Hebreska

Hebreska (hebreska עברית) er vestur-semískt mál, náskylt arameísku og arabísku. Klassísk hebreska er málið sem er á hebresku biblíunni. Nútímahebreska, ivrit, er opinbert tungumál í Ísrael, auk arabísku. Hebreska er rituð frá hægri til vinstri með hebreska stafrófinu.

Hebresku má skipta í tvö tímaskeið. Eldra hebreska stafrófið hafði 22 bókstafi eins og í nútímahebreska og líkt og í egypsku atkvæðaskriftinni eru eingöngu samhljóðar ritaðir. Að útliti er eldra hebreska starfrófið líkara letri Fönikíumanna, enda afkomandi þess, en yngra hebreska stafrófinu.

Elstu heimildir um hebresku er að finna í Deboraljóðinu í Dómarabókinni frá ca. 1250-1000 f.Kr. Klassíska málið stóð með blóma frá 1000-538 f.Kr. en hebreska mun hafa verið upphaflegt tungumál Gyðinga enda er Gamla testamentið skrifað á því máli. Gyðingar munu þó almennt hafa talað annað semítískt tungumál við Krists burð, arameísku, en þeir héldu hebresku sem helgimáli, líklega svipað og latína hefur löngum verið notuð í kaþólsku kirkjunni. Þannig hélst hebreska sem ritmál fræðimanna og fram á okkar tímatal er verið að skrifa rit í Júdeu á hebresku og arameísku, samanber Mishnah, Talmud og Qumran-handritin.

Ísraelsmenn hafa unnið markvisst að því að koma hebresku á sem móðurmáli í Ísrael en áður en Ísraelsríki var stofnað réðu Bretar Palestínu og voru þá þrjú opinber tungumál í landinu: arabíska, hebreska og enska. Um og eftir stofnun Ísraelsríkis 1948 flúðu margir arabar landið og fjöldi Gyðinga streymdi þangað. Gyðingarnir komu víða að með hin ýmsu móðurmál, eins og þýsku, rússnesku, pólsku og jiddísku.

Nútíma hebreska byggist á hinu forna helgimáli og er móðurmál flestra Ísraelsmanna í dag (um 7 milljónir manna eða 77% þjóðarinnar) en talið er að alls tali um 15 milljónir manna hebresku í heiminum í dag í ýmsum löndum.

Á Hólum í Hjaltadal er eintak af Biblíunni á hebresku og eru skrifaðar inn í hana athugasemdir meðal annars með hendi Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups (um 1541–1527). Guðbrandur var stórvirkur á sviði þýðinga og bókaútgáfu en mesta þrekvirki hans var útgáfa Biblíunnar árið 1584. Hugsanlegt er að Guðbrandur hafi notast við hebreska frumtexta Gamla testamentisins er hann bjó biblíuna í íslenskan búning.

Hebreska
עברית, Ivrit'
Málsvæði Ísrael og öðrum löndum, s.s. Argentínu, Brasilíu, Tjíle, Kanada, Frakklandi, Panama, Bretlandi, Bandaríkjunum og Úrúgvæ
Heimshluti Miðausturlönd og víðar
Fjöldi málhafa um 15 milljónir
Sæti 83
Ætt Semísk tungumál

  Vestursemísk mál
   Miðsemísk mál
    Norðvestursemísk mál
     Kanansmál
      Hebreska

Skrifletur Hebreska stafrófið
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Ísrael
Stýrt af Hebreskuakademían
(האקדמיה ללשון העברית, HaAqademia LaLashon Ha‘Ivrit)
Tungumálakóðar
ISO 639-1 he
ISO 639-2 heb
SIL heb
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Ritháttur og letur

Nútíma hebreska er rituð frá hægri til vinstri með hebresku letri. Nútímastafrófið er byggt á ferkantaðri leturgerð, sem er þekkt sem ashurit (assyríska) og hefur þróast úr arameíska stafrófinu. Skrifstafir hebreska stafrófsins eru meira hringlaga og eru sumir allfrábrugðnir samsvarandi prentstöfunum. Miðaldagerð skrifstafana þróaðist í aðra leturgerð, rashi letur, sem samsvarar skáletri og er notað fyrir undirmálstexta og skýringaglósur í trúartextum.

Sérhljóðar

Upprunalegir biblíutextar á hebresku innhéldu eingöngu samhljóða og stafabil og er sá ritháttur enn notaður í Torah-ritunum sem notuð eru í sýnagógum. Til er ritháttur sem inniheldur sérhljóða sem kallast niqqud (þýð. punktar) og þróaðist á fimmtu öld. Sérhljóðarithátturinn er einkum notaður í dag í prentuðum Biblíum og trúarritum en einnig í ljóðlist, barnabókum og byrjendatextum handa nemum í hebresku. Mest af hebreskum nútímatexta er ritaður með eingöngu samhljóðum, stafabilum og vestrænni punktasetningu og til að auðvelda lestur án sérhljóða eru svokallaðir matres lectionis (sjá neðar) notaðir í orðum sem annars væru rituð án þeirra með niqqud rithætti. Niqqud rithátturinn er stundum notaður þegar nauðsynlegt er að draga úr tvíræðri merkingu orða, (svo sem þegar ekki er hægt að skilja eins stafsett orð út frá samhengi í texta) og til að rita erlend nöfn í þýðingum.

Samhljóðar

Hebreskir samhljóðar eru allir táknaðir með einum staf (með fáeinum undantekningum í nútíma hebresku). Sumir samhljóðar eru táknaðir með sama bókstaf, t.d bókstafurinn “bet” fyrir samhljóðana /b/ og /v/ - en þá er greinarmunur gerður á “hörðum” samhljóða og “mjúkum” og ræðst framburðurinn þá oft af samhengi textans. Með punktarithætti, niqqud, eru harðir samhljóðar táknaðir með punkti, sem kallast dagesh, í miðju.

Það eru tuttugu og tveir bókstafir í hebreska stafrófinu, sem kallast „aleph bet“ eftir fyrstu tveimur stöfunum. Bókstafir stafrófsins eru eftirfarandi: Aleph, Bet/Vet, Gimel, Dalet, He, Vav, Zayin, Chet, Tet, Yod (borið fram Yud af Ísraelum), Kaf/Chaf, Lamed, Mem, Nun, Samekh, Ayin, Pe/Fe, Tzadi, Qof (borið fram Koof af Ísraelum), Resh, Shin/Sin, Tav.

Mater lectionis

Bókstafirnir he, vav og yod geta táknað samhljóðana /h/, /v/ og /j/ eða komið í stað sérhljóða og nefnast þeir þá „emot q´ria“ (matres lectionis á latínu eða „mæður lestrar“ á íslensku).

Stafurinn he í enda orðs táknar venjulega sérhljóðann /a/ sem venjulega þýðir að orðið er kvenkyns eða sérhljóðan /e/ sem þýðir yfirleitt að orðið er karlkyns. Í fáum tilfellum getur það táknað /o/ til dæmis í שְׁלֹמֹה (Shlomo, Solomon). He getur líka verið eignarfalls viðskeyti fyrir 3. persónu eintölu kvenkyni og er þá ekki matris lectionis heldur samhljóðinn /h/ en í hebresku talmáli er þessi greinarmunur sjaldan gerður.

Vav getur táknað /o/ eða /u/, og yod getur táknað /i/ eða /e/. Stundum er tvöfalt yod notað fyrir /ej/ eða /aj/ (þessi ritvenja þróaðist úr jiddísku). Í sumum ísraelskum nútímatextum er stafurinn alef notaður til að tákna langt /a/ í erlendum nöfnum, einkum af arabískum uppruna.

Áherslutákn

Það er ekki til neitt eitt staðlað tákn til að tákna áherslu í hebreskum texta. Venjulega er ekkert tákn fyrir áherslu. Stundum er áhersla merkt í bænatextum þannig að þegar áherslan er ekki á síðasta atkvæði orðs er lítið strik sett undir fyrsta samhljóðann í fyrsta áhersluatkvæðinu.

Seinna áhersluatkvæði í orði er hægt að tákna með lóðréttu striki sem kallast meteg (מתג), og er vinstra megin við sérhljóðann.

Þessi tákn eru eingöngu notuð í niqqud texta.

Málfræði

Í hebresku er enginn ótiltekinn greinir. Tiltekni greinirinn er -ha og er hann forskeyttur. Í hebresku eru tvö málfræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn. Karlkyns nafnorð enda á -ím í fleirtölu oftast eða alltaf en kvenkyns nafnorð á -ot.

Heimildir

Tenglar

Arabíska

Arabíska (العربية) er semískt tungumál sem er upprunið á Arabíuskaganum, en breiddist yfir stærra svæði með útbreiðslu Íslams og er nú talað víðast hvar alla leið frá Marokkó til Íraks. Arabíska er eitt helsta sameiningartákn þeirra sem í dag kalla sig Araba sem eru mun fleiri en þeir sem búa á Arabíuskaganum.

Arabísku má skipta í tvennt, bókmenntaarabísku og talaða arabísku. Sú fyrrnefnda er notuð í formlegu máli af flestum fjölmiðlum og í bókum nær alls staðar þar sem arabíska er töluð og er sú arabíska sem notuð er Kóraninum. Síðarnefnda gerðin skiptist hins vegar í margar mállýskur sem talaðar eru þvert yfir svæðið. Þær eru mjög misjafnar og skiljast jafnvel ekki af þeim sem tala aðrar mállýskur.

Ariel Sharon

Ariel Sharon (hebreska: אריאל שרון)

(26. febrúar 1928 – 11. janúar 2014) var fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og herforingi. Hann fékk heilablæðingu í starfi í byrjun árs 2006 og lá lengst af meðvitundarlaus síðan þar til hann lést. Þáverandi varaforsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, tók við sem starfandi forsætisráðherra í veikindum Sharons. Flokkur þeirra, Kadima, vann stórsigur í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru 28. mars 2006 og Olmert tók formlega við forsætisráðherraembættinu 14. apríl sama ár eftir að hafa verið starfandi forsætisráðherra síðan 4. janúar.

Benjamin Netanyahu

Benjamin „Bibi“ Netanyahu (hebreska: בִּנְיָמִין נְתַנְיָהוּ) (f. 21. október 1949 í Tel Aviv) er níundi og núverandi forsætisráðherra Ísraels síðan 2009, en hafði fyrrum þjónað því embætti milli 1996 til 1999. Hann situr á ísraelska þjóðingingu Knesset (hebreska: הַכְּנֶסֶת) sem formaður Likud-flokksins og er fyrsti forsætisráðherra landins sem er fæddur eftir að ísraelska ríkið var stofnað.

Dauðahaf

Dauðahaf eða Saltisjór (arabíska: البحر الميت,hebreska ים המלח) er lægsti sýnilegi punkturinn á yfirborði jarðar; yfirborð þess liggur 417,5 metra undir sjávarmáli. Það liggur á landamærum Ísraels, Vesturbakkans og Jórdaníu, í Sigdalnum mikla. Vatnið er dýpsta salttjörn heims. Það er 76 km að lengd, allt að 18 km breitt og 400 metra djúpt þar sem það er dýpst. Dauðahafið hefur ekkert afrennsli, þannig að allt sem í það rennur gufar upp.

David Ben-Gurion

David Ben-Gurion (Hebreska: דָּוִד בֶּן-גּוּרִיּוֹן‎; 16. október 1886 – 1. desember 1973) var fyrsti forsætisráðherra Ísraels (1948-1953, 1955-1963). Ben-Gurion er minnst fyrir að hafa lesið upp sjálfstæðisyfirlýsingu Ísraels þann 14. maí 1948, og fyrir áhrif sín í baráttu síonista fyrir stofnun landsins.

Hebreska biblían

Hebreska biblían er það heiti sem Gyðingar nota á stundum um þau rit sem kristnir nefna Gamla testamentið og eru sameiginleg helgirit kristinna og Gyðinga. Nafnið og hugtakið "Gamla testamentið" er einungis notað í kristni.

Hebreska biblían er torah (lögmálið), ritin og spámennirnir. Torah eða lögmálið eru Mósebækurnar fimm, ritin eru söguritin, spekiritin og sálmarnir og að lokum spámannaritin.

Í Fyrstu Mósebók segir frá því að Guð hafi gert eilífan sáttmála við afkomendur Abrahams, þ.e. gyðinga. Sem hluti af sáttmálanum lofar hann þeim eigin landi, Fyrirheitna landinu, sem er ein af undirstöðum zíonisma.

Textinn í Fyrstu Mósebók 17 er eftirfarandi:

„Ég set sáttmála minn milli mín og þín og þinna niðja eftir þig, kynslóð eftir kynslóð, eilífan sáttmála. Ég mun vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig. Landið þar sem þú nú býrð landlaus, allt Kanaansland, gef ég þér og niðjum þínum eftir þig til ævinlegrar eignar. Og ég vil vera þeirra Guð.“

Hebreska sjálfstjórnarfylkið

Hebreska sjálfstjórnarfylkið (á rússnesku: Еврейская автономная область), er í Rússneska sambandsríkinu og ein 83 eininga þess. Það liggur að Khabarovskfylki og Amúrfylki í austurhluta sambandsríkisins og við landamæri Heilongjiang-héraðs í Kína. Fylkið er um 36.000 ferkílómetrar.

Árið 2010 voru íbúar um 176.558, af ýmsu þjóðerni, en langstærstur hluti þeirra Rússar eða 93%. Önnur þjóðarbrot eru: Úkraínumenn 3% og Gyðingar um 1%. Höfuðstaður fylkisins er Birobidzhan með um 75 þúsund íbúa.

Hebreskt stafróf

Hebreska stafrófið (hebreska: אָלֶף-בֵּית עִבְרִי‎,) er eitt abdsjad sem samanstendur af 22 stafagerðum. Einnig má finna lítið breyttar útgáfur stafanna í nokkrum öðrum tungumálum innan Samfélags gyðina en þar ber helst að nefna jiddísku, ladino og judeo arabísku. Fimm stafagerðir hafa mismunandi bitringamyndir þegar þau koma fyrir aftast í orði.

Hebreska er skrifuð frá hægri til vinstri. Fjöldi stafa, uppröðun, nöfn og hljóðfræði eru sams konar og í Arameíska stafrófinu en bæði tungumálin notuðust við fönikískt stafróf á undir lok annarar aldar fyrir Krist.

Samkvæmt nútíma fræðimönnum er nútíma ritmál hebresku byggt á aramísku ritmáli frá þriðju öld f.Kr. en gyðingar höfðu notað það til þess að skrifa hebresku frá því um á 6. öld f. Kr. Fyrir þann tíma notuðust gyðingar við gamalt hebreskt ritmal en það er byggt á fönísku ritmáli frá því á 10. öld f.Kr. en það ritmál er notað enn í dag í trúarlegum verkum.

Jerúsalem

Jerúsalem, Jórsalir eða Jórsalaborg (hebreska: יְרוּשָׁלַיִם Yerushalayim; arabíska: القُدس al-Quds) er forn borg fyrir botni Miðjarðarhafs og lykilborg í sögu gyðingdóms, kristinna og múslima. Bæði gyðingar og palestínumenn gera tilkall til borgarinnar sem höfuðborgar ríkis síns (palestínumenn til framtíðarríkis). Hún er nú öll undir yfirráðum Ísraela.

Jiddíska

Jiddíska (ייִדיש yidish eða אידיש idish, bókstaflega „gyðingalegur“) er vesturgermanskt mál talað sem fyrsta mál af um 200 þúsund manns í Mið- og Austur-Evrópu, Bandaríkjunum og Ísrael, og af um það bil tveimur milljónum sem annað mál. Jiddíska er rituð með hebreska stafrófinu.

Þetta mál má rekja allt til 9. og 10. aldar þegar gyðingar frá Frakklandi og Norður-Ítalíu tóku að setjast að í talsverðu mæli í Vestur-Þýskalandi, einkum Rínarlöndum. Töluðu þeir rómanskar mállýskur þeirra landsvæða sem þeir komu frá en þær lituðust smám saman svo mjög af þýsku að nýtt mál varð til sem telst germanskt að málfræðilegri byggingu auk þess sem orðaforðinn er að verulegu leyti úr þýsku kominn.

Landið helga

Landið helga (hebreska: ארץ הקודש, (staðlað) Éreẓ haQodeš (tíberísk) ʾÉreṣ haqQāḏēš ; latína: Terra Sancta ; arabíska: الأرض المقدسة, al-Arḍ ul-Muqaddasah; fornamharíska: ארעא קדישא Ar'a Qaddisha) er heiti á hinu sögulega landi Ísrael og vísar til þess að þar eru margir helgistaðir þriggja abrahamískra trúarbragða: gyðingdóms, kristni og íslam. Nafngiftin stafar af trúarlegu mikilvægi Jerúsalem í þessum þremur trúarbrögðum og stöðu svæðisins sem hinu fyrirheitna landi gyðinga.

Krossferðir Vesturkirkjunnar á miðöldum voru farnar í því skini að ná Landinu helga undan yfirráðum múslima.

Páll postuli

Páll postuli (hebreska שאול התרסי‎ Šaʾul HaTarsi, sem merkir „Sál frá Tarsus“, forngríska Σαουλ Saoul og Σαῦλος Saulos og Παῦλος Paulos) „postuli heiðingjanna“, var, ásamt Pétri postula og Jakobi réttláta, ötulastur fyrstu kristniboðanna. Páll snerist til kristni á veginum til Damaskus þegar hann varð fyrir opinberun og Jesús Kristur upprisinn talaði við hann. Páli eru eignuð fjórtán af bréfum nýja testamentisins sem gengu meðal manna í fyrstu kristnu söfnuðunum. Bréfin eru talin elstu rit nýja testamentisins. Áhrif hans á kristna trú voru gríðarleg, einkum í Rómaveldi þar sem hann var að lokum handtekinn og hálshöggvinn að talið er árið 64 eða 67.

Páskar

Þessi grein fjallar um kristna páska. Sjá einnig Páskahald gyðingaPáskar (sem upphaflega kemur af hebreska orðinu pesaḥ eða pesach פֶּסַח sem þýðir „fara framhjá“, „ganga yfir“ en kom inn í íslensku gegnum orðið pascha í latínu) er sameiginlegt heiti á einni af aðalhátíðum gyðinga og mestu hátíð í kristnum sið. Þær eiga þó fátt annað sameiginlegt.

Rauðahaf

Rauðahaf (arabíska البحر الأحمر, al-Bahr al-ahmar; hebreska ים סוף Yam Suf; tígrinja ቀይሕ ባሕሪ, QeyH baHri) er flói eða innhaf úr Indlandshafi, á milli Afríku og Arabíuskagans í Asíu. Hafið tengist Indlandshafi í suðri um Adenflóa. Í norðri skagar Sínaískaginn inn í hafið. Hvorum megin við hann eru Akabaflói og Súesflói sem leiðir að Súesskurðinum. Hafið er 1900 km langt, en ekki nema 300 km breitt þar sem það er breiðast. Hafið nær yfir um 450.000 km² svæði.

Skrifletur

Skrifletur, ritmál, eða einfaldlega letur, er kerfi notað til þess að skrifa tungumál með táknum.

Tanakh

Tanakh [תנ״ך] er algengasta nafn Gyðinga á því sem einnig er nefnt Hebreska biblían. Nafnið Tanakh er er samsetning af skammstöfunum á upphafsstöfum hebresku nafna megintextanna, en þeir eru:

Torah (hebreska: תורה) þýðir "fræðsla," "kenning," eða "lögmál". Einnig nefnt Tjumash (hebreska: חומש) Mósebækurnar eða Fimmbókaritið

Nevi'im (hebreska: נביאים) þýðir "Spámannaritin"

Ketuvim (hebreska: כתובים) þýðir "Ritin" sem eru söguritin, spekiritin og sálmarnir.

Torah

Torah (תורה) er hebreska og þýðir "fræðsla," "kenning," eða "lögmál." Það er mikilvægasta rit í Gyðingdómi. Með hugtakinu Torah er oftast átt við fyrsta hluta Tanakh, það er fyrstu fimm bækur hebresku biblíunnar. Hugtakið er stundum notað sem almennt hugtak yfir öll helgirit Gyðingdóms og einnig munlega hefð. Kristnir guðfræðingar íslenska Torah venjulega sem "lögmálið".

Nöfn fyrstu fimm bókana á hebresku eru svo:

בראשית, Bereishit: "Í upphafi skapaði...", 1. Mósebók

שמות, Shemot: "Þessi eru nöfn...", 2. Mósebók

ויקרא, Vayikra: "Drottinn kallaði...", 3. Mósebók

במדבר, Bamidbar: "Drottinn talaði...", 4. Mósebók

(דברים, Devarim: "Þessi eru þau orð..", 5. MósebókTorah er einnig þekkt sem Mósebækurnar eða fimmbókaritið sem upphaflega var átt við þær hirslur sem geymdu bókarollurnar fimm.

Fyrir trúaða Gyðinga er Torah venjulega álitin bókstafleg orð Guðs eins og hann opinberaði þau fyrir Móses.

Ísrael

Ísraelsríki (hebreska: מדינת ישראל, Medinat Yisra'el; arabíska: دولة اسرائيل, Daulat Isra'il) er land í Miðausturlöndum fyrir botni Miðjarðarhafs, stofnað árið 1948. Landið er lýðveldi með þingbundinni stjórn og er yfirlýst gyðingaríki. Flestir íbúanna eru gyðingar en stór minnihlutahópur múslima, kristinna, Drúsa og Araba býr einnig í landinu. Zíonismi naut vaxandi fylgis eftir helförina í seinni heimsstyrjöld, sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis. Talsverð ólga hefur verið á svæðinu og í nágrannaríkjum allar götur síðan. Deilt er um stöðu hernumdu svæðanna sem eru Gólanhæðir, Vesturbakkinn og Gazaströndin. Heimastjórn Palestínumanna fer með völd á Vesturbakkanum en samtökin Hamas fara með stjórn á Gaza (sem Evrópusambandið, Bandaríkin og fleiri líta á sem hryðjuverkasamtök).

Ísraelsher

Ísraelsher (hebreska: צְבָא הַהֲגָנָה לְיִשְׂרָאֵל, bókstl. „varnarher Ísraels“) er her Ísraels og skiptist í landher, flugher og flota. Yfirmaður heraflans heyrir undir varnarmálaráðherra Ísraels.

Herinn var upphaflega stofnaður af David Ben-Gurion árið 1948. Kjarninn í honum kom úr vopnuðum uppreisnarhópum gyðinga í Palestínu: Haganah, Irgun og Lehi. Frá stofnun hefur herinn tekið þátt í fjölda styrjalda og býr því yfir einu reyndasta herliði heims. Upphaflega átti Ísraelsher í samstarfi við Frakka um kaup á hergögnum og þjálfun en frá Sex daga stríðinu 1967 hafa Bandaríkin átt í víðtæku hernaðarsamstarfi við Ísrael.

Herskylda er almenn í Ísrael frá 18 ára aldri. Karlmenn eru þrjú ár í hernum en konur tvö ár.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.