Fornbretar

Fornbretar voru þeir Keltar sem bjuggu á Bretlandi frá járnöld til upphafs miðalda. Þeir töluðu keltneska tungumálið bresku eða brýþonsku. Þeir bjuggu sunnan við Firth of Forth, en eftir 5. öld flutti talsverður fjöldi þeirra til meginlands Evrópu þar sem þeir settust að í Bretagne í Frakklandi og í Britoniu á því svæði sem er nú Galisía á Spáni. Mikið hefur verið deilt um tengsl þeirra við Pikta sem bjuggu norðan við Firth of Forth en talið er að péttneska, tungumál Pikta, sé brýþónskt tungumál skylt bresku en talsvert ólíkt henni.

Fyrstu sannindamerki um Breta og tungumál þeirra eru frá járnöld. Eftir landvinninga Rómverja árið 43 e.Kr. hófst tímabil rómversk-breskrar menningar. Við komu Engilsaxa á 5. öld fór menningu Fornbreta hnignandi. Fyrir 11. öld höfðu afkomendur þeirra skipst í marga ólíka hópa og nú er átt við Walesbúa, Kornbreta, Bretóna og fólkið frá Hen Ogledd („gamla norðrinu“). Með tímanum breyttist breska í fjögur aðskilin tungumál: velsku, kornísku, bretónsku og kumbrísku.

Map Gaels Brythons Picts GB
Stóra-Bretland um miðja 5. öld.
     Brýþonsk tungumál
     Gelísk tungumál
     Péttnesk tungumál
Guernsey

Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.Guernsey er eyja í Ermarsundi og annað tveggja umdæma Ermarsundseyja. Umdæminu tilheyra, auk Guernsey, eyjarnar Alderney, Sark, Herm, Jethou, Brecqhou, Burhou og fleiri smáeyjar. Bretland hefur umsjón með utanríkismálum og varnarmálum eyjanna, en þær eru þó ekki hluti af breska konungdæminu heldur hertogadæminu Normandí, en hertoginn af Normandí er einn af titlum Bretadrottningar. Guernsey hefur því sitt eigið löggjafarþing en Bretland fer með varnir eyjanna. Guernsey er ekki hluti af Evrópusambandinu en hefur sérstök tengsl við það. Þótt Guernsey og Jersey séu saman kallaðar Ermarsundseyjar er stjórnsýsla þessara tveggja umdæma algerlega aðskilin.

Íbúar Guernsey eru um 65.000 talsins og þar af búa um 16.500 í höfuðstaðnum, St. Peter Port. Efnahagslíf eyjarinnar byggist á fjármálaþjónustu, iðnaði, ferðaþjónustu og landbúnaði.

Saga Englands

Um ritið eftir David Hume, sjá Saga Englands (Hume).

Saga Englands hefst með komu manna fyrir nokkrum þúsundum ára síðan. Neanderdalsmenn náðu því svæði sem nú er kallað England, innan Bretlands, fyrir 230.000 árum síðan. Þar hófst látlaus mannabúseta fyrir 12.000 árum síðan, undir lok síðustu ísaldar. Á svæðinu eru fjölmargar leifar frá miðsteinöld, nýsteinöld og bronsöld, eins og Stonehenge og Avebury. Á járnöld bjuggu þeir Keltar sem kallaðir eru Fornbretar í Englandi, eins og í öllum hlutum Stóra-Bretlands suðan við Firth of Forth í Skotlandi. En þar bjuggu líka nokkrir ættflokkar frá Gallíu. Árið 43 e.Kr. hófust landvinningar Rómverja á Bretlandi og héldu Rómverjar stjórn héraðsins Brittaníu fram á 5. öld.

Fráhvarf Rómverja úr landinu gerði innrás Engilsaxa mögulega og er hún oft talin vera uppruni landsins England og Englendinga. Engilsaxar voru hópur ýmissa Germana sem stofnuðu nokkur konungsríki sem urðu mikilvæg veldi á svæðinu þar sem nú eru England og suðurhlutar Skotlands. Tungumál þeirra var fornenska, en hún útrýmdi fyrra tungumáli Keltanna, bresku. Engilsaxar börðust við ríki í Wales, Cornwall og Hen Ogledd („gamla norðrið“, þeir landshlutar í Norður-Englandi og Skotlandi þar sem töluð voru brýþonsk tungumál) og börðust einnig sín á milli. Víkingar gerðu margar árásir á Englandi eftir árið 800 e.Kr. og fornnorrænir menn tóku stjórn á stórum hluta þessa svæðis. Á þessu tímabili reyndu nokkrir stjórnendur að sameina ýmis engilsaxnesku konungsríkjanna. Það varð til þess að konungsríkið England myndaðist fyrir 10. öldina.

Árið 1066 sigruðu og unnu Normannar land á Englandi. Það voru mörg borgarastríð og orrustur við önnur lönd á miðöldum. Á endurreisninni var England undir stjórn Túdor-ættarinnar. England sigraði Wales á 12. öldinni og þá sameinuðust England og Skotlandi á 18. öldinni og mynduðu konungsríkið Stóra-Bretland. Á eftir Iðnbyltinguna stjórnaði Bretland stóru heimsveldi um allan heim, sem var það stærsta í heimi. Mörg lönd í heimsveildinu urðu sjálfstæð undan Bretlandi á 20. öldinni en það hafði mikil áhrif á menningu þeirra og leyfir enn áhrifunum.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.