Galisía

Hnit: 42°50′0″N 2°41′0″V / 42.83333°N 2.68333°A

Galicía
Flag of Galicia Coat of Arms of Galicia (Spain)
Fáni Galisíu Skjaldarmerki Galisíu
Staðsetning Galisíu innan Spánar
Opinber tungumál Galisíska, Spænska
Höfuðborg Santiago de Compostela
Konungur Filippus 6.
Forseti Alberto Núñez Feijóo
Flatarmál 29,574 km²
Gjaldmiðill Evra (€)
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðsöngur Os Pinos (The Pines)
Landsnúmer +34 98-

Galisía (eða Jakobsland) er spænskt sjálfstjórnarsvæði á Norðvestur-Spáni. Galisía liggur norðan Portúgals og vestan spænsku sjálfstjórnarsvæðanna Kastilía-León og Astúría. Galisía skiptist í A Coruña-hérað, Lugo-hérað, Ourense-hérað og Pontevedra-hérað.

Galisía er 29,574 ferkílómetrar og íbúar héraðsins voru um 2.780.000 árið 2008. Svæðið, sem fékk sjálfstjórn árið 1981, Höfuðstaðurinn er Santiago de Compostela. Fjölmennasta borgin er Vigo í Pontevedra-sýslu. Opinber tungumál í Galisíu eru tvö, spænska og galisíska, sem er skyld portúgölsku.

Saga

Konungsríki var stofnað í Galisíu árið 395. Vísigotar náðu því á sitt vald seinna en Márar náðu aldrei eiginlegum völdum þar og Alfonso 1. Astúríukonungur rak þá burt árið 739 og innlimaði um leið Galisíu í ríki sitt. Síðar varð það hluti af konungsríkinu Kastilíu og Leon en naut þó stundum nokkurrar sjálfstjórnar.

Atvinnulíf

Galisíubúar lifðu löngum af landbúnaði og fiskveiðum og sumir höfðu einnig góðar tekjur af þjónustu við pílagríma eftir að pílagrímsferðir að gröf heilags Jakobs í Santiago de Compostela hófust á 9. öld. Á 20. öld varð mikil iðnaðaruppbygging í héraðinu en þar eru meðal annars bílaverksmiðjur og vefnaðariðnaður. Í bænum Arteixo í A Coruña-sýslu eru höfuðstöðvar Inditex, stærstu vefnaðarvörukeðju Evrópu og þeirrar næststærstu í heimi en þekktasta vörumerki keðjunnar er Zara.

Höfuðstöðvar spænsks sjávarútvegs eru í Vigo og þar hefur CFCA, Eftirlitsstofnun ESB með fiskveiðum, aðsetur sitt.

Tenglar

 
Spænsk sjálfstjórnarsvæði
Spænski fáninn
Andalúsía | Aragon | Astúría | Baleareyjar | Baskaland | Extremadúra | Galisía | Kanaríeyjar
Kantabría | Kastilía-La Mancha | Kastilía-León | Katalónía | La Rioja | Madríd | Múrsía | Navarra | Valensía
Ceuta | Melilla
Andalúsía

Andalúsía (spænska: Andalucía) er sjálfstjórnarsvæði á Suður-Spáni. Höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins er borgin Sevilla. Andalúsía skiptist svo í þessi átta héruð: Almería, Cádiz, Córdoba, Granada, Huelva, Jaén, Málaga og Sevilla.

Aragon

Aragon (aragónska og spænska: Aragón, katalónska: Aragó: ) er sjálfstjórnarsvæði á Spáni. Aragon skiptist í 3 héruð: Huesca-hérað, Zaragoza-hérað, and Teruel-hérað. Höfuðborgin er Saragossa.

Astúría

Astúria (spænska: Asturias, astúríska: Asturies) er sjálfstjórnarsvæði á Spáni.

Baskaland

Baskaland (Baskneska: Euskal Herria) er einnig heiti á landsvæði sem nær yfir Baskahéruð á Spáni og hluta af franska stjórnarsvæðinu Nýja-Akvitanía (franska: Nouvelle-Aquitaine).

Baskaland (spænska: País Vasco; baskneska: Euskadi) er spænskt sjálfstjórnarsvæði á Norður-Spáni. Höfuðstaður þess er Vitoria-Gasteiz. Aðrar stórar borgir eru Bilbo (spænska: Bilbao) og Donostia (spænska: San Sebastián).

Baskaland skiptist í héruðin: Álava-hérað, Biscay-hérað og Gipuzkoa-hérað.

Ceuta

Ceuta er agnarlítil spænsk sjálfstjórnarborg sunnan megin við Gíbraltarsund á norðurströnd Magrebsvæðisins. Á arabísku heitir það سبتة (Sabtah á hefðbundinni arabísku, Sebta í Marokkó).

Yfir Ceuta gnæfir hæðin Monte Hacho þar sem stendur virki spænska hersins. Monte Hacho er oft talið vera syðri súla Herkúlesar (en stundum er það talið vera Jebel Musa).

Extremadúra

Extremadúra (spænska: Extremadura) er sjálfstjórnarsvæði á Spáni. Það skiptist í héruðin Cáceres-hérað og Badajoz-hérað.

Galisía (Austur-Evrópa)

Galisía (pólska: Galicja, úkrainska: Галичина, þýska: Galizien, ungverska: Gácsország) er sögulegt landsvæði í austurhluta Mið-Evrópu sem nú er leyst upp og tilheyrir nú að hluta til Póllandi og að hluta til Úkraínu.

Vesturfurstadæmið í Úkraínu, Galisía, var stofnað á 12. öld og innlimað í Pólland á 14. öld. Galisía var hluti af

Austurríki-Ungverjalandi 1772-1919.

Íbúar Galisíu, Bukovinu og héraðsins Karpata-Úkraínu stofnuðu lýðveldið Austur-Galisíu árið 1918. Það var sameinað Úkraínu og innlimað í Sovétríkin en ári síðar var Austur-Galisía sett undir Pólland í friðarsamningunum í París.

Kanaríeyjar

Kanaríeyjar eru eyjaklasi í Atlantshafinu sem er spænskt sjálfstjórnarsvæði og eitt af "ystu svæðum" Evrópusambandsins, það er að segja í jaðri sambandsins. Eyjarnar eru úti fyrir vesturströnd Norður-Afríku (100 km vestur af Marokkó og Vestur-Sahara). Önnur spænsk sjálfstjórnarsvæði í Afríku eru borgirnar Ceuta og Melilla. Marokkó hefur gert tilkall til allra þessara svæða. Sjávarstraumarnir sem koma frá Kanaríeyjunum báru skip oft til Ameríku á nýlenduöldinni. Nafnið kemur úr latínu, Insularia Canaria, sem merkir Hundaeyjar.

Á eyjunum eru tvær höfuðborgir, Santa Cruz de Tenerife og Las Palmas de Gran Canaria, sem eru líka höfuðborgir samnefndra héraða Santa Cruz de Tenerife og Las Palmas. Þriðja stærsta borg Kanaríeyja, San Cristóbal de La Laguna á eyjunni Tenerífe, er á heimsminjaskrá UNESCO.

Kantabría

Kantabría (spænska: Cantabria) er sjálfstjórnarsvæði á Norður-Spáni. Auk þess er það eitt af 50 héruðum Spánar. Höfuðborg þess er Santander.

Kastilía-La Mancha

Kastilía-La Mancha (spænska: Castilla-La Mancha) er sjálfstjórnarsvæði á Suður-Spáni. Það skiptist í Albacete-hérað, Ciudad Real-hérað, Cuenca-hérað, Guadalajara-hérað og Toledo-hérað.

Kastilía-León

Kastilía-León (spænska: Castilla y León) er sjálfstjórnarsvæði á Spáni. Það skiptist í héruðin: Ávila-hérað, Burgos-hérað, León-hérað, Palencia-hérað, Salamanca-hérað, Segovia-hérað, Soria-hérað, Valladolid-hérað og Zamora-hérað.

Katalónía

Katalónía (Katalónska: Catalunya, oksítanska: Catalonha) er sjálfstjórnarsvæði á Spáni. Íbúafjöldi er um 7,5 milljónir (2016). Höfuðborgin er Barselóna. Katalónía skiptist í 4 héruð: Barselóna-hérað, Girona-hérað, Lleida-hérað og Tarragona-hérað.

La Rioja

La Rioja (spænska: La Rioja) er sjálfstjórnarsvæði á Spáni. Auk þess er það eitt af 50 héruðum Spánar.

Melilla

Melilla er spænsk útlenda og sjálfstjórnarborg á norðurströnd Afríku. Svæðið var fríhöfn þar til Spánn gekk í Evrópusambandið. Marokkó gerir tilkall til svæðisins.

Sjálfstjórnarsvæðið Madríd

Sjálfstjórnarsvæðið Madríd (spænska: Comunidad de Madrid) er spænskt sjálfstjórnarsvæði á miðjum Pýreneaskaganum fyrir miðbik Spánar. Höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins og jafnframt Spánar er Madríd.

Sjálfstjórnarsvæðið Múrsía

Sjálfstjórnarhéraðið Múrsía (spænska: Murcia) er spænskt sjálfstjórnarsvæði á Suðuraustur-Spáni, á milli Valensía og Andalúsíu. Höfuðborg svæðisins ber sama nafn, Múrsía. Önnur stærsta borgin er Cartagena.

Sjálfstjórnarsvæðið Valensía

Sjálfstjórnarsvæðið Valensía (valensíska: Comunitat Valenciana, spænska: Comunidad Valenciana) er spænskt sjálfstjórnarsvæði við Miðjarðarhafsströnd Spánar.

Það skiptist í þrjú héruð, Castellónhérað, Valensíahérað og Alícantehérað.

Sovétlýðveldi

Sovétlýðveldi eða ráðstjórnarríki er lýðveldi sem stjórnað er af sovéti (verkamannaráði) og getur átt við:

Ýmis skammlíf lýðveldi sem stofnuð voru af kommúnistum í kjölfar rússnesku byltinarinnar:

Verkamanna- og hermannaráð sem voru stofnuð í Þýskalandi í Þýsku byltingunni 1918-19, í Kíl, Bremen, Braunschweig, Würzburg, München (Sovétlýðveldið Bæjaraland) og Elsass (Sovétlýðveldið Elsass).

Sovétlýðveldið Búkara 1920-1924

Sósíalíska sovétlýðveldið Búkara 1924-1925

Kínverska sovétlýðveldið 1931-1934

Eistneska verkamannakommúnan 1918-1919

Finnska sósíalistalýðveldið 1918

Sovétlýðveldið Galisía 1920

Húnansovétið í Kína um 1927

Sovétlýðveldið Ungverjaland 1919

Limerick-sovétið 1919

Sovétlývðeldið Litháen-Hvíta-Rússland 1919

Sovétlýðveldið Persía 1920-1921

Užice-lýðveldið 1941

Sovétlýðveldið Slóvakía 1919

Sovétlýðveldið Naissaar 1917-1918

Lýðveldi Sovétríkjanna 1922 til 1991:

Sovétlýðveldið Rússland

Sovétlýðveldið Úkraína

Sovétlýðveldið Hvíta-Rússland

Sovétlýðveldið Armenía

Sovétlýðveldið Georgía

Sovétlýðveldið Aserbaísjan

Sovétlýðveldið Litháen

Sovétlýðveldið Lettland

Sovétlýðveldið Eistland

Sovétlýðveldið Moldóva

Sovétlýðveldið Kasakstan

Sovétlýðveldið Kirgisía

Sovétlýðveldið Úsbekistan

Sovétlýðveldið Túrkmenía

Sovétlýðveldið Tadjikistan

Nokkur lýðveldi Sovétríkjanna sem voru lögð niður áður en Sovétríkin liðuðust í sundur:

Sovétlýðveldið Karelía-Finnland 1940-1956

Sovétlýðveldið Transkákasía 1922-1936

Sovétlýðveldið Búkara 1920-1925

Sovétlýðveldið Kórasmía 1920-1925

Spánn

Spánn (spænska: España; katalónska Espanya; baskneska Espainia) er konungsríki á Íberíuskaga í Suðvestur-Evrópu. Hið opinbera heiti landsins er Konungsríkið Spánn (Reino de España). Lönd sem liggja að Spáni eru Portúgal að vestan og Frakkland að austan. Auk þess er örríkið Andorra í Pýreneafjöllum á landamærum Spánar og Frakklands. Syðst á Spáni er kletturinn Gíbraltar, sem er lítið landsvæði undir yfirráðum Breta. Að norðaustan liggur Biskajaflói að Spáni, Atlantshafið að suðvestan og að sunnan er Gíbraltarsund og svo Miðjarðarhafið að suðaustan og austan. Syðsti oddi Spánar er jafnframt syðsti oddi meginlands Evrópu. Spáni tilheyra Baleareyjar í Miðjarðarhafi (Majorka, Menorka og Íbísa), Kanaríeyjar í Atlantshafi og útlendurnar Ceuta og Melilla í Norður-Afríku.

Spánn er rúmlega 505 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli eða um það bil fimm sinnum stærra en Ísland. Á Spáni búa um 46 milljónir manna. Stærstu borgir Spánar eru höfuðborgin, Madrid og Barcelona. Í Madríd búa um 5,5 milljónir manna og tæpar fimm milljónir í Barselóna. Spánn er fornfrægt menningarríki. Arabar og Berbar lögðu hluta af Spáni undir sig á miðöldum og voru þar kallaðir Márar. Miklar minjar eru um dvöl þeirra á Spáni, meðal annars Alhambrahöllin. Barselóna þykir mjög athyglisverð fyrir nútímabyggingarlist og ber þar helst að nefna Antoni Gaudí en byggingar hans eru víða í borginni.

Spánn var einræðisríki undir stjórn Franciscos Franco einræðisherra frá 1939 til 1975. Jóhann Karl 1. var konungur Spánar frá 1975 til 2014. Núverandi konungur er Filippus 6.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.