Eyjahaf

Hnit: 39°N 25°A / 39°N 25°A

Aegean Sea map
Kort af Eyjahafi

Eyjahaf (í fornu máli nefnt Grikksalt) (gríska Αἰγαῖον Πέλαγος; tyrkneska Ege Denizi) er hafsvæði í austanverðu Miðjarðarhafi á milli Grikklands og Anatólíuskagans. Það tengist Marmarahafi og Svartahafi um Dardanellasund og Bosporussund. Í suðri afmarka Krít og Ródos hafið frá meginhluta Miðjarðarhafs.

Anadyrflói

Anadyrflói er stór flói í Beringshafi norðaustan við Síberíu. Hann dregur nafn sitt af borginni Anadyr í Rússlandi.

Balkanskagi

Balkanskagi er landsvæði í Suðaustur-Evrópu. Landsvæðið er ekki eiginlegur skagi í landfræðilegum skilningi en er þó umlukið höfum að vestan, sunnan og austan. Það dregur nafn sitt af Balkan-fjallgarðinum í Búlgaríu og Serbíu. Alls er landsvæðið 728.000 km². Á Balkanskaga eru yngsti berggrunnur Evrópu.

Í norðri eru mörkin miðuð við fljótin Dóná, Sava og Kupa.

Í vesturátt er Adríahaf, í suðri Jónahaf, Eyjahaf og Marmarahaf og í austri Svartahaf.

Þau lönd sem eru á Balkanskaganum, að öllu leyti eða hluta til, eru

Albanía 100%

Bosnía og Hersegóvína 100%

Búlgaría 100%

Grikkland 100%

Kosóvó 100%(lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu 17. febrúar 2008)

Makedónía 100%

Svartfjallaland 100%

Serbía 73%Króatía 49%

Rúmenía 9%

Tyrkland 5%

Balíhaf

Balíhaf er hafsvæðið norðan við Balí og sunnan við Kangeaneyjar í Indónesíu. Hafið er suðvesturhluti Flóreshafs.

Helsingjabotn

Helsingjabotn nefnist nyrsti hluti Eystrasalts. Það er hafsvæðið á milli austurstrandar Svíþjóðar og vesturstrandar Finnlands. Við syðri endann liggja Álandseyjar.

Indlandshaf

Indlandshaf er þriðja stærsta úthaf jarðar og þekur um 20% af yfirborði hennar, eða 73.556.000 km². Það markast af suðurströnd Asíu í norðri (Indlandsskaga), Arabíuskaganum og Afríku í vestri, í austri af Malakkaskaga, Sundeyjum og Ástralíu og í suðri af Suður-Íshafinu. Það greinist frá Atlantshafinu við 20. lengdargráðu austur og frá Kyrrahafi við 147. lengdargráðu austur. Nyrsti punktur Indlandshafs er í Persaflóa. Eyríki í Indlandshafi eru Madagaskar, Kómoreyjar, Seychelleseyjar, Maldíveyjar, Máritíus og Srí Lanka. Indónesía er við jaðar þess.

Meðaldýpi er tæplega 3,75 km en mesta dýpt rétt rúmir 7 250 m.

Dýpsti hluti Indlandshafs er nefndur Java-áll

Jónahaf

Jónahaf (gríska: Ιóνιo Πελαγoς; albanska: Deti Ion) er hafsvæði í Miðjarðarhafi á milli Suður-Ítalíu, Albaníu (Otrantósund) og Grikklands (Jónaeyjar).

Jónahaf tengist við Tyrrenahaf um Messínasund og við Adríahaf um Otrantósund.

Krítarhaf

Krítarhaf er syðsti hluti Eyjahafs norðan við eyjuna Krít. Það nær frá Kýteru í vestri að Tylftareyjunum Karpatos og Kassos í austri.

Moroflói

Moroflói er stór flói í Súlavesíhafi syðst á eyjunni Mindanaó á Filippseyjum.

Myrtóíska haf

Myrtóíska haf er hafsvæði í Eyjahafi á milli Hringeyja og Pelopsskaga sunnan við Evboju, Attíku og Argólis. Hafið er talið draga nafn sitt af goðsagnapersónunni Myrtílosi sem Pelops drap og kastaði í hafið.

Mólúkkahaf

Mólúkkahaf er hafsvæði í vestanverðu Kyrrahafi milli Bandahafs í suðri og Súlavesíhafs í norðri.

Norður-Íshaf

Norður-Íshafið er 14.090.000 km² stórt úthaf á Norðurslóðum sem umlykur Norðurpólinn. Það er minnst af fimm úthöfum jarðar og það grynnsta; 1.205 metra djúpt að meðaltali og 3.440 metra djúpt þar sem það er dýpst. Stór hluti hafsins er þakinn íshellu sem breytist bæði að stærð og lögun eftir árstíðunum.

Lönd sem liggja að Norður-Íshafinu eru Noregur, Rússland, Bandaríkin, Kanada, Grænland og Ísland.

Norðursjór

Norðursjór eða Englandshaf er hafsvæði í Atlantshafinu sem markast af meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum, Danmörku og Noregi. Norðursjór tengist við Eystrasalt í austri um Skagerrak og Kattegat, Stórabelti og Litlabelti. Að sunnanverðu er tenging um Dover-sund og Ermarsund sem leiðir út í Atlantshafið aftur og að norðanverðu endar Norðursjór þar sem Noregshaf hefst.

Panamaflói

Panamaflói er flói í Kyrrahafi við suðurströnd Panama. Hann tengist Karíbahafi um Panamaskurðinn. Höfuðborg Panama, Panamaborg, stendur við strönd flóans.

Seramhaf

Seramhaf er hafsvæði milli Mólúkkaeyjanna Seram og Buru í suðri og Obieyja og Sulaeyja í norðri.

Sibuyanhaf

Sibuyanhaf er hafsvæði í Kyrrahafi við Filippseyjar, milli Visayaseyja og Luzon.

Sidraflói

Sidraflói er flói í Miðjarðarhafi við strönd Líbýu. Flóinn er helsta miðstöð túnfiskveiða í Miðjarðarhafi.

Suðureyjahaf

Suðureyjahaf er hafsvæði undan norðvesturströnd Skotlands á milli Ytri-Suðureyja og Innri-Suðureyja og meginlandsins. Í norðri er Skotlandsfjörður.

Svartahaf

Svartahaf er innhaf á mörkum Evrópu og Litlu-Asíu sem þekur um 450 þúsund km² svæði. Það er 1.154 kílómetrar að lengd og 610 kílómetrar á breidd. Mesta dýpt þess er 2.200 metrar. Það tengist við Miðjarðarhaf um Bospórussund, Marmarahaf og Dardanellasund, og við Asóvshaf, sem er innhaf úr Svartahafi, um Kretj-sund.

Stærstu hafnarborgirnar við hafið eru Ódessa og Sevastópol og eru þær báðar í Úkraínu.

Eftirtalin lönd eiga strönd að Svartahafi:

Búlgaría

Georgía

Rúmenía

Rússland

Tyrkland

Úkraína

Álandshaf

Álandshaf er hafsvæði í Eystrasalti milli Álandseyja og Svíþjóðar. Þar sem styst er milli landa heitir Syðri-Kverk. Norðan við Álandshaf er Botnhaf í Helsingjabotni.

Norður-Íshaf
Atlantshaf
Indlandshaf
Kyrrahaf
Suður-Íshaf
Landlukt höf

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.