David Ricardo

David Ricardo (18. apríl 1772 í London á Englandi11. september 1823) var breskur stjórnmálafræðingur og hagfræðingur af portúgölskum gyðingaættum. Honum er oft eignaður heiðurinn á því að hafa kerfisbundið hagfræðina en hann var ásamt þeim Thomasi Malthus og Adam Smith einn áhrifamesti hagfræðingur sögunnar. Ricardo var einnig viðskiptamaður, fjárfestir og auðmaður.

David ricardo
David Ricardo

Jarðrenta

Ricardo - Opere, 1852 - 5181784
Works, 1852

Ricardo kom fyrstur orðum að því sem að aðrir höfðu ef til vill veitt athygli að framboð á landi, það er jörðum héldist nokkur nveginn fast. Þess vegna væri það þannig að þegar eftirspurn á landi eykst þá hækkaði verðið og öfugt. Þar sem þessi verðbreyting verður án nokkurs vinnuframlags af hálfu eiganda jarðarinnar kallaði hann þetta jarðrentu. Seinna meir átti bandarískur hagfræðingur, Henry George, eftir að veita þessu athygli og leggja til að jarðir yrðu skattlagðar með sérstökum auðlindaskatt.

Hlutfallslegir yfirburðir

Ein helsta hugmynd Ricardos leit að hlutfallslegum yfirburðum (e. comparative advantage) í verkaskiptingu. Þá er átt við að sökum náttúrulegra orsakna, til dæmis gena eða misjafnri dreifingu náttúruauðlinda, hentar það mismunandi einstaklingum að sérhæfa sig á því sviði þar sem framleiðni þeirra er sem mest.

Þetta gæti virst sjálfgefið við fyrstu sín en á 18. öld var Ricardo fyrstur til að yfirfæra þessa hugmynd yfir á þjóðhagfræði. Til dæmis að þar sem Íslendingar hafa gjöful fiskimið og Spánverjar framleiða mikið af víni væri það hagkvæmt að Íslendingar slepptu framleiðslu víns og Spánverjar einbeittu sér frekar að því en að veiða og viðskipti þjóðanna á milli séu til þess að báðar hefðu gnótt af hvoru.

Tenglar

11. september

11. september er 254. dagur ársins (255. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 111 dagar eru eftir af árinu.

18. apríl

18. apríl er 108. dagur ársins (109. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 257 dagar eru eftir af árinu.

Adam Smith

Adam Smith (skírður 16. júní 1723 – 17. júlí 1790) var skoskur heimspekingur og er meðal áhrifamestu hagfræðinga allra tíma. Smith er einnig einn helsti hugsuður frjálshyggjunnar og mikilvægur boðberi upplýsingarinnar. Rit hans Auðlegð þjóðanna, sem kom út 1776, var ein fyrsta tilraunin til að rannsaka þróun viðskipta og iðnaðar í Evrópu. Óumdeilt er að ritið hefur haft mikil áhrif á alla kenningasmíð um efnið allar götur síðan. Smith greiddi þannig veginn fyrir tilurð hagfræðinnar en auk þess er rit hans enn þá eitt helstu rita um kapítalisma.

Efnahagsleg hnattvæðing

Efnahagsleg hnattvæðing er sú tegund hnattvæðingar sem snýr að efnahagslegum þáttum samfélagsins. Með hugtakinu er fyrst og fremst átt við aukna samþættingu hagkerfa á heimsvísu, þannig að þau verða háðari hvoru öðru og efnahagslegar hindranir þeirra á milli minnka til muna. Þetta ferli fer gjarnan fram samhliða iðnvæðingu og auknum tækniframförum, sérstaklega hvað varðar samgöngur og samskipti. Efnahagsleg hnattvæðing er aðgreind frá félagslegri, stjórnmálalegri og menningarlegri hnattvæðingu.Efnahagslegri hnattvæðingu er gjarnan skipt í fimm tímabil og er hún fyrst talin hafa hafist fyrir alvöru á 18. öld, í kjölfar iðnbyltingarinnar.

England

England (borið fram /ˈɪŋglənd/ á ensku) er land sem er hluti af Bretlandi. Ábúendur þess eru yfir 83% af íbúum Bretlands. England á landamæri við Skotland í norðri, Wales í vestri og annarsstaðar móta Norðursjór, Írlandshaf, Keltahaf, Bristol-sund og Ermarsund landamæri þess. Höfuðborg landsins er London sem er stærsta þéttbýli Bretlands.

England varð að sameinuðu ríki árið 927 og dregur nafn sitt af „Englum“ sem var germanskur ættflokkur sem settist að á 5. og 6. öld. England hefur haft veruleg menningarleg og lögfræðileg áhrif á umheiminn og er einnig upphafsstaður enskra tungu.

Hagfræði

Hagfræði er félagsvísindagrein sem fæst við það hvernig einstaklingar, fyrirtæki og samfélög ráðstafa takmörkuðum auðlindum og gæðum. Hagfræðingar rannsaka meðal annars hvernig framleiðendur og neytendur skiptast á gæðum og framleiðsluþáttum, hvernig hagrænir hvatar hafa áhrif á ákvarðanatöku, hvernig starfsemi í samfélögum þróast yfir tíma og hvernig yfirvald getur haft áhrif á ráðstöfun aðfanga og gæða.

Helsta forsenda margra hagfræðilíkana er að einstaklingar hugsi rökrétt og að fyrirtæki hafi það eina markmið að hámarka hagnað. Að þessum forsendum gefnum komast ríkjandi hagfræðikenningar að þeirri niðurstöðu að markaðir séu venjulega hagkvæmasta leiðin til að stýra efnahagsstarfsemi en að inngrip af hálfu ríkisvalds geti stundum bætt niðurstöðu markaða. Hagvöxt má auka með auknum sparnaði, hagkvæmni og tækni, og ríkisvald getur, að minnsta kosti til skamms tíma, haft áhrif á hagstærðir á borð við verðbólgu og atvinnuleysi. Rekstrarhagfræði fæst við rannsóknir á einstökum mörkuðum en þjóðhagfræði á hagkerfum í heild sinni.

Heimspekingar hafa skrifað um hagfræðileg málefni frá fornöld, en hagfræðin varð til sem eiginleg fræðigrein á 18. öld. Adam Smith, David Ricardo, Thomas Malthus og fleiri tilheyrðu klassíska tímabilinu í hagfræði. Nýklassísk hagfræði bætti á kenningar þeirra með jaðargreiningu og forsendunni um hagræna rökvísi. Nútíma þjóðhagfræði varð til í byrjun 20. aldar og varð að miklu leyti vinsæl fyrir tilstuðlan John Maynard Keynes. Í dag starfa hagfræðingar á ýmsum sviðum atvinnulífsins og sem ráðgjafar við opinbera stefnumótun.

James Mill

James Mill (6. apríl 1773 – 23. júní 1836) var skoskur sagnfræðingur, heimspekingur og hagfræðingur.

Mill lærði guðfræði í Edinborgarháskóla en flutti síðan til London 1802 þar sem hann fékkst við greinarskrif fyrir dagblöð og tímarit þar til hann gaf út meginverk sitt History of British India (sem kom út í sex bindum 1818 – 1819 og síðar í tíu bindum 1872) þar sem hann rekur sögu breskra yfirráða á Indlandi og gagnrýnir harðlega stjórn landsins á ýmsum tímum. Á þeim tíma var hann starfsmaður hjá Breska Austur-Indíafélaginu og hafði því mikil áhrif á þróun stjórnar Breska heimsveldisins á Indlandi þótt hann hefði aldrei komið þangað og byggði greiningu sína aðeins á heimildum.

Í hagfræði var hann á sömu línu og David Ricardo. Elements of Political Economy kom út 1821. Analysis of the Phenomena of the Human Mind sem kom út 1835 er síðan tilraun til að greina sálarlífið í anda skosku upplýsingarinnar sem hafði áhrif á sálfræði og siðfræði.

James Mill var faðir heimspekingsins og hagfræðingsins Johns Stuarts Mill sem lýsti honum sem nokkuð skapstyggum manni.

John Stuart Mill

John Stuart Mill (20. maí 1806 – 8. maí 1873) var frjálslyndur breskur heimspekingur, þingmaður á breska þinginu og einn frægasti málsvari nytjastefnu og raunhyggju. Hann hefur verið nefndur áhrifamesti enskumælandi heimspekingur 19. aldarinnar. Hann ritaði Frelsið 1859 og Kúgun kvenna 1869. Hann sat á þingi frá 1865 til 1868. Hann var mun frægari talsmaður nytjastefnu en guðfaðir hans Jeremy Bentham. Skrif Mills um kúgun kvenna eru talin marka tímamót í þróun femínisma.

Kapítalismi

Kapítalismi eða auðvaldsskipulag er hagkerfi þar sem framleiðslutæki eru almennt í einkaeign og vinnandi fólk fær laun fyrir að selja vinnuafl sitt og vinna við þau. Verð á vörum og þjónustu, sparnaður, laun, fjárfestingar og framleiðsla ákvarðast oftast af markaðslögmálum. Þeir sem telja kapítalisma vera æskilegt hagkerfi eru oft kallaðir auðvaldssinnar eða auðhyggjumenn. Stundum eru þeir kallaðir kapítalistar, þótt það orð eigi strangt til tekið við fólk sem lifir á arðinum af eignum sínum, atvinnutækjum, fasteignum eða fjármagni.

Sumir fræðimenn telja að rétt sé að nefna mörg hagkerfi sem kenna sig við kapítalisma, t.d. hin norrænu velferðarríki, blönduð hagkerfi vegna þess hversu stórt hlutverk ríkið leikur í efnahagnum og eignarhald þess sé annars eðlis en einkaeignarhald. Aðrir álíta að í þjóðfélagi þar sem hagkerfið er á annað borð kapítalískt, sé ríkiseign eða ríkisrekstur ekki annars eðlis í sjálfu sér, heldur önnur útfærsla á kapítalískum rekstri.

Listi yfir hagfræðinga

Listi yfir hagfræðinga.

Marxismi

Marxismi er hugmyndafræði sem tekur yfir stjórnmál, heimspeki, söguspeki, hagfræði og fleiri svið og fræðigreinar. Fræðikenningin er kennd við Karl Marx (1818 - 1883), sem setti hana fram sem nokkuð heillega kenningu ásamt vini sínum og samstarfsmanni Friedrich Engels (1820 - 1895) á nítjándu öld. Rætur marxismans eru nokkrar, og greinar hans sömuleiðis.

Saga hagfræðinnar

Saga hagfræðinnar fæst við sögu hagfræðikenninga og hagfræðilegrar aðferðafræði frá fornöld til okkar daga. Hagfræði er tiltölulega ung fræðigrein, en hún varð til sem slík á 17. öld. Ýmsir heimspekingar og hugsuðir höfðu þó skrifað um hagfræðileg málefni áður. Kaupskaparstefnan og búauðgisstefnan eru almennt taldar vera fyrstu heildstæðu hagfræðikenningarnar. Adam Smith er oft kallaður faðir hagfræðinnar, en hann skrifaði síðla á 18. öld og var upphafsmaður klassískrar hagfræði. Sósíalísk hagfræði og marxismi eiga rætur að rekja til Karl Marx. Nýklassísk hagfræði kom fram á sjónarsviðið á 19. öld og varð ráðandi hreyfing innan hagfræðinnar á þeirri tuttugustu. John Maynard Keynes gerði þjóðhagfræði að vinsælli nálgun innan hagfræðinnar á fyrri hluta 20. aldar. Nútíma hagfræði er blanda af ýmsum nálgunum.

Þjóðhagfræði

Þjóðhagfræði er hluti af hagfræði. Öfugt við rekstrarhagfræði vinnur hún með heildarstærðir. Það þýðir að hegðun hagkerfisins í heild sinni er rannsökuð, til dæmis þegar heildartekjur, atvinnuhlutfallið, verðbólgan eða hagsveiflan breytast. Markmiðið er að finna skýringar á þessum breytingum og þær stærðir sem hafa áhrif og lýsa tengslum þar á milli.

Aðalatriði í þjóðhagfræðikenningum er hlutverk ríkisins. Ákveðin hugsjón um hlutverk þess í hagkerfinu er studd með kenningu og síðan krafist ákveðinnar hagstjórnar. Ríkisstjórnir reyna að breyta þeim stærðum sem ex-post eru taldar hafa þau áhrif, sem sóst er eftir. Til greina koma breytingar á sköttum, vöxtum eða ríkisneyslu til að ná ákveðnum pólitískum markmiðum eins og stöðugu verðlagi, fullri atvinnu eða hagvexti. Það er þess vegna sem hagnýtar kennitölur eru gríðarlega mikilvægar í pólitískri umræðu og auk þess eru þær metnar sem mælikvarði á gæði stjórnarinnar í kosningabaráttu.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.