Heitur reitur

Fyrir þráðlausu nettenginguna má sjá: Heitur reitur (net).
NASA satellite photograph of the Hawaiian islands of O‘ahu, Moloka‘i, Lāna‘i, Kaho‘olawe, and Maui (left to right).jpeg
Hawaiieyjar eru myndaðar af heitum reit undir kyrrahafsflekanum, þessi 2.700 km eyjaklasi hefur myndast á stað þar sem 4.000 km eru í næstu heimsálfu.
Prominent hotspots
Áberandi heitir reitir eru sýndir hér með punktum, örvarnar tákna svæði þar sem jarðflekinn rennur undir annan (og þar með þá átt sem hann er að færast í), rauð svæði tákna svo eldvirkni sökum þess að sprungur opnast við þessa tilfærslu, svartar línur (t.d. við Alaska) tákna svæði þar sem flekar nuddast saman, línustrikuð svæði tákna stærri svæði þar sem afmörk fleka eru óskýr.
Hotspot(geology)-1
Skýringarmynd af heitum reitum

Heitur reitur er í jarðfræði staður á yfirborði jarðar þar sem eldvirkni er mikil sökum möttulstróks sem af ber heita kviku úr iðrum jarðar upp að jarðskorpunni (sem af þessum sökum er þynnri en annars staðar), um 50 heitir reitir eru þekktir, helstir þeirra eru Hawaii, Íslands og Yellowstone reitirnir.

Fyrirbærinu var fyrst lýst af kanadíska jarðvísinda og jarðfræðingnum John Tuzo Wilson í flekakenningu hans árið 1963, þar sem hann hélt fram að eldfjallakeðjur eins og Hawaiieyjar mynduðust sökum þess að jarðflekar færðust yfir fastan punkt (heitan reit) á löngum tíma á jarðsögulegum mælikvarða.

Tengt efni

Flekakenningin

Flekakenningin eða landrekskenningin er kenning sem skýrir rek meginlandanna. Fleka- og landrekskenningin hefur verið rakin til þýska vísindamannsins Alfred Wegener en einnig til John Tuzo Wilson.

Jarðskorpan í allnokkra jarðfleka og fljóta þeir ofan á möttlinum og eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum. Á flekaskilum færast tveir flekar í sundur og við það þrýstist bergkvika upp á yfirborð jarðar (hvort sem er ofan- eða neðansjávar) og myndar nýtt land. Á flekamótum þrýstast hins vegar tveir flekar saman. Þegar annar flekinn fer undir hinn getur myndast djúpsjávarrenna. Í því tilfelli er a.m.k. annar flekinn úthafsfleki. Ef tveir meginlandsflekar mætast myndast svokölluð fellingafjöll. Ástæðan fyrir því að mismunandi jarðfræðileg fyrirbæri myndast er sú að úthafsflekar eru mun eðlisþyngri en meginlandsflekar.

Möttulstrókurinn undir Íslandi

Möttulstrókurinn undir Íslandi er einn af öflugustu möttulstrókum jarðarinnar. Talið er að miðja stróksinns sé núna undir norðvesturhluta Vatnajökuls (Grímsvötn, Bárðarbunga). Talið er að Ísland hafi orðið til vegna þessa möttulstróks. Á síðustu árþúsundum hefur komið hér upp stór hluti þeirrar kviku sem öll eldgos á jörðinni framleiddu ofan sjávar.

Áætlað er að möttulstrókurinn sé um 200 km í þvermál sem sennilega nær að mörkum möttuls og kjarna á um 2900 km dýpi. Efnið í honum er um 300 °C heitara en efnið umhverfis.

Réunion

Réunion (franska: La Réunion) er frönsk eyja í Indlandshafi austan við Madagaskar, um 200 km suðvestan við Máritíus. Íbúafjöldi er um 840.000.

Réunion er eitt af 18 stjórnsýsluhéruðum Frakklands og er sem slíkt eitt af handahafshéruðum er hafa sömu lagalegu stöðu og meginlandsumdæmin. Réunion er þannig hluti af Evrópusambandinu og er á Evrusvæðinu.

Wi-Fi

Wi-Fi (stundum skrifað Wi-fi, WiFi, Wifi eða wifi; dregið af Wireless Fidelity eða „þráðlaus nákvæmni“) er vörumerki nokkurra samhæfnisstaðla fyrir þráðlaus staðarnet (WLAN).

Wi-Fi var ætlað að gera fjarskiptabúnaði (líkt og fartölvum) það kleift að tengjast við þráðlaus staðarnet en er nú gjarnan notað fyrir internetaðgang og VoIP-síma. Fartölvur geta einnig notað Wi-Fi og er það yfirleitt innbyggt í þær en sumar þurfa ennþá á Wi-Fi netkorti að halda. Önnur tæki, líkt og myndavélar, eru stundum búin Wi-Fi.

Einstaklingur með Wi-Fi tæki getur tengt tækið inn á þráðlaust staðarnet þegar hann er nálægt einhverjum af aðgangsstöðum þess. Tengst er með rafsegulbylgjum á örbylgjurófinu og því þarf ekki að tengja tækið við netkerfið með snúru. Ef þráðlausa staðarnetið er tengt við internetið er sömuleiðis hægt að tengjast því með tækinu. Það landfræðilega svæði sem einn eða fleiri aðgangsstaðir þjóna kallast heitur reitur. Drægi aðgangsstaða er mismunandi. Drægi Wi-Fi-beina í heimahúsum er alla jafna um 45 metrar innanhúss og um 90 metrar utanhúss.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.