Biskupsdæmi

Biskupsdæmi er kirkjuleg stjórnsýslueining þar sem biskup starfar og sér um allar kirkjurnar á svæðinu. Biskupsdæmi er hugtak sem er notað í kaþólsku kirkjunni, biskupakirkjunni og lúthersku kirkjunni. Gamalt orð sem er haft um biskupsdæmi er stifti. Biskupsdæmi skiptast í sóknir.

Biskupsdæmi á Íslandi

18. október

18. október er 291. dagur ársins (292. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 74 dagar eru eftir af árinu.

2. október

2. október er 275. dagur ársins (276. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 90 dagar eru eftir af árinu.

Biskup

Biskup (áður skrifað byskup) er titill embættismanna í hinum ýmsu kristnu kirkjum, og hlutverk þeirra mismunandi eftir kirkjudeildum. Orðið biskup (επισκοπος) á uppruna sinn að rekja til gríska orðsins episkopos sem þýðir sá sem skyggnist um, eða hefur eftirlit með eða einu orði skyggnari, en það er einnig gamalt heiti á biskupi í íslensku. Biskupar voru einnig nefndir klerkagoðar í skáldamáli. Fyrst eftir siðaskiptin voru biskupar á íslandi nefndir súperintent. Lýðbiskup (eða ljóðbiskup) voru undirbiskupar nefndir hér áður fyrr, og voru undirmenn erkibiskups.

Biskupsdæmi eru misvaldamikil og oft fer vald biskupa eftir trúarlegu hlutverki þeirra og hefðum. Í sumum kirkjudeildum (svo sem þeim rómversk-kaþólsku og rétttrúnaðarkirkjunni) eru til fleiri en ein gerð biskupa, sem hafa mismunandi valdsvið, til dæmis erkibiskupar og patríarkar. Páfinn í Róm er formlega rómversk-kaþólski biskup Rómaborgar og jafnframt æðsti biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Meðal þess sem biskupar sjá oft um er að vígja presta og guðshús og stjórna ýmsum athöfnum.

Biskupsdæmi í San Cristóbal de La Laguna

Biskupsdæmið í San Cristóbal de La Laguna (Diócesis de San Cristóbal de La Laguna) einnig þekkt sem Biskupsdæmi í Tenerife (Diócesis de Tenerife) er kaþólskt biskupsdæmi í Spánn. Það er staðsett á Kanaríeyjum og nær yfir eyjarnar: Tenerife, La Palma, La Gomera y El Hierro. Höfuðstöðvar þess er staðsett í borginni San Cristóbal de La Laguna, (Tenerife).

Carlisle

Carlisle (borið fram [/kɑrˈlaɪl/], á staðnum [/ˈkɑːlaɪl/]) er borg í Norðvestur-Englandi og höfuðborg sýslunnar Cumbria. Hún er aðalborg þéttbýlissvæðsins Carlisle. Borgin liggur við samrennsli ánna Eden, Caldew og Peterill, 16 km sunnan Skotlands. Hún er stærsta þéttbýlið í Cumbria og er stjórnunarmiðstöð borgarinnar og sýslunnar. Frá og með 2001 voru íbúar 71.773 manns í borginni og 100.734 á þéttbýlissvæðinu.

Carlisle var upprunalega höfuðborg sýlsunnar Cumberland og var stofnuð af Rómverjum sem vörn fyrir Hadríanusarmúrinn. Á miðöldum varð borgin mikilvægur varnarstaður vegna nálægðar við konungsríkið Skotland. Árið 1092 byggði William Rufus kastalann í Carlisle sem var einu sinni fangelsi fyrir Maríu Skotadrottning. Nú á dögum hýsir kastalinn minjasafn. Carlisle varð biskupsdæmi árið 1122 og þá var byggð dómkirkjan í Carlisle.

Við komu textílframleiðslu á tímum iðnbyltingarinnar breytist Carlisle mikið, hún varð þéttbyggð iðnaðarborg. Staðsetning borgarinnar gerði henni kleift að þróast og stækka. Hún varð mikilvæg járnbrautarborg. Sjö járnbrautarstjórnendur deila lestarstöðinni í borginni.

Hún er stundum nefnd Border City á ensku og er helsta menningar-, viðskipta- og iðnaðarmiðstöð sýslunnar. Háskólinn í Cumbria er staddur þar, með nokkrum minjasöfnum að auki.

Cristóbal Bencomo y Rodríguez

Cristóbal Bencomo y Rodríguez (30. ágúst 1758 í San Cristóbal de La Laguna, Tenerife, — 15. apríl 1835 í Sevilla) var spænskur prestur og skriftafaðir Ferdinands VII konungs Spánar. Hann gegndi einni af mikilvægustu stöðu í kaþólsku kirkjunni á Spáni.

Bencomo y Rodriguez var skipaður erkibiskup Heraclea af Píus VII páfa og var drifkrafturinn á bak við stofnun háskólans La Laguna (sá fyrsti á Kanaríeyjum) og biskupsdæmis í San Cristóbal de La Laguna (þangað til hafði verið biskupsdæmi á Kanaríeyjum aðsetur í Las Palmas de Gran Canaria). Biskupsdæmið nýja náði yfir eyjurnar Tenerife, La Palma, La Gomera og El Hierro.Bencomo hlaut orðu Karls III. Árið 1818 bað Ferdinand VII Bencomo y Rodriguez að vera hluti af rannsóknarrétti af Spánar, en hann afþakkaði það.

Dómkirkjan í San Cristóbal de La Laguna

Dómkirkjan í San Cristóbal de La Laguna er kaþólsk dómkirkja í borginni San Cristóbal de La Laguna á Tenerife. Kirkjan er aðsetur biskupsdæmis Tenerife, einnig þekkt sem biskupsdæmi í San Cristóbal de La Laguna. Það nær yfir héraðið Santa Cruz de Tenerife. Dómkirkjan er líka venjuleg sóknarkirkja og er helguð Maríu mey.

Árið 1511 var kapella reist á þeim stað sem núverandi dómkirkju stendur af Alonso Fernández de Lugo og árið 1515 var svo reist kirkja í stað kapellunnar. Kirkjan varð dómkirkju árið 1819 með tilskipun Piusar VII páfa, þegar Biskupsdæmi í San Cristóbal de La Laguna var stofnað.

Framhliðin núverandi kirkju er frá 1820 en kirkjuskipið var byggð á árunum 1904 til 1915.

Enska biskupakirkjan

Enska biskupakirkjan er ríkiskirkja Englands. Höfuð hennar er Elísabet 2. Englandsdrottning. Kirkjan er biskupakirkja sem Hinrik 8. Englandskonungur stofnaði árið 1534 til að geta ógilt hjónaband sitt og Katrínar af Aragon. Þannig hófst Enska siðbótin. Í valdatíð Elísabetar 1. var ákveðið að kirkjan skyldi vera bæði kaþólsk kirkja sem hluti af einni alheimskirkju sem byggist á postullegu trúarjátningunni, Níkeujátningunni og Aþanasíusarjátningunni og siðbótarkirkja sem byggist á þrjátíu og níu greinum ensku kirkjunnar og Almennu bænabókinni frá 1549.

Messur ensku biskupakirkjunnar fara fram á ensku. Stjórn kirkjunnar er í höndum biskupa sem eru höfuð biskupsdæma. Æðsti biskupinn er erkibiskupinn í Kantaraborg en höfuð kirkjunnar er Bretadrottning. Kirkjuþing ensku biskupakirkjunnar setur kirkjunni lög sem breska þingið verður að samþykkja. Biskupar eru skipaðir af forsætisráðherra Bretlands (fyrir hönd drottningar) samkvæmt tillögum frá sérstakri nefnd. Konur gátu fyrst orðið prestar í ensku biskupakirkjunni árið 1994 en höfðu áður getað orðið djáknar frá 1861. Libby Lane var fyrsta konan sem skipuð var biskup ensku biskupakirkjunnar árið 2015 en fyrsta konan sem fékk biskupsdæmi var Rachel Treweek skipuð síðar sama ár. Gifting samkynhneigðra er ekki heimil en biskupar kirkjunnar hafa „blessað“ borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra.

Kirkjunni er skipt í tvö höfuðsvæði: Kantaraborg í suðri og Jórvík í norðri þar sem erkibiskupar sitja. Alls eru 42 biskupsdæmi um England. 26 biskupar sitja í lávarðadeild breska þingsins (e. House of Lords) sem hefur þó takmörkuð völd.Kirkjan sér um 16.000 kirkjur og 42 dómkirkjur í landinu. Kirkjusókn hefur fallið undir milljón manns (þeir sem sækja kirkju a.m.k. vikulega) eða niður í 760.000 (2015).

Meðlimir hennar telja um 26 milljónir eða um 47% mannfjöldans.

Erkibiskup

Erkibiskup (úr grísku orðunum αρχή, arkhe, „uppspretta“, „uppruni“ eða „vald“, og επισκοπος, episkopos, „eftirlitsmaður“, „formaður“) er embættistitill í kaþólsku kirkjunni, biskupakirkjunni og nokkrum mótmælendakirkjum.

Garðar (Grænlandi)

Garðar voru aðalkirkjustaður og biskupssetur Grænlendinga hinna fornu. Þar er nú byggðakjarninn Igaliku sem þýðir „yfirgefna eldstæðið”. Garðar eru innst í Einarsfirði sem er næsti fjörður austan Eiríksfjarðar í Eystribyggð miðri.

Miklar rústir frá tímum norrænna manna er að finna á Görðum. Þar á meðal rústir krosskirkju sem byggð var úr sandsteini á 12. öld og mælist 27x16 metrar. Einnig rústir veislusalar sem var um 130 m² á stærð og fjós fyrir 60 kýr.

Í Grænlendinga þætti er sagt frá því að Sokki Þórisson, höfðingi í Brattahlíð, hafi lagt fram þá tillögu í byrjun 12. aldar að stofnað yrði biskupsdæmi á Grænlandi. Tillaga þessi fékk mikinn stuðning landsmanna og var lögð fyrir Sigurð Jórsalafara Noregskonung. Hann samþykkti hugmyndina og skipaði munkinn Arnald í embættið. Hann var vígður biskup yfir Grænlandi í dómkirkjunni í Lundi 1124 og komst til Grænlands eftir mikla svaðilför árið 1126.

Bygging dómkirkju hófst um 1126 og var hún helguð heilögum Nikulási, verndara sæfara. Í norðurkapellu dómkirkjunnar er biskupsgröf. Sá sem í henni lá bar biskupshring á baugfingri hægri handar og hvíldi höndin á biskupsstafnum, 143 cm löngum staf úr aski, með höfði sem var skorið út í rostungstönn. Mögulega er þar grafinn Jón biskup sem lést árið 1209.

Gissur Einarsson (biskup)

Gissur Einarsson (um 1512 – 24. mars 1548) var biskup í Skálholti frá 1540 og fyrsti lútherski biskupinn á Íslandi.

Gissur var sonur Einars Sigvaldasonar á Hrauni í Landbroti og Gunnhildar Jónsdóttur. Hann var í Skálholtsskóla hjá Ögmundi Pálssyni, sem hafði mikið álit á honum og sendi hann til frekara náms í Hamborg. Þar komst hann í kynni við mótmælendahreyfingar í Norður-Þýskalandi. Hann var vígður til prests skömmu eftir heimkomuna 1538, settist að í Skálholti og var þar í hópi með nokkrum öðrum ungum menntamönnum sem hneigst höfðu til lúthersku, þar á meðal Oddi Gottskálkssyni. Ögmundur kaus Gissur sem eftirmann sinn árið 1539 og er ekki ljóst hvort hann vissi þá af trúarskoðunum Gissurar. Konungur staðfesti valið í Kaupmannahöfn árið eftir. Gissur fór þá heim og tók við skyldustörfum biskups en þegar lútherska hans kom berlega í ljós virðist Ögmundur hafa séð eftir valinu og virðist hafa haft í hyggju að reyna að fá hann dæmdan úr embætti. Áður en til þess kæmi kom Christoffer Huitfeldt til landsins með danskan herflokk, handtók Ögmund 2. júní 1541 á Hjalla í Ölfusi og flutti hann um borð í skip, þar sem hann lést á leið til Danmerkur. Gissur var svo formlega vígður til biskups í Kaupmannahöfn haustið 1542.

Gissur þýddi kirkjuskipan Kristjáns konungs 3. yfir á íslensku og kom á lútherstrú í biskupsdæmi sínu. Ekki voru allir viljugir til að samþykkja siðbreytinguna og margir prestar sögðu af sér en hvergi kom þó til átaka eða blóðsúthellinga. Gissur og Jón Arason Hólabiskup gerðu með sér samkomulag og létu hvor annan í friði og var Ísland því hálflútherskt og hálfkaþólskt á árunum 1542-1550. Gissur reyndi mikið að breyta ýmsum kaþólskum siðum og venjum og lét meðal annars taka niður krossinn helga í Kaldaðarnesi, sem mikill átrúnaður hafði verið á. Ekki löngu síðar veiktist hann og dó og voru margir sannfærðir um að það stafaði af vanhelgun krossins.

Gissur skildi eftir heitkonu í Skálholti, Guðrúnu Gottskálksdóttur systur Odds félaga síns, þegar hann fór út að taka biskupsvígslu, en þegar hann kom aftur sumarið 1543 var hún þunguð eftir kirkjuprestinn í Skálholti og vildi ekkert með Gissur hafa þótt hann vildi fyrirgefa henni. Hann reið þá vestur á firði og bað Katrínar, dóttur Eggerts Hannessonar hirðstjóra á Núpi í Dýrafirði, og Guðrúnar Björnsdóttur. Brúðkaup þeirra var haldið í Skálholti 7. október 1543. Þau áttu tvö börn sem bæði dóu nýfædd. Eftir lát Gissurar 1548 giftist hún aftur Þórði Marteinssyni presti í Hruna, syni Marteins Einarssonar eftirmanns Gissuarar.

Jón Árnason (1665)

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið þetta nafn.Jón Árnason (1665 í Dýrafirði – 8. febrúar 1743) var biskup í Skálholti, lærður og vel að sér í guðfræði, rúmfræði, stærðfræði og söng.

Jón var sonur Árna Loftssonar, prests í Dýrafjarðarþingum og víðar, og konu hans Álfheiðar Sigmundsdóttur. Hann var skólameistari Hólaskóla frá 1695 til 1707 en þá varð hann prestur á Stað í Steingrímsfirði. Þann 25. mars 1722 varð hann biskup í Skálholti eftir lát Jóns Vídalín og gegndi því embætti til dauðadags.

Hann þótti strangur reglumaður og meðal stjórnsömustu biskupum landsins. Hann var bindindismaður og vildi t.d. hefta innflutning á brennivíni og tóbaki til landsins, en kaupmenn stóðu fast á móti. Hann áminnti marga presta fyrir drykkjuskap og vék ýmsum prestum í biskupsdæmi sínum úr embætti fyrir drykkju og aðra ámælisverða framkomu.

Jón var heldur ekki mikið gefinn fyrir fornsögur og veraldlegan skáldskap en var hins vegar fræðimaður á ýmsum sviðum og skrifaði margt. Þegar hann var prestur á Stað samdi hann til dæmis Fingrarím (Dactylismus ecclesiasticus). Hann lét prenta margar kennslubækur fyrir skólann í Skálholti í Kaupmannahöfn, hann samdi latneska-íslenska orðabók og skrifaði auk þess fjölda ritgerða og lét eftir sig mikið bréfasafn.

Hann þótti einarður og hreinskilinn en strangur kennari og gerði miklar kröfur til siðferðis skólapilta ekki síður en kunnáttu þeirra. Hann var aðgæslumaður í fjármálum og hafði til dæmis ekki ráðsmann, sem var einsdæmi, en vegna erfiðs árferðis var fjárhagur biskupsstólsins þó fremur bágur.

Kona Jóns biskups var Guðrún Einarsdóttir (1665 – 1752), dóttir Einars Þorsteinssonar biskups á Hólum og Ingibjargar Gísladóttur fyrri konu hans.

Kaþólska kirkjan á Íslandi

Kaþólska kirkjan á Íslandi er kristin kirkja á Íslandi og hluti af rómversk-kaþólsku alheimskirkjunni undir nafninu Reykjavíkurbiskupsdæmi. Hún er annað fjölmennasta trúfélagið á Íslandi og voru skráðir 13.425 safnaðarfélagar árið 2018.

Kaþólska kirkjan stofnaði sérstakt postullegt umdæmi (Praefectura á latínu) á Íslandi 12. júní 1923. Umdæmið var gert að postullegu víkaríati 6. júní 1929 og loks breytt í biskupsdæmi (Episcopatus á latínu) 18. október 1968. Núverandi biskup er David Tencer.

Línus

Línus var frá Toskana á Ítalíu. Hann var fyrsti arftaki Péturs postula í biskupsdæmi Rómar. Hann stjórnaði í níu ár (67- 76).

Áhöld eru um nákvæmar dagsetningar á valdatíð hans. Sumar heimildir segja að hann hafi ríkt árin 56 - 67 á tímum Nerós en Jeremías segir hann hafa ríkt 67 til 78. Evsebíos biskup og kirkjusagnfræðingur segir að hann hafi endað valdatíð sína á öðru ári keisaratíðar Títusar árið 80.

Samkvæmt Liber Pontificalis var Línus frá Toskana og faðir hans hét Herculanus. Móðir hans hét Claudia. Sama heimild segir að hann hafi gefið út tilskipun þar sem konur voru skyldaðar til að hylja höfuð sitt í kirkjum. Heimildin segir að hann hafi dáið píslarvættisdauða og hafi verið grafinn á Vatíkanhæðinni. Segir þar einnig að hann hafi dáið 23. september, sem er dýrlingadagur hans en almenn heiðrun hans var lögð niður 1969.

Norðurland

Norðurland er heiti sem notað er fyrir byggð héruð á norðurhluta Íslands. Vesturmörk svæðisins liggja við botn Hrútafjarðar og austurmörk við Langanes. Svæðinu hefur frá fornu fari verið skipt upp í fjóra hluta eins og landafræði svæðisins hefur gefið tilefni til, þau eru frá vestri til austurs: Húnaþing, Skagafjörður, Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur. Siglufjörður yst á Tröllaskaga fellur þó utan þessarar flokkunar og það sama á við um Grímsey.

Svæðið var fyrst sérstaklega afmarkað með skiptingu landsins í fjórðunga á þjóðveldisöld, þá varð til Norðlendingafjórðungur sem var skipt upp í 4 þing ólíkt hinum þremur fjórðungunum sem hverjum var skipt upp í 3 þing. Var þetta gert þar sem Norðlendingar gátu ekki komið sér saman um skiptingu í þrjá hluta.

Frá 1106 til 1798 var Norðurland sérstakt biskupsdæmi. Biskup Norðlendinga sat á Hólum í Hjaltadal.

Á Norðurlandi bjuggu 37.610 manns þann 1. september 2018.

Norðurland skiptist á milli tveggja kjördæma, Húnaþing og Skagafjörður eru í Norðvesturkjördæmi en Siglufjörður, Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur tilheyra Norðausturkjördæmi. Sýslumenn sitja á Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri og Húsavík.

Á svæðinu eru nú 31 sveitarfélag en þau eru (frá vestri til austurs):

Húnaþing vestra

Áshreppur

Sveinsstaðahreppur

Torfalækjarhreppur

Blönduósbær

Svínavatnshreppur

Bólstaðarhlíðarhreppur

Höfðahreppur

Skagabyggð

Sveitarfélagið Skagafjörður

Akrahreppur

Siglufjörður

Ólafsfjarðarbær

Dalvíkurbyggð

Arnarneshreppur

Hörgárbyggð

Akureyri

Eyjafjarðarsveit

Svalbarðsstrandarhreppur

Grýtubakkahreppur

Grímseyjarhreppur

Þingeyjarsveit

Aðaldælahreppur

Skútustaðahreppur

Húsavíkurbær

Tjörneshreppur

Kelduneshreppur

Öxarfjarðarhreppur

Raufarhafnarhreppur

Svalbarðshreppur

Þórshafnarhreppur

Prestastefna

Prestastefna er í lúterskum sið þing presta í tilteknu biskupsdæmi sem boðað er til af viðkomandi biskupi og sem hefur það hlutverk að fjalla um mál er varða presta, helgisiði og kenningu kirkjunnar.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan (rússneska: Ру́сская правосла́вная це́рковь Russkaja pravoslavnaja tsjerkovj), líka þekkt sem patríarkatið í Moskvu, er ein af sjálfstæðum kirkjudeildum réttrúnaðarkirkjunnar. Höfuð kirkjunnar er patríarkinn í Moskvu sem nú er Kírill patríarki. Kirkjan er opinberlega sú fimmta í tignarröð grískra rétttrúnaðarkirkja, á eftir Konstantínópel, Alexandríu, Antíokkíu og Jerúsalem. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan rauf einhliða tengsl sín við kirkjuna í Konstantínópel eftir að sú síðarnefnda samþykkti stofnun sjálfstæðrar rétttrúnaðarkirkju í Úkraínu árið 2018.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan rekur uppruna sinn til ársins 988 þegar Valdimar gamli af Kænugarði var skírður. Kirkjan var biskupsdæmi í grísku kirkjunni í Konstantínópel næstu aldirnar. Heilagur Pétur af Moskvu flutti biskupsstólinn frá Kænugarði til Moskvu árið 1325. Við fall Konstantínópel varð Moskvukirkjan í reynd sjálfstæð. Í valdatíð Borisar Godúnovs fékk kirkjan sinn eigin patríarka. Pétur mikli lagði patríarkatið niður árið 1700. Það var endurreist árið 1917.

Skálholtsbiskupsdæmi

Skálholtsbiskupsdæmi – eða Skálholtsstifti – voru þær kirkjusóknir sem heyrðu undir Skálholtsbiskup á Íslandi. Biskupsdæmið var stofnað af fyrsta íslenska biskupinum, Ísleifi Gizurarsyni árið 1056, og náði upphaflega yfir allt landið. Árið 1106 var Hólabiskupsdæmi stofnað og náði það yfir sóknir í Norðlendingafjórðungi frá Hrútafirði að Langanesi.

Til 1104 heyrði biskupsdæmið undir erkibiskupsdæmið í Brimum-Hamborg, en það ár var það fært undir erkibiskupsdæmið í Lundi á Skáni sem þá heyrði undir Danmörku. Árið 1153 var stofnað nýtt erkibiskupsdæmi í Niðarósi í Noregi og urðu bæði biskupsdæmin Hólar og Skálholt hlutar þess. Erkibiskupsdæmið í Niðarósi var lagt niður með kirkjuskipan Kristjáns 3. 1537.

Geir Vídalín var vígður Skálholtsbiskup 1797, en hann fluttist ekki í Skálholt, heldur bjó áfram á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Árið 1801 var biskupsstóllinn í Skálholti formlega lagður niður og um leið voru bæði biskupsdæmin sameinuð í eitt biskupsdæmi sem náði yfir allt landið, en biskup hafði aðsetur í Reykjavík.

Westminster Abbey

Stiftskirkja heilags Péturs í Westminster, sem er næstum alltaf kölluð sínu upprunalega nafni Westminster Abbey („Westminsterklaustur“), er stór kirkja að mestu í gotneskum stíl í Westminster („Vestmusteri“) í London, vestan við Westminster-höll. Í kirkjunni er venja að krýning og greftrun Bretlandskonunga fari fram. Kirkjan var dómkirkja um stutt skeið 1546 til 1556. Hún heyrir beint undir konung, fremur en tiltekið biskupsdæmi (Royal Peculiar).

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.