Alfræðirit

Alfræðirit er uppsláttar- eða uppflettirit sem ætlað er að gefa yfirlit yfir alla þekkingu og tækni mannkyns almennt eða á tilteknum sérsviðum. Þegar alfræðirit er gefið út í bókaformi og efnisorðum raðað í stafrófsröð kallast það einnig alfræðiorðabók vegna hliðstæðunnar við orðabók.

Brockhaus Lexikon
Brockhaus Lexikon

Tengt efni

Tenglar

20. september

20. september er 263. dagur ársins (264. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 102 dagar eru eftir af árinu.

2004

Árið 2004 (MMIV í rómverskum tölum) var 4. ár 21. aldar og hlaupár sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu .

Atkvæði

Atkvæði er í málfræði byggingareining orða. Orð getur verið myndað úr einu eða fleiri atkvæðum. Hvert atkvæði inniheldur einn og einungis einn sérhljóða en auk hans stundum einnig einn eða fleiri samhljóða. Til dæmis er orðið „menntun“ tvö atkvæði: mennt/un; en orðið „alfræðirit“ hefur fjögur atkvæði: al/fræð/i/rit.

Codex Seraphinianus

Codex Seraphinianus er nútímalistaverk sem gefið upprunalega út árið 1981 en verkið er myndskreytt alfræðirit sem lýsir ímynduðum heimi. Verkið er skapað af Luigi Serafini en hann er ítalskur listamaður, arkitekt og hönnuður. Hann vann að Codex Seraphinianus í þrjú ár frá 1976 til 1978. Bókin er 360 blaðsíður og er handskrifuð á tilbúnu tungumáli.

Encarta

Microsoft Encarta er rafrænt alfræðirit sem Microsoft gaf út frá 1993 til 2009. Árið 2008 innihélt enska útgáfan meira en 62.000 greinar, og auk þess mikinn fjölda mynda, kvikmynda, hljóðs, korta, skýringarmynda, verkefna o.s.frv.. Encarta varð til þegar Microsoft keypti útgáfurétt að alfræðiorðabók forlagsins Funk & Wagnalls eftir að útgefendur Encyclopedia Britannica höfðu áður hafnað tilboði fyrirtækisins. Síðar keypti Microsoft alfræðiritin Collier's Encyclopedia og New Merit Scholar's Encyclopedia frá Macmillan og felldi þau inn í Encarta. Alfræðiritið var gefið út á geisladiski en vefútgáfa kom síðar. Microsoft ákvað 2009 að hætta útgáfu alfræðiritsins sem hafði dalað mikið í vinsældum.

Fingers

Fingers eftir belgíska teiknarann Morris (Maurice de Bevere) og höfundinn Lo Hartog van Banda er 52. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1983 og hefur ekki verið gefin út í íslenskri þýðingu.

Forsíða/Prufa

Á öðrum tungumálum

Georg Wilhelm Friedrich Hegel

Georg Wilhelm Friedrich Hegel (27. ágúst 1770 í Stuttgart í Þýskalandi – 14. nóvember 1831 í Berlín í Þýskalandi) var þýskur heimspekingur fæddur í Stuttgart í Württemberg, í dag í suðvestur Þýskalandi.

Áhrif hans hafa verið þónokkur á margvíslega hugsuði, þeirra á meðal hafa verið aðdáendur hans (F.H. Bradley, Sartre) og andstæðingar hans (Kierkegaard, Schopenhauer, Heidegger, Schelling). Hann er einkum þekktur fyrir tilraun sína til að setja fram alltumvefjandi verufræðilegt kerfi frá rökréttum upphafspunkti.

Heimspeki

Heimspeki fæst við grundvallarspurningar um veruleikann, tilvist og stöðu mannsins í alheiminum. Þeir sem fást við heimspeki kallast heimspekingar og reyna þeir meðal annars að skýra inntak og tengsl hugtaka og fyrirbæra á borð við sannleika, merkingu og tilvísun, skilning, þekkingu, skoðun, vísindi, skýringu, lögmál, tegund, samsemd, eðli, eiginleika, orsök, rök, vensl, nauðsyn, möguleika, lög, rétt, rangt, gott, illt, hamingju, dygð, skyldu, athöfn, atburð, réttlæti, réttindi, frelsi, vináttu, ást, fegurð, list og svona mætti lengi áfram telja. En heimspekin er ekki hvaða glíma sem er við þessar spurningar sem á okkur leita, heldur er hún fyrst og fremst tilraun til að fást við þessar spurningar af einurð og heilindum. Hún er ekki einber opinberun einhverrar skoðunar, heldur er hún ætíð rökstudd, jafnvel þótt stundum séu rökin ósögð og undanskilin og þau verði að lesa á milli línanna.

Við þetta má bæta að heimspeki er ekki bara samansafn spurninga sem raunvísindin eiga eftir að svara, því túlkun á niðurstöðum vísindanna getur beinlínis oltið á heimspekilegri afstöðu sem liggur tilraunum og túlkun þeirra til grundvallar. Þess vegna geta vísindin einfaldlega ekki svarað öllum spurningum heimspekinnar án þess að gefa sér svörin. Á hinn bóginn mætti segja að heimspekin sé sjálf ákveðin grein eða ákveðinn þáttur vísindanna eða framhald þeirra; hún hefur sjálf eitthvað fram að færa til heildarmyndar okkar af sjálfum okkur og heiminum, lífinu og tilverunni.

Heimspekilegar bókmenntir einkennast öðru fremur af röksemdafærslum, sem eru notaðar til að setja fram kenningar um viðfangsefni heimspekinnar. Þessar röksemdafærslur fela yfirleitt í sér hugleiðingar um andstæð eða gagnstæð viðhorf og meinta galla á þeim.

Upphaflega náði hugtakið heimspeki yfir mun víðara svið viðfangsefna en það gerir í dag. Til dæmis veltu forverar Sókratesar fyrir sér spurningum um uppruna og myndun alheimsins, eðli efnisheimsins og uppruna tegundanna. Þessar vangaveltur urðu að endingu að grunni náttúruvísindanna, sem nefndust áður „náttúruheimspeki“ eða „náttúruspeki“.

Með tilkomu háskólanna tók heimspekin á sig mynd fræðigreinar en frá og með 20. öld hefur hún einkum þrifist innan veggja háskólanna.

Óformlega getur orðið „heimspeki“ vísað til almennrar heimsmyndar eða tiltekinnar siðferðissannfæringar eða skoðunar.

Jimmy Wales

Jimmy Donal Wales, einnig kunnur sem Jimbo Wales (fæddur 7. ágúst 1966) er bandarískur Internet-frumkvöðull, helst þekktur af starfi sínu að margvíslegum verkefnum tengdum wiki-hugmyndinni. Þar á meðal eru Wikipedia, Wikimedia Foundation og fyrirtækið Wikia Inc..

Nordisk familjebok

Nordisk familjebok er sænsk alfræðiorðabók. Nafn hennar merkir norræn fjölskyldubók.

Fyrsta útgáfan kom út 1876-1899. Önnur útgáfan, hin svokallaða Ugluútgáfa, kom út 1904-1926 í 38 bindum og er enn í dag talin vera umfangsmesta alfræðiorðabók sem gefin hefur verið út á sænska tungu. Þriðja útgáfan var gefin út 1923-1937 og fjórða útgáfan 1951-1957.

Oxford Classical Dictionary

Oxford Classical Dictionary (eða OCD) er alfræðirit á ensku um klassíska fornöld, þ.e. hvaðeina er varðar Rómaveldi og Grikkland hið forna.

Ritið kom fyrst út árið 1949. Önnur útgáfa kom út árið 1970 undir ritstjórn Nicholas G.L. Hammond og H.H. Scullard og þriðja útgáfa kom út árið 1996 undir ritstjórn Simon Hornblower og Antony Spawforth, sem er enn núverandi útgáfa (2005) en hefur þó verið endurskoðuð. Alfræðiritið er einnig fáanlegt á geisladisk.

Í ritinu eru rúmlega 6000 greinar um allt frá daglegu lífi Forn-Grikkja og Rómverja til landafræði, trúarbragða og sögulegra persóna. Í ritinu eru tilvísanir í viðurkenndar fræðilegar útgáfur frumheimilda auk þess sem bent er á nýleg fræðirit.

Plinius eldri

Gaius Plinius Secundus eða Pliníus eldri (23 – 24. ágúst 79) var rómverskur fræðimaður og rithöfundur og sjóliðsforingi í rómverska flotanum. Hann samdi ritið Naturalis Historia (ísl. Náttúrusaga), sem var nokkurn konar alfræðirit um náttúruvísindi og talinn forfaðir alfræðiorðabóka síðari tíma. Hann er nefndur „eldri“ til aðgreiningar frá frænda sínum, Pliníusi yngri en báðir urðu vitni að eldgosinu í Vesúvíusi þann 23. ágúst árið 79 e.Kr. sem varð Pliníusi eldri að aldurtila.

Slóvenía

Slóvenía eða Lýðveldið Slóvenía (slóvenska Republika Slovenija) er land í sunnanverðri Mið-Evrópu við rætur Alpafjalla. Slóvenía á landamæri að Ítalíu í vestri, Austurríki í norðri, Ungverjalandi í norðaustri og Króatíu í suðri. Landið á einnig strönd að Adríahafi.

Landið var hluti af Austurríki-Ungverjalandi þar til 1918, Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena milli heimstyrjaldanna, og Júgóslavíu á árunum 1945 til 1991 þegar það lýsti yfir sjálfstæði, það er nú meðlimur í Evrópusambandinu (frá 1. maí 2004) og NATO. Landið hefur áheyrnarstöðu í La Francophonie.

Stanford Encyclopedia of Philosophy

Stanford Encyclopedia of Philosophy er alfræðirit um heimspeki á veraldarvefnum sem rekið er af Metaphysical Research Lab við Center for the Study of Language and Information hjá Stanford University. Aðalritstjóri er Edward N. Zalta, stofnandi alfræðiritsins. Aðgangur að vefsíðunni er ókeypis.

Greinar á vefnum eru skrifaðar af sérfræðingum en meðal greinarhöfunda eru prófessorar í heimspeki frá 65 háskólum frá öllum heimshornum. Leitast er við að tryggja gæði greina á vefnum með því að

fá sérfræðinga til að skrifa á vefinn;

greinarhöfundar eru valdir af ritstjóra eða ritstjórnarnefnd, og

greinar eru ritrýndar.Ritstjórnarstefna Stanford Encyclopedia of Philosophy leyfir að fleiri en ein grein fjalli um sama efni. Þannig má endurspegla ágreining fræðimanna á fræðilegan máta.

Edward N. Zalta stofnaði Stanford Encyclopedia of Philosophy í september árið 1995 með það í huga að alfræðirit á veraldarvefnum mætti uppfæra oft og koma þannig í veg fyrir að það úreldist eins og óhjákvæmilegt er um prentaðar bækur.

Stóra skordýrabók Fjölva

Stóra skordýrabók Fjölva er alfræðirit um skordýr þýtt af Þorsteini Thorarensen upp úr The Pictorial Encyclopedia of Insects eftir V. J. Stanek. Bókin var útgefin 1974 af Bókaútfáfunni Fjölva í samstarfi við Artia-bókaútgáfuna í Prag og var prentuð í Tékkóslóvakíu.

Wikipedia

Wikipedia (www.wikipedia.org) er frjálst alfræðirit sem er búið til í samvinnu, með svokölluðu wiki kerfi. Fyrir utan almennan alfræðitexta, er alfræðiefnið á síðunni oft tengt í almanök og landafræðiskrár, að auki er haldið utan um nýlega atburði.

Fram að júní 2009 féll mestallur texti á Wikipedia undir Frjálsa GNU handbókarleyfið en þá var skipt yfir í Creative Commons Attribution-ShareAlike (CC-by-SA) 3.0. Myndir og margmiðlunarefni falla stundum undir önnur skilyrði.

Mest af efnisinnihaldi Wikipedia er komið frá notendum. Allt efnið er síbreytilegt og það verður aldrei fullkomnað. Vegna þessa er Wikipedia einstætt viðfangsefni.

Íslenska alfræðiorðabókin A-Ö

Íslenska alfræðiorðabókin A-Ö er alfræðirit á íslensku, sem gefið var út árið 1990 af bókaútgáfunni Erni og Örlygi. Bókin er í þremur bindum, inniheldur um 37.000 efnisorð og 4.500 teikningar og kort, og er jafnframt fyrsta íslenska alfræðiritið, almenns umfangs sem samið er fyrir fullorðna lesendur. Ritstjórar voru Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Önnur prentun var gerð 1992.

Bókin er byggð á danska alfræðiritinu Fakta, Gyldendals etbinds leksikon sem gefið var út 1988. Samningar um útgáfuna tókust 1987 og upphaflega stóð til að alfræðiorðabókin kæmi út samhliða dönsku útgáfunni.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.