétti og samtök friðarsinna hafa þessi málefni oft öll á stefnuskrá sinni.

Heimspeki 18. aldar

Heimspeki 18. aldar, einnig nefnd heimspeki upplýsingarinnar eða heimspeki upplýsingartímans, er tímabil í sögu vestrænnar nýaldarheimspeki, einkum evrópskrar heimspeki. Stundum er 17. öldin einnig talin heyra til heimspeki upplýsingarinnar.

Á 18. öld ríkti mikil bjartsýni meðal heimspekinga og vísindamanna um getu vísindanna til þess að útskýra þau lögmál sem giltu um heiminn og um almennar framfarir. Þessi framfaratrú var einn þáttur í þeirri hugmyndafræði sem gat af sér frelsisstríð Bandaríkjanna og frönsku byltinguna og síðar sjálfstæðisbaráttu suður-amerískra ríkja. Hún gat einnig af sér klassíska frjálshyggju, lýðræði og auðvaldshyggju.

Hjáfræði

Hjáfræði, einnig kölluð gervivísindi, eru hugmyndakerfi sem fylgjendur þeirra telja til vísinda, en aðrir telja að séu einungis eftirlíking þeirra. Gervivísindi eru hugmyndafræði sem er sett fram á vísindalegan hátt án þess þó að styðjast við vísindaleg vinnubrögð. Það sem greinir vísindi frá gervivísindum er það að hægt er að sanna vísinda kenningar ólíkt gervivisindum.

Húmanismi

Húmanismi er afstaða í námi, heimspeki eða heimsmynd þar sem höfuðáhersla er lögð á manninn. Hugtakið húmanismi er torrætt og hefur verið notað í margvíslegum skilningi, það er þó algengast að það sé notað í eftirfarandi skilningi:

(1) fornmenntastefnu tengda Ítölsku endurreisninni (sjá Húmanismi endurreisnarinnar), sem lagði áherslu á grískar og rómverskar bókmenntir, mælskulist og heimspeki sem góða uppeldis- og kennslustefnu (sjá Humanitas). Þessi skilningur á húmanisma er ekki í mótstöðu við skipulögð trúarbrögð. Ennfremur er í nútímalegum skilningi átt við menningartengda sögulega starfsemi í víðari skilningi (en einvörðungu gríska og rómverska menningu) með húmanisma.

Í öðrum skilningi (2) er átt við veraldlega hugmyndafræði í anda Upplýsingarinnar sem leggur áherslu á skynsemi, siðfræði og réttlæti og hafnar yfirnáttúrulegu eða trúarlegu dogma sem grunninn að góðu siðferði. Þessi seinni skilningur hefur leitt af sér því sem kalla má veraldlegan húmanisma. Þennan veraldlega skilning má rekja til frumgyðistrúar og hreyfingun mótsnúnum kirkjunni í kjölfar Upplýsingarinnar og ýmsar hreyfingar á 19. öld s.s. pósitívisma sem byggðu á vísindum.Hún Wiktoria nr.3 fann upp á þessu

John Locke

John Locke (29. ágúst 1632 – 28. október 1704) var enskur heimspekingur, sem hafði feikileg áhrif með ritum sínum í þekkingarfræði og stjórnspeki. Hann var einn helsti upphafsmaður bresku raunhyggjuhefðarinnar og lagði grunninn að hugmyndafræði frjálshyggju með frjálslyndum kenningum sínum. Kenningar Locke eiga rætur sínar að rekja til náttúruréttarhefðarinnar sem og nafnhyggjunnar. Hann var mikilvægur boðberi upplýsingarinnar.

Hugmyndir hans um mannlegt eðli voru ekki síður merkilegar. Hann var þeirrar skoðunar að maðurinn fæddist sem autt blað (l. tabula rasa) og það væri hlutverk menntunar að móta einstaklinginn frá grunni.

Kalda stríðið

Kalda stríðið er hugtak notað um tímabilið um það bil á milli áranna 1947-1991 sem einkenndist af efnahagslegri, vísindalegri, listrænni og hernaðarlegri samkeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og bandamanna þeirra. Bæði stórveldin stóðu fyrir stofnun hernaðarbandalaga. Hugmyndafræði sitt hvors var stillt upp sem andstæðum. Bæði stórveldin stunduðu njósnir um hitt; hernaðaruppbyggingu, iðnaðar- og tækniþróun, þar á meðal geimkapphlaupið. Miklum fjármunum var varið til varnarmála, sem leiddi til vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvæðingar. Ekki kom til beinna hernaðarátaka milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, þó stundum skylli hurð nærri hælum, en bæði ríkin tóku beint og óbeint þátt í styrjöldum bandamanna sinna um allan heim sem urðu þá eins konar leppstríð milli þeirra.

Kvennalistinn

Kvennalistinn (Samtök um kvennalista) var stjórnmálaflokkur á Íslandi sem starfaði frá 13. mars 1983 þar til hann sameinaðist Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi, en árið 1998 stofnuðu þessir þrír flokkar Samfylkinguna.

Forverar Kvennalistans voru Kvennaframboðin í Reykjavík og á Akureyri sem fengu fulltrúa kjörna í sveitarstjórnarkosningunum árið 1982.

Kvennalistinn bauð fram til Alþingis í þremur kjördæmum vorið 1983. Listinn hlaut 5,5 % atkvæða og fékk þar með þrjár konur inn á þing. Í kosningunum 1987 fékk flokkurinn 10,1% atkvæða og sex konur inn á þing. Listinn tapaði einu sæti árið 1991, og náði aðeins þrem konum á þing árið 1995.

Mikhaíl Gorbatsjev

Mikhaíl Sergejevítsj Gorbatsjev (Rússneska:Михаи́л Серге́евич Горбачёв; framburður: /mixaˈɪɫ serˈgejevɪtʃ gərbaˈtʃof/) (fæddur 2. mars 1931 í Privolnoje) er rússneskur stjórnmálamaður sem var síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, frá 1985-1991. Gorbatsjev gekk í kommúnistaflokkinn 1952, kvæntist Raisu í september 1953, fór fyrir sendinefnd Sovíetríkjanna í Belgíu 1972-1974, kom til fundar við Ronald Reagan á Íslandi 1986. Við dauða Konstantín Tsjernenkó varð Gorbatsjev aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna 11. mars 1985, þar sem hann reyndi að breyta pólitísku kerfi Sovétríkjanna og dreifa efnahag landsins betur. Hann reyndi að breyta ásýnd flokksins með glasnost (opnun) og perestroika (endurskipulagning) en talið er að það hafi orðið kommúnistaflokknum að falli og þar með valdið sundrungu Sovíetríkjanna. Ólíkt fyrirrennurum sínum sendi hann ekki sovéskar herdeildir til að kveða niður frelsisbaráttu íbúa Mið-Evrópu 1989. Hann meinaði ekki þýsku ríkjunum sameiningu 1990 og hlaut Friðarverðlaun Nóbels 1990. Hann var andvígur sundrungu Sovétríkjanna 1991. Hann var settur í þriggja daga stofufangelsi af harðlínumönnum í ágúst 1991. Hann sagði af sér embætti 25. desember 1991.

Norður-Kórea

Norður-Kórea, opinbert heiti Lýðræðislega Alþýðulýðveldið Kórea (kóreska Chosŏn Minjujuŭi Inmin Konghwaguk; hangul 조선민주주의인민공화국; hanja 朝鮮民主主義人民共和國), er land í Austur-Asíu og þekur norðurhluta Kóreuskaga. Til suðurs á Norður-Kórea landamæri við Suður-Kóreu, en þessi lönd voru áður þekkt sem Kórea. Á landamærunum er 4 kílómetra breitt hlutlaust svæði. Í norðri á Norður-Kórea landamæri við Kína og Rússland. Á stöku stað er landið kallað Pukchosŏn ("Norður-Chosŏn"; 북조선; 北朝鮮). Bukhan ("Norður-Han"; 북한; 北韓) er almennt notað í Suður-Kóreu.

Kóreuskaginn var allur undir Kóreska keisaradæminu frá 19. öld til 1910 þegar Japanska keisaradæmið lagði hann undir sig. Þegar Japanir gáfust upp við lok Síðari heimsstyrjaldar var skaganum skipt í tvö hernámssvæði: norðurhluta undir stjórn Sovétríkjanna, og suðurhluta undir stjórn Bandaríkjanna. Kosningar á vegum Sameinuðu þjóðanna 1948 urðu til þess að hvor hlutinn fékk sína ríkisstjórn. Bæði ríkin gerðu tilkall til alls skagans sem leiddi til Kóreustríðsins 1950. Samið var um vopnahlé 1953 en formlegur friðarsamningur hefur aldrei verið gerður. Bæði ríkin urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum árið 1991.

Norður-Kórea er flokksræði undir stjórn kóreska verkamannaflokksins. Hugmyndafræði flokksins er sögð mótuð af fyrsta forseta landsins, Kim Il-sung, og leggur áherslu á pólitískt sjálfstæði, sjálfræði og sjálfsþurft. Ríkið einkennist af persónudýrkun leiðtoga þjóðarinnar, áherslu á uppbyggingu hers og efnahagslegri einangrunarstefnu.

Samfylkingin

Samfylkingin er íslenskur stjórnmálaflokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu. Flokkurinn var stofnaður árið 2000 sem samruni fjögurra flokka til þess að vinna sem mótvægisafl við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin hefur frá stofnun almennt verið næst stærsti flokkur landsins ef litið er til kjörfylgis til þings og sveitarstjórna auk skráðra flokksmanna.

Flokkurinn staðsetur sig vinstra megin við miðju og eru þrjú grunnígildi hans jafnaðarstefna, félagshyggja og kvenfrelsi.

Formaður flokksins frá 31. október 2016 er Logi Már Einarsson, fyrrverandi varaformaður. Hann tók við eftir að Oddný G. Harðardóttir sagði sig frá embætti eftir sögulegt afhroð flokksins í Alþingiskosningunum 29. október 2016.

Samfylkingin hefur myndað þrjár ríkisstjórnir og veitt tveimur þeirra forystu. Auk þess hafa þrír borgarstjórar Reykjavíkur komið úr röðum Samfylkingarinnar og er flokkurinn sá næststærsti í borgarstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn

„Sjálfstæðisflokkurinn“ getur einnig átt við Sjálfstæðisflokkinn stofnaðan 1907.Sjálfstæðisflokkurinn er íslenskur stjórnmálaflokkur sem kennir sig við hægristefnu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af verið stærsti flokkur landsins sé miðað við kjörfylgi sem flokkurinn hefur fengið í kosningum bæði til þings og sveitarstjórna. Sjálfstæðisflokkurinn er einnig sá flokkur sem státar af flestum skráðum flokksmönnum. Mestu kosningu fékk flokkurinn árið 1933 48,0% en þá verstu árið 2009 23,7% eftir bankahrunið á Íslandi haustið 2008.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í 22 af þeim 31 ríkisstjórnum sem myndaðar hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt tæplega 45% meðalfylgi í bæjar- og sveitarfélögum frá stofnun. Í Reykjavík hafði flokkurinn hreinan meirihluta um áratuga skeið, allt til 1978 og aftur 1982 til 1994.

Stjórnleysisstefna

Stjórnleysisstefna eða anarkismi er stjórnmála- og hugmyndafræði sem einkennist fyrst og fremst af andstöðu við yfirvald og höfnun á réttmæti þess. Fylgismenn stefnunnar stefna að samfélagi byggðu á sjálfviljugri samvinnu einstaklinga.

Stjórnleysingjar eru afar fjölbreyttur hópur, eins og við er að búast, þar sem hugmyndafræðin byggist upp á gagnrýni á yfirvaldi og höfnun á óréttmætu valdi, með einstaklingsfrelsi að meginmarkmiði.

Nafngjöfin á þessari stjórnmálastefnu, anarkismi (sem íslenskað hefur verið sem stjórnleysisstefna), er upphaflega níðyrði andstæðinganna sem vildu meina að hún mundi leiða til upplausnar og ringulreiðar. Orðið sjálft kemur úr grísku αναρχία (anarkhia) og þýðir án höfðingja eða stjórnanda.

Örsmæðareikningur

Örsmæðareikningur, stærðfræðigreining, reiknivísi, deilda- og heildareikningur eða diffur- og tegurreikningur (á latínu: calculus; „steinvala“) er aðferð í stærðfræði, sem felst í að nota markgildi til að ákvarða hallatölu ferils og flatarmál undir ferlinum.


Helstu aðgerðir í örsmæðareikningi eru tvær, heildun og deildun, sem einnig nefnast tegrun og diffrun. Einnig er markgildishugtakið mjög mikilvægt, en til viðbótar koma ferilheildi, stiglar og ýmsar aðrar aðgerðir.

Í örsmæðareikningi er fengist við stærðir sem verða óendanlegar og því hefur reynst nauðsynlegt að víkka út rauntalnaásinn þ.a. hann innihaldi einnig stökin plús óendanlegt () og mínus óendanlegt (). (Sjá útvíkkaði rauntalnaásinn.)

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.