Bronsöld

Bronsöld er það tímabil í þróun siðmenningarinnar þegar æðsta stig málmvinnslu var tækni til að bræða kopar og tin úr náttúrulegum úrfellingum í málmgrýti og blanda þessum tveimur málmum síðan saman til að mynda brons. Bronsöld er eitt af þremur forsögulegum tímabilum og kemur á eftir nýsteinöld og er á undan járnöld. Þessi tímabil vísa til tækniþróunar, einkum getunnar til að búa til verkfæri, og ná því yfir mismunandi tímabil á mismunandi stöðum.

Elstu dæmi um bronsvinnslu er að finna í Austurlöndum nær um 3500 f.Kr. Í Kína er almennt talið að bronsöld hefjist um 2100 f.Kr., í Mið-Evrópu um 1800 f.Kr. og á Norðurlöndunum um 1500 f.Kr. Í Suður-Ameríku hófst bronsöld um 900 f.Kr. Sums staðar í Afríku sunnan Sahara tók járnöld strax við af steinöld.

Bronze age weapons Romania
Bronsaldarvopn frá Rúmeníu.
2. árþúsundið f.Kr.

2. árþúsundið f.Kr. er í gregoríska tímatalinu tímabilið sem hófst við upphaf ársins 2000 f.Kr. og stóð til loka ársins 1001 f.Kr.

Á þessum tíma stóð bronsöld sem hæst í Mið-Austurlöndum. Indóíranir sóttu út á Írönsku hásléttuna og suður Indlandsskaga. Notkun þeirra á stríðsvögnum olli byltingu í hernaði. Undir lok árþúsundsins varð bronsaldarhrunið og upphaf járnaldar.

Brons

Brons er málmblanda kopars og tins, en á einnig við ýmsar málmblöndur kopars og áls, kísils og mangans. Brons gegndi mikilvægu hlutverki í mannkynssögunni á bronsöld. Brons er enn notað en er þá aðallega þekkt sem látún, sem er blanda kopars og sinks.

Elam

Elam var fornmenning sem stóð frá um 2700 f.Kr. til 539 f.Kr. við Persaflóa þar sem nú er vesturhluti Írans og brot af suðurhluta Íraks. Höfuðborg Elam var fyrst Ansjam og síðar Susa. Elamíska var stakmál, óskylt persnesku. Hún var rituð með fleygrúnum. Elam atti kappi við önnur ríki á írönsku hásléttunni og náði hátindi sínum þegar Assýríumenn sigruðu Babýlóníumenn á 12. öld f.Kr. Nokkrum öldum síðar féll Elam líka í hendur Assýríumanna og síðar íranskra þjóða á borð við Meda og Persa. Elamíska var áfram töluð í Persaveldi og menning Elam hafði áhrif á persneska menningu.

Grafkerjamenningin

Grafkerjamenningin eða brunaöld er tímabil í forsögu Mið- og Norður-Evrópu seint á bronsöld þegar farið var að brenna lík og setja öskuna í grafker sem síðan voru grafin í sérstökum görðum eða lögð í grafhauga. Grafkerjamenningin tók smám saman við af grafhaugamenningunni um 1300 f.Kr. og stóð til um 750 f.Kr. þegar Hallstattmenningin tók við.

Indusdalsmenningin

Indusdalsmenningin (um 3300 – 1700 f.Kr., í blóma 2600 – 1900 f.Kr.) var fornt menningarsvæði sem byggðist upp meðfram Indusfljótinu og Ghaggar-Hakra fljótinu í Pakistan og Norðvestur-Indlandi og teygði sig inn í vestanvert Balókistan. Blómaskeið menningarinnar er oft kallað Harappa-menningin, eftir borginni Harappa sem var fyrsta borg Indusdalsmenningarinnar sem grafin var upp úr jörðu. Fornleifafræðingar hafa unnið að því að grafa upp borgarrústir Indusdalsmenningarinnar frá því á 3. áratug 20. aldar.

Indóevrópumenn

Indóevrópumenn eða frum-indóevrópumenn voru menn sem töluðu tungumálið frumindóevrópsku, sem indóevrópsk og indóírönsk tungumál eru komin af. Frumindóevrópska er einungis þekkt í endurgerð byggðri á sögulegum málvísindum en er ekki til í rituðum hemildum. Talið er uppruna indóevrópumanna megi rekja til svæðisins norðvestan við Kaspíahaf um 4000 f.Kr.

Indóevrópumenn voru fjölgyðistrúar en dýrkuðu einkum guðinn *Dyeus ph2tēr (gr. Ζευς (πατηρ) / Zeus (patēr) (þ.e. Seifur faðir); lat. Iupiter < *dieu-ph2tēr; ísl. Týr < *Tiwas). Þeir notuðu hjól og plóg og héldu húsdýr, meðal annars hunda, hesta, nautgripi og sauðfé.

Járnöld

Járnöld er síðasta tímabilið í þriggja alda kerfinu til að flokka forsöguleg samfélög og kemur þannig á eftir steinöld og bronsöld. Nafnið vísar til þróunar í málmvinnslutækni þegar menn fundu upp tækni til að bræða járn sem hefur mun hærra bræðslumark en kopar. Venjulega er járnöld talin hefjast á 12. öld f.Kr. í Austurlöndum nær, Indlandi og Grikklandi hinu forna en hún hófst mun síðar í Mið- og Norður-Evrópu eða á 8. og 6. öld f.Kr. Járnöld lauk við upphaf sögulegs tíma þegar fornöldin hófst í Grikklandi um 776 f.Kr. eða við stofnun Rómar 753 f.Kr.

Á Norðurlöndunum er járnöldin talin ná frá 5. öld f.Kr. til upphafs víkingaaldar um miðja 8. öld e.Kr.

Tækni til að vinna járn var óþekkt í Ameríku og Ástralasíu þar til þessi svæði komust í kynni við Evrópubúa á landafundatímabilinu. Þar var því aldrei um neina járnöld að ræða.

Kanansland

Kanansland (norðvestursemíska: knaʿn; föníska: 𐤊𐤍𐤏𐤍; biblíuhebreska: כנען / knaʿn; masóretíska: כְּנָעַן / Kənáʿan) var landsvæði semískumælandi þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs og samsvarar því sem í dag heitir Austurlönd nær, það er Palestína, Ísrael, Líbanon, Jórdanía og Sýrland. Svæðið varð mikilvægt á Amarnatímabili síðbronsaldar þegar þar komu saman áhrifasvæði stórvelda á borð við Hittíta, Forn-Egypta og Assyríu. Nafnið Kanan kemur oft fyrir í heimildum frá 4. árþúsundinu f.Kr. en Kananítar settust að á svæðinu á 8. árþúsundinu f.Kr. Þegar járnöld gekk í garð fyrir 1000 f.Kr. skiptist Kanansland milli Föníka, Ammoníta, Móabíta, Ísraelsmanna og Filistea en nafnið lifði áfram allt þar til Grikkir og Rómverjar lögðu svæðið undir sig.

Línuletur B

Línuletur B er letur sem notað var til að skrifa forngrísku seint á bronsöld, þó nokkru áður en gríska stafrófið var fundið upp. Það féll í gleymsku með falli Mýkenumenningarinnar.

Línuletur B var atkvæðaróf, byggt á eldra myndletri og hefur um 200 tákn. Það var óráðið fram undir miðja 20. öld en á árunum 1951 til 1953 tókst þeim Michael Ventris og John Chadwick að ráða letrið. Línuletur B var þróað úr Línuletri A, sem enn er óráðið en það var ritmál mínóísku menningarinnar á Krít fyrir daga Mýkenumenningarinnar og var ekki notað til að skrifa neina forngríska mállýsku.

Nýsteinöld

Nýsteinöld er síðasti hluti steinaldar og er talin hafa hafist við lok síðasta ísaldarskeiðs fyrir um 12.000 árum síðan. Á nýsteinöld hófst landbúnaður og fyrsta siðmenningin varð til. Nýsteinöld telst ljúka þegar bronsöld eða járnöld hefjast (mismunandi eftir landsvæðum) um 3000 – 3300 f.Kr.

Plymouth

Plymouth (borið fram [/ˈplɪməθ/] á ensku) er borg sem stendur við strönd Devon í Englandi. Hún er um það bil 310 km suðvestan við London. Plymouth liggur á milli ósa ánna Plym í austri og Tamar í vestri, þar sem þær renna út í Plymouth-sund.

Saga borgarinnar hófst í bronsöld byggð hófst á Mount Batten, skaga sem liggur hjá núverandi borg. Þessi byggð stækkaði mikið undir stjórn Rómaverja og varð mikilvæg verslunarstöð. Þá var núverandi borg stofnuð þar sem þorpið Sutton stóð. Árið 1620 fóru Pílagrímarnir frá Plymouth til Nýa heimsins og stofnuðu nýlendu þar sem nú eru Bandaríkin. Þetta var önnur nýlenda Breta þar. Í ensku borgarastyrjöldinni var Plymouth hernumin og henni var stjórnað af þinghernum frá 1642 til 1646.

Í iðnbyltingunni stækkaði Plymouth mikið og varð mikilvæg flutningahöfn. Innflutingur frá Ameríku fór þar í gegn og þar voru byggð skip fyrir konunglega breska sjóherinn. Vegna mikilvægi borgarinnar var Plymouth skotmark í Seinni heimsstyrjöldinni. Hún var eyðilögð að hluta í styrjöldinni og síðan endurbyggð.

Árið 2015 bjuggu um það bil 265.000 manns í Plymouth sem er 15. stærsta borg Bretlands. Skipasmíðar eru enn stór atvinnugrein en hagkerfi borgarinnar byggist nú fremur á þjónustustarfsemi. Í Plymouth er 11. stærsti háskóli Bretlands, Plymouth-háskóli. Þar er líka stærsta flotastöð í Evrópu, HMNB Devonport. Hægt er að fara til bæði Frakklands og Spánar með ferju frá Plymouth.

Spelt

Spelt (eða speldi) (fræðiheiti: Triticum spelta) er hveititegund sem er ræktuð í sumum fjallahéruðum Evrópu. Speltið hefur löng, grönn og opin öx og var mikið ræktuð á bronsöld og allt fram á miðaldir.

Spelti er algengt í heilsufæði vegna þess að það er talið hollara, en venjulegt hveiti. Spelt inniheldur mörg mikilvæg steinefni eins og kopar, zink, járn og mangan. Einnig inniheldur það B1- B2- og B3- Vítamín.

Spjót

Spjót er lag- og kastvopn sem notað er í hernaði og til veiða. Spjót eru langt skaft (venjulega úr viði) með yddum enda eða oddi úr tinnu eða málmi. Spjót voru algengustu vopnin frá því á bronsöld þar til nútímaskotvopn komu til sögunnar.

Steinöld

Steinöld er forsögulegt tímabil og fyrsta tímabilið í þróun mannsins þegar hann tekur að nota tinnu til að gera sér eld og verkfæri. Steinöld skiptist í fornsteinöld (fyrir ~1.4 milljón – 22.000 árum), miðsteinöld (fyrir ~22.000 – 12.000 árum) og nýsteinöld (fyrir ~12.000 – 3.300 árum).

Á steinöld breiddist mannkynið út frá Afríku. Steinöld vísar til þess að þá tóku menn að búa til áhöld úr tilhöggnum steini og henni lauk þegar menn tóku að bræða málmgrýti til að búa til málma en þá hófst bronsöld. Um sama leyti átti landbúnaðarbyltingin sér stað með því að samfélög manna tóku að byggja afkomu sína fyrst og fremst á landbúnaði í stað veiða og söfnunar.

Stonehenge

Stonehenge er mannvirki frá nýsteinöld og bronsöld, gert úr risasteinum staðsett við Amesbury í Wiltshire í Englandi, um það bil 13 km í norðvestur frá Salisbury. Stonehenge er einn þekktasti forsögulegi staður í heiminum og tákn Englands. Fornleifafræðingar hyggja að steinarnir séu frá um 3000 f.Kr. til 2200 f.Kr.. Ýmsar kenningar eru um tilgang staðarins; trúarhof, hof tileinkað forfeðrum, grafreitur og staður til að fagna sumar og vetrarsólstöðum. Nálægt Stonehenge eru stórir kringlaga haugar sem eru grafreitir.

Stonehenge og nánasta umhverfi er á Heimsminjaskrá UNESCO síðan árið 1986. Staðurinn er friðaður að breskum lögum sem Scheduled Ancient Monument. Svipað mannvirki sem heitir Avebury, liggur ekki svo langt frá Stonehenge.

Sverð

Sverð eða brandur er langt og oddmjótt handvopn sem hægt er að beita sem högg- eða lagvopn og hefur verið notað í flestum menningarsamfélögum frá alda öðli. Meginhlutar sverðs eru blað með bakka og egg, ýmist báðum megin (tvíeggjað sverð) eða öðrum megin (eineggjað sverð). Efri og neðri hjöltu eru þvereiningar sverðsins, að ofan og neðanverðu við meðalkaflann. Tækni við að beita sverði er breytileg eftir menningarsvæðum og lögun sverðsins.

Sverð eru talin hafa þróast út frá hnífum á bronsöld frá því á 2. árþúsundi f.Kr. þegar varð tæknilega mögulegt að móta lengri blöð.

Í ólympískum skylmingum er notast við þrenns konar sverð: höggsverð, stungusverð og lagsverð, en mismunandi keppnisreglur gilda fyrir hvert vopn.

Svíþjóð

Konungsríkið Svíþjóð (sænska: Konungariket Sverige) er land í Norður-Evrópu og eitt Norðurlandanna. Landamæri liggja að Noregi til vesturs og Finnlandi til norðausturs, landið tengist Danmörku með Eyrarsundsbrúnni. Einnig liggur landið að Eystrasaltinu til austurs. Svíþjóð er fjölmennust Norðurlanda með 10 milljónir íbúa en er þó frekar strjálbýlt. Langflestir íbúanna búa í suðurhluta landsins.

Höfuðborg Svíþjóðar er Stokkhólmur. Aðrar stærstu borgir landsins, í stærðarröð, eru Gautaborg, Málmey, Uppsalir, Linköping (Lyngkaupstaður), Västerås (Vestárós), Örebro (Eyrarbrú), Karlstad, Norrköping (Norðkaupstaður), Helsingjaborg, Jönköping (Júnakaupstaður), Gävle (Gafvin), Sundsvall og Umeå.

Barrskógar landsins eru nýttir er í timbur- og pappírsgerð. Í norðurhluta landsins er mikil námuvinnsla; einkum er þar unninn járnmálmur en þar er einnig að finna ýmsa aðra málma. Aðaliðnaðarsvæðið er um mitt landið en landbúnaður einkennir mjög suðurhlutann.

Terramare

Terramare er fornmenning sem er bundin við vatnasvæði á Norður-Ítalíu, einkum í héraðinu Emilíu í Pódalnum og við suðurenda vatnanna Como, Maggiore og Garda. Terramare er bronsaldarmenning sem er skilgreind með tilvísun í einkennandi byggingastíl: umhverfis byggðina eru stór stauravirki sem bera trapisulaga virkisvegg og síki sem í rennur vatn er utan við virkið. Grafreitir finnast utan við virkið. Terramare-menningin stóð frá 16. til 12. aldar f.Kr. og var fyrst uppgötvuð seint á 19. öld vegna jarðrasks sem fylgdi endurbótum í landbúnaði. Búsvæði Terramare-menningarinnar virðast hafa verið yfirgefin á tiltölulega skömmum tíma þegar járnöld gekk í garð með Villanova-menningunni um 1100 f.Kr.

Írland

Írland (írska Éire, enska Ireland) er þriðja stærsta eyja Evrópu á eftir Stóra-Bretlandi og Íslandi. Hún liggur vestan við Stóra-Bretland og Írlandshaf en að Atlantshafi í vestri. Eyjunni er skipt upp annars vegar í Norður-Írland sem er hluti af Bretlandi og hins vegar Írska lýðveldið sem tekur yfir bróðurpartinn af eyjunni sunnanverðri. Íbúar Írlands eru um 6,6 milljónir (2016), þar af búa um 4,8 milljónir í Írska lýðveldinu en íbúum þess hefur farið hratt fjölgandi síðari ár vegna mikillar efnahagsuppsveiflu. Íbúar á Norður-Írlandi eru um 1,8 milljónir.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.