Arabíska

Arabíska (العربية) er semískt tungumál sem er upprunið á Arabíuskaganum, en breiddist yfir stærra svæði með útbreiðslu Íslams og er nú talað víðast hvar alla leið frá Marokkó til Íraks. Arabíska er eitt helsta sameiningartákn þeirra sem í dag kalla sig Araba sem eru mun fleiri en þeir sem búa á Arabíuskaganum.

Arabísku má skipta í tvennt, bókmenntaarabísku og talaða arabísku. Sú fyrrnefnda er notuð í formlegu máli af flestum fjölmiðlum og í bókum nær alls staðar þar sem arabíska er töluð og er sú arabíska sem notuð er Kóraninum. Síðarnefnda gerðin skiptist hins vegar í margar mállýskur sem talaðar eru þvert yfir svæðið. Þær eru mjög misjafnar og skiljast jafnvel ekki af þeim sem tala aðrar mállýskur.

Arabíska
العربية Arabiyya
Málsvæði Alsír, Barein, Egyptaland, Írak, Jemen, Jórdanía, Katar, Kúveit, Líbanon, Líbýa, Máritanía, Marokkó, Óman, Palestínuríki, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádí-Arabía, Súdan, Sýrland og Túnis af meirihluta, og töluð í mörgum löndum til viðbótar af minnihluta íbúa.
Heimshluti Miðausturlönd, Norður-Afríka
Fjöldi málhafa 325 milljónir
Sæti 6 (miðað við móðurmál)
Ætt Afró-asísk

 Semísk
  Mið-semísk
   Suður-mið-semísk
    arabíska

Skrifletur Arabískt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Flag of Algeria.svg Alsír

Flag of Bahrain.svg Barein
Flag of Djibouti.svg Djíbútí
Flag of Egypt.svgEgyptaland
Flag of Eritrea.svg Erítrea
Flag of Iraq.svg Írak
Flag of Israel.svg Ísrael
Flag of Yemen.svg Jemen
Flag of Jordan.svg Jórdanía
Flag of Qatar.svg Katar
Flag of Tunisia.svg Kómoreyjar
Flag of Kuwait.svg Kúveit
Flag of Lebanon.svg Líbanon
Flag of Libya.svg Líbýa
Flag of Mauritania (1959–2017).svg Máritanía
Flag of Morocco.svg Marokkó
Flag of Oman.svg Óman
Flag of Palestine.svg Palestínuríki
Flag of the United Arab Emirates.svg Sameinuðu arabísku furstadæmin
Flag of Saudi Arabia.svg Sádí-Arabía
Flag of Sudan.svg Súdan
Flag of Syria.svg Sýrland
Flag of Chad.svg Tsjad
Flag of Tunisia.svg Túnis.


Alþjóðastofnanir:
Flag of the United Nations.svg Sameinuðu þjóðirnar
Arababandalagið
Afríkusambandið
Flag of OIC.svg Bandalag íslamskra þjóða

Stýrt af Egyptaland: Arabískuakademían

Sýrland: Arabískuakademían í Damaskus
Írak: Íraskuvíssinduakademían
Súdan: Arabískuakademían í Kartún
Marokkó: Arabískuakademían í Rabat
Jórdanía: Arabískuakademían Jórdaníu
Líbýa: Arabískuakademían í Djamahiriju
Túnis: Beit Al-Hikma Stofnun
Ísrael: Arabískuakademían á Ísrael

Tungumálakóðar
ISO 639-1 ar
ISO 639-2 ara
SIL ABV
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Wikipedia
Wikipedia: Arabíska, frjálsa alfræðiritið

Stafróf

Arabíska er skrifuð með arabíska stafrófinu, t.d. er arabíska skrifað svona á arabísku: العربية.

Málfræði

Í arabísku er enginn ótiltekinn greinir en tiltekni greinirinn er -al. Í talmálinu fellur ellið á tiltekna greininum oft brott en það er ætíð ritað. Arabíska hefur tvö málfræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn. Lýsingarorð eftirsett og beygjast eftir kyni og tölu. Fleirtölusetning nafnorða er almennt óregluleg í karlkyni en regluleg í kvenkyni. 10 af hundraði karkyns nafnorða taka eftirskeytinu -ún til að mynda fleirtölu svo sem 'Múdarres' (kennari) - 'Múdarresún', 'Múhamí' (lögmaður) - 'Múhaníún', 'Múhandis' (verkfræðingur) - 'Múhandisún'. Kvenkyns nafnorð taka almennt viðskeytinu -at við myndun fleirtölu. Sagnorð beygjast í persónum, tölum og kynjum. Sögnin 'að vera' er ekki til í nútið framsöguháttar þó hana mætti finna í fornmálinu. Þannig þýðir; "Nahnú múslimí", 'við erum múslimar'.

Í arabísku beygjast sagnorð ekki í aðeins 2. tölum heldur 3. þar sem þær hafa tvítöluform.

Persónufornafn 2. p. beygist eftir kynjum. T. d. er „þú" = ka, þegar talað er við karlmann, ft. kum, en í kvk. er „þú" ki og í ft. kunna.

Tölur

Þeir tölustafir (0 1 2 3 4 5 6 7 8 9) og það talnakerfi sem nú er notað um allan heim kom til Evrópu í gegnum arabísku og eru tölurnar því gjarnan kallaðar arabískar tölur en í reynd eru þær upprunnar frá Indlandi og í arabísku eru tölurnar einmitt kallaðar „indverskar tölur“. Arabíska er rituð frá hægri til vinstri líkt og hebreska, en tölur eru aftur á móti ritaðar frá vinstri til hægri.

Arabískar Tölur

1
2
3
4
5
6
7
8
9
10

Tenglar

Arabíska vorið

Arabíska vorið (arabíska: الربيع العربي‎ ar-Rabīʻ al-ʻArabiyy) var bylgja mótmæla og uppþota sem átti sér stað í Mið-Austurlöndum og hófst laugardaginn 18. desember 2010. Byltingar voru gerðar í Túnis og Egyptalandi; borgarastríð í Líbýu og fall ríkisstjórnar landsins í kjölfar þess; uppreisnir í Barein, Sýrlandi og Jemen, en eftir þær sagði jemenski forsætisráðherran af sér; talsverð mótmæli í Alsír, Írak, Jórdaníu, Kúveit, Marokkó og Óman; og lítil mótmæli voru í Líbanon, Máritaníu, Sádí-Arabíu, Súdan og Vestur-Sahara. Átök voru líka við landamæri Ísraels í kjölfar Arabíska vorsins.

Djibútí

Djibútí (arabíska: : جيبوتي, Jībūtī ; sómalska: Jabuuti; afarska: Yibuuti) er land í Austur-Afríku á því svæði sem nefnist horn Afríku. Það á landamæri að Erítreu í norðri, Eþíópíu í vestri og suðri, og Sómalíu í suðaustri. Auk þess á Djibútí strandlengju við Rauðahafið og Adenflóa. Einungis 20 km breitt sund skilur á milli Djibútí og Jemen á Arabíuskaganum. Landið er 23.200 ferkílómetrar að stærð. Flestir íbúar eru Sómalar eða Afarar en Sómalar eru um 60% íbúa.

Til forna var landið líklega hluti af Púnt, ásamt Sómalíu. Hafnarborgin Zeila sem nú er í Sómalíu var á miðöldum höfuðstaður soldánsdæmanna Adal og Ifat. Seint á 19. öld var franska nýlendan Franska Sómalíland stofnuð í kjölfar samninga sem Sómalar og Afarar gerðu við Frakka. Með nýrri járnbraut frá Djibútí til Dire Dawa í Eþíópíu (og síðar Addis Ababa) varð Djibútí helsta hafnarborg svæðisins í stað Zeila. Landsvæðið við borgina var gert að Frönsku umdæmi Afara og Issa 1967 eftir að Afarar og Evrópubúar í landinu höfðu flestir kosið að vera áfram hluti af Frakklandi fremur en sameinast Sómalíu, í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Frakkar beittu kosningasvikum til að koma í veg fyrir að Sómalar fengju að kjósa. Landið varð sjálfstætt sem Djibútí áratug síðar. Snemma á 10. áratug 20. aldar hófst borgarastyrjöld sem lauk árið 2000 með samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Djibútí er fjölmenningarríki með tæplega 900.000 íbúa. Það er fámennasta ríkið á meginlandi Afríku. Opinber mál landsins eru franska og arabíska. Um 94% íbúa aðhyllast íslam sem eru opinber trúarbrögð landsins og hafa verið þar ríkjandi í yfir 1000 ár. Sómalar (Issa-ættbálkurinn) og Afarar eru helstu þjóðarbrot landsins. Bæði sómalska og afarska eru afróasísk mál.

Djibútí er staðsett við helstu siglingaleið heims milli Indlandshafs og Rauðahafs. Borgin er mikilvæg eldsneytis- og umskipunarhöfn og helsta höfnin sem þjónar Eþíópíu. Við borgina eru nokkur erlend ríki með herstöðvar. Þeirra á meðal er bandaríska herstöðin Camp Lemonnier. Höfuðstöðvar þróunarstofnunarinnar Intergovernmental Authority on Development eru í borginni.

Egyptaland

Egyptaland eða Egiptaland (arabíska: مصر „Miṣr“ (framburður ,Maṣr)) er land í Norður-Afríku. Austasti hluti landsins, Sínaískagi, brúar bilið milli Norður-Afríku og Suðvestur-Asíu. Í norðri á landið strandlengju að Miðjarðarhafi og í austri að Rauðahafi, auk landamæra að Líbíu í vestri, Súdan í suðri og Ísrael í austri.

Egyptaland er eitt fjölmennasta ríki Afríku og Austurlanda nær. Íbúar landsins eru rúmlega 82 milljón talsins og meirihluti þeirra býr á um það bil 40.000 ferkílómetra svæði á bökkum Nílar en þar er eina yrkjanlega landið. Um helmingur Egypta býr í þéttbýli, mest á svæðunum í kringum Kaíró, Alexandríu og aðrar stórborgir við Nílarósa. Sahara-eyðimörkin þekur drjúgan hluta landsins og er fremur strjálbýl.

Egyptaland státar af einni elstu siðmenningu sögunnar, Egyptalandi hinu forna, og er frægt fyrir mörg stórfengleg minnismerki þess. Til marks um það eru pýramídarnir í Gísa og fornar rústir á borð við Þebu, hin miklu hof í Karnak og Dalur konunganna í borginni Lúxor, en í þeirri borg er rúmlega helmingur allra fornminja heims. Egyptaland nútímans er álitið efnahagslegt og menningarlegt stórveldi í arabaheiminum.

Eignarfall

Eignarfall (skammstafað sem ef.) er fall sem fallorð geta staðið í. Ýmsar forsetningar stýra eignarfalli og í sumum málum stýra ýmsar sagnir eignarfalli. Einnig getur eignarfallið staðið með öðru fallorði og gefið til kynna ákveðin tengsl þess, sem orðið í eignarfalli stendur fyrir, og þess, sem stýrandi orð stendur fyrir.

Eignarfall getur m.a. gefið til kynna:

uppruna („menn Rómar“, þ.e. menn frá Róm)

einkenni („maður margra orða“)

stærð („tveggja metra langur“)

heild sem stýrandi orð er hluti af („helmingur þjóðarinnar“)

eign („bók Halldórs“)

geranda sagnarmerkingar stýrandi orðs („dómur Jóns“, þ.e. Jón dæmir)

andlag sagnarmerkingar stýrandi orðs („sýknun Guðmundar“, þ.e. Guðmundur var sýknaður)

tíma („kvölds og morgna“)Mörg tungumál hafa eignarfall, þeirra á meðal: arabíska, finnska, georgíska, gríska, hollenska, írska, íslenska, latína, litháíska, pólska, rússneska, sanskrít, og þýska.

Jemen

Jemen (arabíska: ٱلْيَمَن‎ al-Yaman) er land í Vestur-Asíu á sunnanverðum Arabíuskaganum með landamæri að Sádí-Arabíu og Óman, og strandlengju við Rauðahaf, Adenflóa og Arabíuhaf. Um 200 eyjar tilheyra Jemen sem einnig hefur yfirráð yfir eyjaklasanum Sokotra um 350 km sunnan við strönd landsins við horn Afríku. Jemen er annað stærsta ríkið á Arabíuskaganum að flatarmáli. Landið er nær 528 þúsund ferkílómetrar að stærð og strandlengja þess er um 2000 km löng. Jemen er aðili að Arababandalaginu, Sameinuðu þjóðunum, Samtökum hlutlausra ríkja og Samtökum um íslamska samvinnu.

Opinber höfuðborg Jemen er borgin Sana en hún hefur verið undir stjórn Hútífylkingarinnar frá því í febrúar 2015. Jemen er þróunarland og spilltasta land Arabaheimsins. Árið 2019 mátu Sameinuðu þjóðirnar það svo að Jemen væri það land heims sem mest þyrfti á mannúðaraðstoð að halda, með yfir 24 milljónir manna í neyð.

Til forna stóð konungsríkið Saba þar sem Jemen er nú. Ríkið blómstraði í þúsund ár sem miðstöð verslunar og náði yfir hluta þess sem í dag eru Erítrea og Eþíópía. Árið 275 varð landið hluti af ríki Himjaríta sem voru gyðingatrúar. Kristni barst til landsins á 4. öld. Íslam breiddist svo hratt út á 7. öld og jemenskir hermenn tóku þátt í landvinningum múslima. Nokkrar konungsættir ríktu yfir landinu frá 9. til 16. aldar. Rasúlídar ríktu þeirra lengst. Snemma á 20. öld var landinu skipt milli Tyrkjaveldis og Breska heimsveldisins. Eftir hrun Tyrkjaveldis í Fyrri heimsstyrjöld var konungsríkið Jemen stofnað í norðurhluta landsins. Árið 1962 hrakti Gamal Abdel Nasser konunginn frá völdum og stofnaði Arabíska lýðveldið Jemen. Suðurhlutinn var undir stjórn Breta sem Verndarsvæðið Aden til 1967 þegar hann fékk sjálfstæði sem Suður-Jemen. Árið 1970 varð ríkið kommúnistaríki sem Alþýðulýðveldið Suður-Jemen. Ríkin tvö sameinuðust sem Lýðveldið Jemen árið 1990. Ali Abdullah Saleh varð fyrsti forseti landsins og ríkti fram að afsögn sinni árið 2012. Stjórn landsins í valdatíð hans var lýst sem þjófræði.

Frá árinu 2011 hefur ríkt stjórnarkreppa í Jemen. Hún hófst með götumótmælum gegn fátækt, spillingu, atvinnuleysi og fyrirætlunum Salehs um að breyta stjórnarskrá Jemen þannig að takmarkanir á tímalengd valdatíðar forseta væru afnumdar og gerast forseti til lífstíðar. Í kjölfarið sagði Saleh af sér og Abdrabbuh Mansur Hadi tók við en hann var formlega kosinn forseti í febrúar 2012 þar sem hann var einn í framboði. Vopnuð átök í landinu mögnuðust upp á þessum tíma þar sem miðstjórnarvaldið var ekki til staðar meðan á valdatilfærslunni stóð. Átök stóðu milli Hútífylkingarinnar og Islah-hreyfingarinnar auk þess sem Al-Kaída hafði sig í frammi. Í september 2014 hertók Hútífylkingin höfuðborgina Sana með aðstoð Salehs og lýstu sig stjórn landsins. Saleh var myrtur af leyniskyttu í Sana í desember 2017. Þetta leiddi til nýrrar borgarastyrjaldar og hernaðaraðgerða Sádi-Araba sem stefna að því að endurreisa stjórn Hadis. Að minnsta kosti 56.000 hafa látið lífið í átökunum frá því í janúar 2016.

Átökin hafa leitt til hungursneyðar hjá 17 milljónum manna. Skortur á hreinu drykkjarvatni vegna uppurinna vatnsbóla og eyðilegging innviða landsins hafa líka leitt til mesta kólerufaraldurs nútímans. Fjöldi sýktra er talinn vera 994.751 og 2.226 hafa látist frá því faraldurinn hófst í lok apríl 2016.

Jórdanía

Jórdanía (opinbert heiti: Jórdanía konungsríki Hasemíta; arabíska: أردنّ; umritun: ʼUrdunn) er land í Miðausturlöndum með landamæri að Sýrlandi í norðri, Írak í norðaustri, Sádí-Arabíu í austri og suðri og Ísrael og Vesturbakkanum í vestri. Það deilir strandlengju með Ísrael við Akabaflóa og Dauðahaf.

Konungsríkið varð til þegar Bretar og Frakkar skiptu Vestur-Asíu upp í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Landið varð sjálfstætt ríki sem Transjórdanía. Þegar landið lagði Vesturbakkann undir sig í Fyrsta stríði Araba og Ísrael 1948 tók Abdúlla 1. upp titilinn konungur Jórdaníu.

Í Jórdaníu er þingbundin konungsstjórn en konungurinn hefur samt sem áður mikil völd. Alþjóðabankinn skilgreinir Jórdaníu sem nývaxtarland. Efnahagslíf landsins er fjölbreytt en auðlindir fáar og iðnaður lítt þróaður. Jórdanía er auðug af fosfatnámum og er einn stærsti framleiðandi fosfats í heimi.

Líbanon

Líbanon (arabíska: لبنان‎ Libnān eða Lubnān; líbönsk arabíska: [lɪbˈneːn]; arameíska: לבנאנ) er land fyrir botni Miðjarðarhafs í Mið-Austurlöndum með landamæri að Sýrlandi í austri og norðri og Ísrael í suðri.

Elstu merki um siðmenningu í Líbanon eru um sjö þúsund ára gömul. Í fornöld var landið norðurhluti Kananslands. Fönikumenn ríktu yfir Líbanon frá 1550 til 539 f.Kr. þegar Kýros mikli lagði landið undir Persaveldi. Alexander mikli lagði Týros undir sig, brenndi borgina og seldi íbúana í þrældóm 332 f.Kr. Pompeius vann Líbanon og Sýrland af Selevkídum 64 f.Kr. Kristnir munkar (maronítar) stofnuðu munklífi á Líbanonfjalli á 4. öld. Arabar lögðu Sýrland undir sig á 7. öld. Á 11. öld spratt hreyfing Drúsa upp úr sjía-grein íslam. Snemma á 14. öld féll Líbanon í hendur mamlúka frá Egyptalandi og síðar Tyrkjaveldi. Eftir fyrri heimsstyrjöld varð Líbanon hluti af Franska verndarsvæðinu í Sýrlandi og Líbanon sem Stór-Líbanon. Árið 1926 stofnuðu Frakkar Líbanska lýðveldið sem lýsti yfir sjálfstæði árið 1943 þegar Frakkland var hernumið af Þjóðverjum. Í kjölfar síðari heimsstyrjaldar gekk Líbanon í gegnum blómaskeið sem miðstöð fjármálaþjónustu í Mið-Austurlöndum. Landið var þá kallað „Sviss Mið-Austurlanda“.

Líbanon studdi hin arabaríkin í fyrsta stríði Araba og Ísraelsmanna 1948, en gerði ekki innrás í Ísrael. Um 100.000 palestínskir flóttamenn flúðu til Líbanon vegna stríðsins. Ósigur PLO í Jórdaníu varð til þess að fjölga enn flóttamönnum í Líbanon sem leiddi til borgarastyrjaldar árið 1975. Stríðinu lauk árið 1990 en Ísraelsher hvarf ekki frá suðurhéruðum landsins fyrr en árið 2000 og Sýrlandsher ekki fyrr en 2005. Árið 2006 réðist Ísraelsher á landið til að stöðva eldflaugaárásir Hezbollah á skotmörk í norðurhluta Ísraels. Aftur kom til átaka árið 2008 milli líbanskra stjórnvalda og Hezbollah-samtakanna. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi sem hófst árið 2012 hefur aftur leitt til átaka í Líbanon, en talið er að tæplega 700.000 sýrlenskir flóttamenn séu í landinu.

Íbúafjöldi Líbanon var áætlaður rúmlega fjórar milljónir árið 2010, en ekkert formlegt manntal hefur farið fram í landinu frá 1932 vegna væringa milli ólíkra trúarhópa. Talið er að tæp 60% íbúa séu múslimar (þar af helmingur sjíamúslimar og helmingur súnnítar) og tæp 40% kristin (þar af rúmlega 20% maronítar). Langflestir tala líbanska arabísku en um 40% tala líka frönsku sem nýtur sérstakrar stöðu. Efnahagur Líbanon hvílir á fjölbreyttum grunni en stór hluti útflutnings er gull, demantar og góðmálmar. Nýlega hefur jarðolía fundist í Líbanon og í hafinu milli Líbanon og Kýpur.

Marokkó

Marokkó (arabíska المغرب‎ al-Maġrib; berbíska ⵍⵎⴰⵖⵔⵉⴱ Lmaġrib, franska Maroc) er konungsríki í Norður-Afríku með strandlengju meðfram Atlantshafi í vestri og Miðjarðarhafi í norðri. Landamæri liggja að Vestur-Sahara í suðri, og Alsír í austri, en landamærin að Alsír eru lokuð vegna átaka um yfirráð yfir Vestur-Sahara. Arabískt nafn landsins merkir „vesturríkið“ eða „vestrið“, en Maghreb er líka heiti á norðvesturhluta Afríku.

Marokkó gerir tilkall til landsvæðisins Vestur-Sahara sem hefur verið undir marokkóskri stjórn að meira eða minna leyti síðan 1975, en þau yfirráð hafa ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Sé Vestur-Sahara talin til Marokkó, eru ennfremur landamæri við Máritaníu til suðausturs, en annars liggja Marokkó og Máritanía ekki saman.

Spænsku útlendurnar Ceuta og Melilla eru á strönd Marokkó sem gerir tilkall til þeirra, auk eyjunnar Perejil sem er aðeins 200 metra frá strönd Marokkó í Gíbraltarsundi. Undan vesturströnd Marokkó eru hinar spænsku Kanaríeyjar en landhelgismörkin milli Marokkó og eyjanna eru líka umdeild.

Í Marokkó ríkir þingbundin konungsstjórn þar sem marokkóska þingið er þjóðkjörið en konungur Marokkó hefur mikil völd, sérstaklega í málefnum hersins, utanríkismálum og trúmálum. Konungur getur gefið út konunglegar tilskipanir sem hafa lagagildi og leyst þingið upp.

Rauðahaf

Rauðahaf (arabíska البحر الأحمر, al-Bahr al-ahmar; hebreska ים סוף Yam Suf; tígrinja ቀይሕ ባሕሪ, QeyH baHri) er flói eða innhaf úr Indlandshafi, á milli Afríku og Arabíuskagans í Asíu. Hafið tengist Indlandshafi í suðri um Adenflóa. Í norðri skagar Sínaískaginn inn í hafið. Hvorum megin við hann eru Akabaflói og Súesflói sem leiðir að Súesskurðinum. Hafið er 1900 km langt, en ekki nema 300 km breitt þar sem það er breiðast. Hafið nær yfir um 450.000 km² svæði.

Sómalía

Sómalía (sómalska: Soomaaliya; arabíska: الصومال, aṣ-Ṣūmāl) er land í Austur-Afríku með landamæri að Djíbútí, Eþíópíu og Kenía og strandlengju við Adenflóa í norðri og Indlandshafi í austri. Sómalía er við Horn Afríku og á lengstu strandlengju allra ríkja á meginlandi Afríku. Landslag í Sómalíu einkennist af sléttum og hásléttum þar sem er heitt árið um kring, árstíðabundnir monsúnvindar blása og úrkoma er óregluleg.

Um fimmtán milljónir manna búa í landinu. Þar af eru 85% Sómalir sem flestir búa í norðurhlutanum. Minnihlutahópar, eins og Bantúmenn, búa aðallega í suðurhlutanum. Eftir áratugalanga borgarastyrjöld búa líka margir Sómalir utan Sómalíu víða um heim. Opinber tungumál Sómalíu eru sómalska og arabíska sem bæði eru afróasísk mál, þótt annað sé kúsískt mál og hitt semískt. Flestir íbúar landsins eru súnnímúslimar.

Sómalía hefur verið mikilvæg miðstöð verslunar í þessum heimshluta frá því í fornöld og þar er talið líklegast að landið Púnt, sem er þekkt úr fornegypskum heimildum, hafi verið. Nokkur öflug soldánsdæmi komu þar upp á miðöldum og á nýöld, eins og Soldánsdæmið Mógadisjú, Soldánsdæmið Ajuran, Soldánsdæmið Warsangali og Soldánsdæmið Geledi. Tvö síðastnefndu soldánsdæmin urðu Breska Sómalíland og Ítalska Sómalíland þegar Evrópuveldin lögðu þau undir sig í kapphlaupinu um Afríku undir lok 19. aldar. Dervisjaríki Múhameðs Abdúlla Hassans stóðst ásælni Breta inni í landi þar til hinum síðarnefndu tókst að sigra þá með loftárásum árið 1920. Ítalir lögðu Soldánsdæmið Majeerteen og Soldánsdæmið Hobyo undir sig eftir nokkur átök 1924 og 1926. Bretar lögðu svo nýlendur Ítala undir sig árið 1941, í síðari heimsstyrjöld. Eftir stríðið varð Norður-Sómalía breskt verndarsvæði en Sameinuðu þjóðirnar stýrðu Suður-Sómalíu með umsjón Ítala. Árið 1960 sameinuðust þessi tvö lönd í eitt sjálfstætt ríki, Sómalíu.

Árið 1969 rændi herforinginn Siad Barre völdum í landinu og stofnaði Alþýðulýðveldið Sómalíu. Þegar andspyrnuhópar hröktu hann frá völdum árið 1991 braust Sómalska borgarastyrjöldin út. Á þeim tíma tóku sum héruð, eins og Sómalíland, Púntland og Galmudug, upp eigin stjórn og landsmenn tóku upp óformlegt hagkerfi sem byggðist á kvikfé, peningasendingum og farsímakerfum. Eftir aldamótin voru gerðar nokkrar tilraunir til að skapa sambandsríki og árið 2004 hóf Tímabundna sambandsstjórnin að koma á fót ríkisstofnunum eins og seðlabanka og her. Árið 2006 náði þessi stjórn að leggja undir sig átakahéruð í sunnanverðu landinu með aðstoð eþíópíska hersins. Ný stjórnarskrá var samþykkt árið 2012 og sama ár tók Sambandsstjórn Sómalíu við völdum.

Sómalíland

Sómalíland (sómalska: Soomaaliland; arabíska: صوماليلاند‎ Ṣūmālīlānd eða أرض الصومال Arḍ aṣ-Ṣūmāl) er fyrrum breskt yfirráðasvæði í norðvesturhluta Sómalíu við horn Afríku. Í maí 1991 samþykktu ættbálkarnir á svæðinu að lýsa yfir sjálfstæðu lýðveldi sem nú inniheldur sex af átján héruðum Sómalíu, eða svæðið milli Djíbútí, Eþíópíu og Adenflóa. Höfuðborgin er Hargeisa.

Stjórn Sómalílands lítur á sig sem arftaka stjórnar Breska Sómalílands sem hlaut sjálfstæði árið 1960 rétt áður en það sameinaðist Ítalska Sómalílandi og myndaði ríkið Sómalíu. Þegar ríkisstjórn Siad Barre hóf baráttu gegn aðskilnaðarsinnum í Hargeisa átti það þátt í að setja Sómölsku borgarastyrjöldina af stað. Eftir hrun miðstjórnarvaldsins árið 1991 lýsti Sómalska þjóðarhreyfingin yfir sjálfstæði Sómalílands. Sómalíland hefur ekki verið viðurkennt af neinni ríkisstjórn eða alþjóðlegri stofnun. Engu að síður hefur þetta ríki haldist stöðugt. Það hefur átt í átökum við Púntland (sem lítur á sig sem fylki í ríkjasambandi Sómalíu fremur en sjálfstætt ríki) um héruðin Sanaag og Sool.

Sýrland

Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.Sýrland, opinberlega Sýrlenska arabíska lýðveldið, er land fyrir botni Miðjarðarhafs með landamæri að Líbanon, Ísrael, Jórdaníu, Írak og Tyrklandi. Deilt er um landamærin við Ísrael (Gólanhæðir) og Tyrkland (Hatay). Höfuðborgin, Damaskus, er eitt af elstu lifandi borgarsamfélögum heims, en talið er að borgin hafi verið stofnuð um 2500 f.Kr. Í Sýrlandi býr fólk af mörgum þjóðarbrotum eins og Arabar, Grikkir, Armenar, Assýríumenn, Kúrdar, Sjerkesar, Mhalmítar, Mandear og Tyrkir. Um 90% íbúa eiga arabísku að móðurmáli og súnní íslam er ríkjandi trúarbrögð í landinu.

Nafn landsins er grískt heiti á íbúum Assýríu og hefur oft verið notað sem samheiti yfir allt landsvæðið við botn Miðjarðarhafs. Damaskus var höfuðborg Úmajada 661 til 750 þegar Abbasídar fluttu höfuðborg hins íslamska heims til Bagdad. Nútímaríkið Sýrland var stofnað sem hluti af yfirráðasvæði Frakklands eftir Fyrri heimsstyrjöld. Eftir að landið fékk sjálfstæði voru herforingjauppreisnir tíðar. Um þriggja ára skeið var landið í ríkjasambandi við Egyptaland. Ba'ath-flokkurinn rændi völdum í landinu 1963 en pólitískur óstöðugleiki hélt áfram. Eftir Svarta september 1970 var Hafez al-Assad valinn þjóðarleiðtogi. Sonur hans, Bashar al-Assad, var kosinn eftirmaður hans án mótframboða árið 2000. Hörð viðbrögð stjórnar hans við friðsamlegum mótmælum þegar Arabíska vorið hófst 2011 leiddu til vaxandi átaka og borgarastyrjaldar sem hefur nú staðið í rúm átta ár.

Sýrland er aðili að Samtökum hlutlausra ríkja. Landinu hefur verið vísað úr Arababandalaginu og Samtökum um íslamska samvinnu. Andstæðingar Assads hafa myndað bráðabirgðastjórn sem hefur verið boðið sæti landsins í Arababandalaginu.

Tjad

Tjad (arabíska تشاد , Tašād; franska Tchad) er strandlaust ríki í Mið-Afríku. Það á landamæri að Líbíu í norðri, Súdan í austri, Mið-Afríkulýðveldinu í suðri, Kamerún og Nígeríu í suðvestri og Níger í vestri. Landið er að stærstum hluta í Saharaeyðimörkinni. Í norðurhluta þess er Tíbestífjallgarðurinn, mesti fjallgarður Sahara. Hæsti fjallstindur Tjad er eldfjallið Emi Koussi í Tíbestífjallgarðinum sem nær 3.445 metra hæð yfir sjávarmáli. Nafn landsins er dregið af nafni Tjadvatns sem er stærsta votlendissvæðið í Tjad og það næststærsta í Afríku. Landið skiptist í þrjú belti: Nyrst er eyðimörk og syðst súdönsk grasslétta en milli þeirra er sahel eða eyðimerkurjaðar.

Íbúar Tjad eru rúmlega tíu milljónir og tilheyra yfir 200 ólíkum þjóðarbrotum. Tæplega milljón býr í höfuðborginni, N'Djamena, sunnan við Tjadvatn við vesturlandamæri landsins. Um 120 tungumál af þremur málaættum eru töluð í Tjad en opinber tungumál landsins eru franska og arabíska. Tjadísk arabíska er almennt samskiptamál. Rétt rúmur helmingur íbúa aðhyllist íslam og um 40% eru kristnir.

Túnis

Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.Túnis (الجمهرية التونسية) er land í Norður-Afríku með landamæri að Alsír í vestri og Líbýu í austri og strandlengju að Miðjarðarhafi í norðri og austri. Það er nyrsta landið í Afríku og austasta landið á Atlasfjallgarðinum. Föníkumenn stofnuðu þar borgina Karþagó í fornöld og landið varð síðar rómverska skattlandið Afríka. Nafnið Túnis er talið koma úr máli Berba og merkja tjaldbúðir en landið dregur nafn sitt af höfuðborginni.

Túnis nær yfir 163.610 ferkílómetra. Nyrsti oddi landsins og jafnframt álfunnar er Ras ben Sakka. Sikileyjarsund skilur milli Túnis og Sikileyjar, en það er um 145 km á breidd. Aðeins 60 km undan strönd Túnis er ítalska eyjan Pantelleria. Túnis er frjósamt land með miklar strendur sem laða að ferðamenn. Efnahagslíf landsins er fjölbreytt og byggist á landbúnaði, olíuvinnslu, námavinnslu, iðnframleiðslu og ferðaþjónustu.

Íbúar Túnis eru rúmlega tíu milljónir. Arabíska er opinbert mál og 98% íbúa eru múslimar. Frönskukunnátta er algeng, en landið var frönsk nýlenda frá 1881 til 1956.

Túniski þjóðarsamræðukvartettinn

Túniski þjóðarsamræðukvartettinn (arabíska: الرباعي التونسي للحوار الوطني‎, franska: Quartet du dialogue national) eða Túniskvartettinn er hópur fjögurra samtaka sem unnu saman að því að stofna til lýðræðislegs fjölflokkakerfis í Túnis eftir túnisku byltinguna árið 2011. Eftir byltinguna var alls óvíst að lýðræði gæti orðið til í landinu og landið rambaði á barmi borgarastyrjaldar líkt og mörg önnur lönd sem höfðu farið í gegnum byltingu í arabíska vorinu. Þjóðarsamræðukvartettinn átti drjúgan þátt í því að stýra landinu í átt að lýðræði eftir byltinguna og er túniska byltingin fyrir vikið gjarnan talin sú farsælasta sem braust út í arabíska vorinu.

Kvartettinn var stofnaður sumarið 2013 og vann til friðarverðlauna Nóbels árið 2015. Nóbelsverðlaunanefndin sagði kvartettinn hafa „komið á friðsamlegu, pólitísku ferli þegar landið var á barmi borgarastyrjaldar. Þannig hafi tekist að koma á stjórnkerfi í landinu sem tryggi mannréttindi allra borgaranna, burtséð frá kyni, stjórnmála- eða trúarskoðunum.“Þjóðarsamræðukvartettinn telur til sín eftirfarandi stofnanir:

Verkalýðshreyfingu Túnis (UGTT eða Union Générale Tunisienne du Travail)

Iðnaðar-, viðskipta og handiðnahreyfingu Túnis (UTICA eða Union Tunisienne de l’Industrie, du Commerce et de l’Artisanat)

Mannréttindabandalag Túnis (LTDH eða La Ligue Tunisienne pour la Défense des Droits de l’Homme)

Lögmannaráð Túnis (Ordre National des Avocats de Tunisie)

Írak

Írak (arabíska: العراق‎‎ al-‘Irāq; kúrdíska: عێراق‎ Eraq) er land í Mið-Austurlöndum sem nær yfir það svæði sem áður var kallað Mesópótamía, á milli ánna Efrat og Tígris og suðurhluta Kúrdistan. Það á landamæri að Kúveit og Sádí-Arabíu í suðri, Jórdaníu í vestri, Sýrlandi í norðvestri, Tyrklandi í norðri og Íran í austri. Höfuðborg og stærsta borg landsins er Bagdad. Helstu þjóðarbrot sem búa í landinu eru Arabar og Kúrdar, en auk þeirra búa þar Assýríumenn, Túrkmenar, Sjabakar, Jasídar, Armenar, Mandear, Sjerkesar og Kavlijar. Um 95% íbúa landsins eru múslimar en hluti íbúa aðhyllist önnur trúarbrögð eins og kristni, Jarsanisma, Jasídatrú og Mandeisma. Opinber tungumál Íraks eru arabíska og kúrdíska.

Írak á 58 km langa strandlengju við Persaflóa, hjá Umm Qasr. Landið nær yfir vatnasvið Efrat og Tígris, norðvesturenda Sagrosfjalla og austurhluta sýrlensku eyðimerkurinnar. Stærstu ár landsins eru Efrat og Tígris sem renna saman í Shatt al-Arab sem rennur í Persaflóa. Vegna ánna er mikið ræktarland í Írak.

Landið milli ánna Efrat og Tígris var í fornöld kallað Mesópótamía. Það er stærstur hluti frjósama hálfmánans og er talið með vöggum siðmenningar. Það var á þessu svæði sem notkun ritmáls með rituðum lögum, og borgarlíf með skipulögðu stjórnarfari hófust. Nafnið Írak er dregið af fornaldarborginni Úrúk í Súmer. Mikill fjöldi menningarsamfélaga kom upp á þessu svæði í fornöld, eins og Akkad, Súmer, Assýría og Babýlon. Mesópótamía var auk þess á ýmsum tímum hluti af stærri heimsveldum eins og Medaveldi, Selevkídaríkinu, Parþaveldi, Sassanídaríkinu, Rómaveldi, kalífadæmum Rasíduna, Úmajada og Abbasída, Mongólaveldinu, Safavídaríkinu, ríki Afsjarída og að lokum Tyrkjaveldi.

Þegar Tyrkjaveldi var skipt upp eftir fyrri heimsstyrjöld ákvarðaði Þjóðabandalagið núverandi landamæri Íraks Á millistríðsárunum var Írak í umsjá Bretlands í umboði Þjóðabandalagsins. Konungsríki var komið á fót árið 1921 og það hlaut sjálfstæði 3. október 1932. Árið 1958 var konunginum steypt af stóli og lýðveldi stofnað. Ba'ath-flokkurinn ríkti í Írak frá 1968 til 2003. Á árunum 1980-88 geisaði stríð á milli Íraks og Írans. Persaflóastríðið var háð 1991 eftir að Írak hafði ráðist á Kúveit. Í kjölfar innrásarinnar í mars 2003, sem Bandaríkjamenn og Bretar leiddu, hrökkluðust Ba'ath-flokkurinn og leiðtogi hans Saddam Hussein frá völdum og fjölflokkakerfi var tekið upp. Bandaríkjamenn drógu herlið sitt frá Írak árið 2011 en Írakskreppan hélt áfram og blandaðist inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi.

Íslam

Íslam (arabíska الإسلام al-islām framburður ), einnig nefnt múhameðstrú, er eingyðistrú og er guð þeirra nefndur Allah á arabísku og rekur uppruna sinn til arabíska spámannsins Múhameðs sem var uppi á 6. og 7. öld eftir Krist. Fylgjendur íslams kallast múslimar. Íslam er af abrahamískum stofni og talin næst fjölmennustu trúarbrögð heims á eftir kristni. Í samanburði við önnur trúarbrögð á íslam einna mest skylt við kristni og sækir ýmislegt til gyðingdóms þar sem lifað er eftir reglum svo sem hvað varðar matarvenjur, föstu á ákveðnum tímum, umskurn á kynfærum, reglulegar bænir og fleira. Margir trúarsiðir í íslam eru upprunnir úr heiðnum trúarbrögðum araba frá því fyrir tíma Múhameðs. Íslam er ekki einungis trúarbrögð heldur er þeim oft lýst sem allsherjar lífsreglum sem taka til allra þátta lífs múslima, bæði félagslegra, efnahagslegra, siðferðislegra og andlegra. Stjórnskipan, réttarfar, löggjöf, refsingar og almennar lífsvenjur múslima taka mið af trúartextum íslams og lífi spámannsins Múhameðs.

Íslam er stundum nefnd múhameðstrú á íslensku. Samsvarandi heiti voru notuð í flestum Evrópumálum en eru nú óðum á undanhaldi. Ástæðan er sú að múslimar (fylgjendur íslam) álíta hugtakið „múhameðstrú“ villandi þar sem Múhameð er spámaður en ekki Guð.

Ísrael

Ísraelsríki (hebreska: מדינת ישראל, Medinat Yisra'el; arabíska: دولة اسرائيل, Daulat Isra'il) er land í Miðausturlöndum fyrir botni Miðjarðarhafs, stofnað árið 1948. Landið er lýðveldi með þingbundinni stjórn og er yfirlýst gyðingaríki. Flestir íbúanna eru gyðingar en stór minnihlutahópur múslima, kristinna, Drúsa og Araba býr einnig í landinu. Zíonismi naut vaxandi fylgis eftir helförina í seinni heimsstyrjöld, sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis. Talsverð ólga hefur verið á svæðinu og í nágrannaríkjum allar götur síðan. Deilt er um stöðu hernumdu svæðanna sem eru Gólanhæðir, Vesturbakkinn og Gazaströndin. Heimastjórn Palestínumanna fer með völd á Vesturbakkanum en samtökin Hamas fara með stjórn á Gaza (sem Evrópusambandið, Bandaríkin og fleiri líta á sem hryðjuverkasamtök).

Óman

Óman (arabíska: العربية eða Saltanat Umān, سلطنة عُمان er land á suðausturströnd Arabíuskagans með landamæri að Sameinuðu arabísku furstadæmunum í norðvestri, Sádí-Arabíu í vestri og Jemen í suðvestri. Óman á strandlengju að Arabíuhafi í suðri og Ómanflóa í austri. Landið liggur á hernaðarlega mikilvægum stað við mynni Persaflóa þar sem landhelgi þess og Írans liggja saman. Óman á tvær útlendur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Madha og Musandam sem skagar út í Hormússund.

Óman var á áhrifasvæði ýmissa stórvelda í fornöld en þegar höfðingjar snerust til íslam á 7. öld stofnuðu þeir ríki undir stjórn ímams og íbadismi varð ríkjandi trúarbrögð. Portúgalir náðu Múskat á sitt vald árið 1507 og héldu borginni til 1650 fyrir utan stutt skeið þegar Tyrkjaveldi náði henni af þeim. Þeir reistu þar virki til að verja siglingaleiðir sínar. Soldánarnir Nasir bin Murshid og Sultan bin Saif ráku Portúgali burt um miðja 17. öld og árið 1698 ráku þeir Portúgali burt frá Sansibar og öðrum eyjum við austurströnd Afríku. Árið 1737 réðust Persar á Óman og eftir nokkurra ára styrjöld komst núverandi soldánsfjölskylda til valda. Ríkið hagnaðist á þrælaverslun í Afríku og Óman varð stórveldi. Árið 1913 skiptist soldánsdæmið í ímamatið Óman inni í landi og soldánsdæmið Múskat við ströndina. Á 6. áratugnum reyndi soldáninn að auka völd sín í ímamatinu sem leiddi til uppreisnar þar og stríðsins um Jebel Akhdar. Að lokum náði soldáninn yfirtökunum með aðstoð Breta og leiðtogar ímamatsins flúðu til Sádí-Arabíu. Árið 1964 fundust olíulindir í Óman en þær eru þó ekki miklar samanborið við sum nágrannalöndin. Eftir að arabíska vorið hófst 2011 hafa mótmæli gegn soldáninum farið vaxandi. Hann hefur lofað þinginu meiri völdum en um leið beitt aukinni hörku gegn gagnrýni á Internetinu. Sex aðgerðasinnar fengu fangelsisdóma og háar fjársektir árið 2012 fyrir að gagnrýna stjórnina á netinu.

Óman er fjölmenningarríki þar sem íbúar tala minnst tólf ólík tungumál, þar á meðal arabísku, balúkísku, svahílí, úrdú og ensku. Um þrír fjórðu hlutar landsmanna aðhyllast íslam, þar af um helmingur íbadisma. Önnur trúarbröð sem íbúar aðhyllast eru meðal annars hindúatrú, jainismi, búddismi og sóróismi. Landið er einveldi soldánsins og þingið hefur takmörkuð völd þótt það gegni hlutverki við lagasetningu. Óman er aðili að Persaflóasamstarfsráðinu, Sameinuðu þjóðunum og Arababandalaginu.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.