1996

Árið 1996 (MCMXCVI í rómverskum tölum) var 96. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Árþúsund: 2. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

Scandia
Scandia og North Cape á strandstað.

Febrúar

Deep Blue
Skáktölvan Deep Blue.

Mars

 • 3. mars - José María Aznar varð forsætisráðherra Spánar.
 • 3. og 4. mars - 32 létust í tveimur sjálfmorðssprengjuárásum í Ísrael. Hamassamtökin lýstu ábyrgð á hendur sér en Yasser Arafat fordæmdi þær í sjónvarpsávarpi.
 • 6. mars - Íslenska tímaritið Séð og heyrt kom út í fyrsta sinn.
 • 6. mars - Téténskir uppreisnarmenn réðust á höfuðstöðvar rússneska hersins í Grosní með þeim afleiðingum að 70 rússneskir hermenn og 130 uppreisnarmenn létu lífið.
 • 11. mars - John Howard varð forsætisráðherra Ástralíu.
 • 13. mars - Thomas Hamilton ruddist inn í leikfimisal grunnskólans í Dunblane í Skotlandi og skaut á allt kvikt og myrti sextán börn á aldrinum fimm til sex ára, auk þess sem hann skaut kennara þeirra til bana og særði tólf önnur börn. Hann beindi síðan byssu að sjálfum sér og svipti sig lífi.
 • 15. mars - Hollenski flugvélaframleiðandinn Fokker varð gjaldþrota.
 • 16. mars - Robert Mugabe var kjörinn forseti Simbabve.
 • 18. mars - 163 létu lífið í eldsvoða á skemmtistaðnum Ozone Disco í Quezon-borg á Filippseyjum.
 • 20. mars - Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti að kúariða hefði að öllum líkindum borist í menn.
 • 21. mars - Íslenska kvikmyndin Draumadísir var frumsýnd.
 • 22. mars - Fyrsti tölvuleikurinn í leikjaröðinni Resident Evil kom út í Japan.
 • 22. mars - Göran Persson varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
 • 23. mars - Fyrstu forsetakosningarnar voru haldnar í kínverska lýðveldinu á Tævan. Sitjandi forseti, Lee Teng-hui, var kjörinn.
 • 24. mars - Marcopper-námaslysið átti sér stað á eyjunni Marinduque á Filippseyjum.
 • 26. mars - Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti 10,2 milljarða dala lán til Rússlands til að standa undir efnahagsumbótum.
 • 28. mars - Þrír breskir hermenn voru dæmdir sekir um að hafa nauðgað og myrt Louise Jensen á Kýpur.

Apríl

Theodore Kaczynski
Handtökumynd af Theodore Kaczynski.

Maí

KeckTelescopes-hi
Keck I og II á Mauna Kea á Hawaii.

Júní

Scotland-holland euro 96
Leikur Skotlands og Hollands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu.

Júlí

Bjarne-riis-of-denmark-leads-the-pack-in-climb-of-hautacam-followed-by-spain-s-miguel-indurain-fran 2488988
Bjarne Riis í Tour de France.
 • 1. júlí - Ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins tóku gildi á Íslandi. Þau fólu meðal annars í sér afnám æviráðningar opinberra starfsmanna.
 • 1. júlí - Þýsku réttritunarumbæturnar voru samþykktar af flestum þýskumælandi ríkjum.
 • 2. júlí - Bræðurnir Lyle og Erik Menendez voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í Los Angeles fyrir að myrða foreldra sína.
 • 3. júlí - Boris Jeltsín sigraði aðra umferð forsetakosninga og var endurkjörinn forseti Rússlands.
 • 5. júlí - Í Roslin-stofnuninni í Skotlandi fæddist gimbur sem hafði verið klónuð og því eingetin. Hlaut hún nafnið Dolly og lifði til 2003. Dolly var fyrsta klónaða spendýrið.
 • 11. júlí - Russell-dómurinn gaf út handtökutilskipanir á hendur Radovan Karadžić og Ratko Mladić fyrir stríðsglæpi.
 • 16. júlí - Matareitrun af völdum Escherichia coli olli veikindum 6000 barna í Japan og dauða tveggja.
 • 17. júlí - Samband portúgölskumælandi landa var stofnað.
 • 17. júlí - TWA flug 800 sprakk undan strönd Long Island í Bandaríkjunum. Allir um borð, 230 manns, fórust.
 • 19. júlí - Sumarólympíuleikar voru settir í Atlanta.
 • 19. júlí - Forseti Bosníuserba, Radovan Karadžić, sagði af sér vegna ásakana um stríðsglæpi.
 • 21. júlí - Danski hjólreiðamaðurinn Bjarne Riis sigraði í Tour de France-keppninni.
 • 24. júlí - 56 létust þegar sprengja sprakk í lest utan við Kólombó á Srí Lanka.
 • 25. júlí - Her Búrúndí framdi valdarán og gerði Pierre Buyoya aftur að forseta.
 • 27. júlí - Einn lést og 111 særðust þegar sprengja sprakk í Centennial Olympic Park í Atlanta í Bandaríkjunum.
 • 29. júlí - Windows NT 4.0 kom út.

Ágúst

ALH84001 structures
Mynd tekin með rafeindasmásjá af yfirborði loftsteinsins ALH 84001.

September

Tunnelausgang Botnsdalur
Skilti við Vestfjarðagöng.

Október

Eu e o trem de pouso
Hjólabúnaður af TAM flugi 402 í íbúð í São Paulo.
 • 2. október - Andrej Lúkanov, fyrrum forsætisráðherra Búlgaríu, var myrtur.
 • 2. október - Aeroperú flug 603 hrapaði í Kyrrahafið þegar öll tæki um borð biluðu skömmu eftir flugtak frá Límaflugvelli í Perú. Allir um borð, 70 að tölu, fórust.
 • 3. október - Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjan, var frumsýnd.
 • 7. október - Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið News Corporation, hleypti fréttastöðinni Fox News af stokkunum.
 • 22. október - 30 fangar létust þegar eldur braust út í fangelsi í Caracas í Venesúela.
 • 23. október - Réttarhöld yfir O. J. Simpson hófust í Santa Monica í Kaliforníu.
 • 25. október - Gro Harlem Brundtland sagði af sér embætti forsætisráðherra í Noregi og Torbjørn Jagland tók við.
 • 30. október - Bardagar brutust út þegar tútsar undir stjórn Laurent Kabila náðu Uvira í Saír á sitt vald og hófu morð á flóttamönnum hútúa.
 • 31. október - 96 farþegar létust auk þriggja á jörðu niðri þegar TAM Transportes Aéreos Regionais flug 402 hrapaði á íbúðahverfi í São Paulo.

Nóvember

Twisted bridge Skaftafell due to Glacial lake outburst flood
Bitar úr Skeiðarárbrúnni sem skemmdist að hluta í jökulhlaupinu úr Grímsvötnum.

Desember

Ódagsettir atburðir

Fædd

Dáin

Ellafitzgerald
Ella Fitzgerald árið 1974.

Nóbelsverðlaunin

1. deild karla í knattspyrnu

Inkasso-deildin er næstefsta deildin í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Í deildinni eru 12 félög. Deildin hét 2. deild karla frá 1955 til 1996.

Lista yfir þjálfara í 1. deild karla má nálgast hér: Þjálfarar í íslenskri knattspyrnu

10. maí

10. maí er 130. dagur ársins (131. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 235 dagar eru eftir af árinu.

Eldaskildagi er þennan dag á Íslandi.

13. september

13. september er 256. dagur ársins (257. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 109 dagar eru eftir af árinu.

15. júní

15. júní er 166. dagur ársins (167. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 199 dagar eru eftir af árinu.

16. nóvember

16. nóvember er 320. dagur ársins (321. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu.

18. maí

18. maí er 138. dagur ársins (139. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 227 dagar eru eftir af árinu.

19. desember

19. desember er 353. dagur ársins (354. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 12 dagar eru eftir af árinu.

2. deild karla í knattspyrnu

2. deild karla í knattspyrnu er þriðja hæsta deildin í íslenskri knattspyrnu. Deildin var stofnuð árið 1966 undir nafninu 3. deild og hélt því nafni til 1997 þegar nafninu var breytt í núverandi nafn.

20. öldin

20. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1901 til enda ársins 2000. Fólk talar oft um tímabilið frá 1900 til 1999 en það er almennt talið rangt vegna þess að það er ekkert núll ár á undan 1. ári eftir Krist.

23. ágúst

23. ágúst er 235. dagur ársins (236. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 130 dagar eru eftir af árinu.

8. júní

8. júní er 159. dagur ársins (160. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 206 dagar eru eftir af árinu.

Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu

Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu er útsláttarkeppni í knattspyrnu kvenna á Íslandi á vegum KSÍ.

Aðalstyrktaraðili keppninnar er Mjólkursamsalan. Bikarkeppnin fór fyrst fram í kvennaflokki árið 1981.

Núverandi meistarar eru Selfoss eftir sigur á KR í úrslitaleiknum.

Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu

Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu er knattspyrnukeppni sem haldin er síðla vetrar og á vorin á vegum Knattspyrnusambands Íslands. Mótið er helsta æfingarmót íslenskra félagsliða og fer úrslitaleikurinn að jafnaði fram fáeinum dögum fyrir upphaf Íslandsmótsins. Mótið var fyrst haldið árið 1996.

Knattspyrnufélagið Valur

Valur er íslenskt íþróttafélag sem hefur aðstöðu að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík.

Félagið var stofnað 1911 af drengjum í KFUM, að hluta til að tilstuðlan séra Friðriks Friðrikssonar.

Starfsemi félagsins nú til dags er ekki einungis bundin við knattspyrnu, hjá Val er hægt að æfa knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik. Félagið hefur í gegnum tíðina náð mjög góðum árangri á Íslandsmótum í bæði knattspyrnu og handknattleik.

Valur er sigursælasta boltaíþróttafélag Íslands með 113 Íslandsmeistaratitla og bikarmeistaratitla í þremur vinsælustu íþróttum landsins.

Meistarakeppni kvenna í knattspyrnu

Meistarakeppni kvenna í knattspyrnu er útsláttarkeppni í knattspyrnu kvenna á Íslandi á vegum KSÍ.

Morgunblaðið

Morgunblaðið er íslenskt dagblað sem kemur út alla daga vikunnar á Íslandi, nema á sunnudögum. Það kom fyrst út 2. nóvember 1913 og hefur verið gefið út af Árvakri síðan 1924. Stofnendur Morgunblaðsins voru þeir Vilhjálmur Finsen og Ólafur Björnsson, yngri bróðir Sveins Björnssonar forseta. Árið 1997 hóf svo Morgunblaðið útgáfu fréttavefs á netinu næstfyrst allra fréttastofa á Íslandi, en RÚV hóf útgáfu á netinu árið 1996. Morgunblaðið var lengi vel málgagn Sjálfstæðisflokksins en reyndi um tíma að fjarlægjast flokkadrætti þar til Davíð Oddsson, fyrrum formaður flokksins, var ráðinn ritstjóri árið 2009.[heimild vantar]

Sjóvár-Almennra deild karla í knattspyrnu 1996

Árið 1996 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í 85. skipti. Þegar 1 umferð var eftir af mótinu voru ÍA og KR efst og jöfn að stigum og áttu eftir að mætast á Akranesvelli. Þann 29. september léku liðin saman og sigraði ÍA. ÍA vann sinn 17. titil, og sinn 5. í röð. Styrktaraðili mótsins var Sjóvá Almennar.

Ísafjörður

Fyrir fjörðinn má sjá Ísafjörður (Ísafjarðardjúpi). Fyrir aðrar merkingar orðsins má sjá aðgreiningarsíðuna.

Ísafjörður er þéttbýlisstaður á Eyri við Skutulsfjörð í Ísafjarðardjúpi. Hann er þjónustumiðstöð sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar og er stærsti byggðakjarninn innan þess. Íbúar voru um 2.600 árið 2017.

Ísafjörður var einn þeirra 6 verslunarstaða á Íslandi sem fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 (hinir voru Reykjavík, Akureyri, Eskifjörður, Grundarfjörður og Vestmannaeyjar) en missti þau árið 1816 til Grundarfjarðar (sem hafði verið sviptur þeim árið 1807). Bærinn endurheimti kaupstaðarréttindin árið 1866. Þá náði land kaupstaðarins yfir Eyrina og stóran hluta Eyrarhlíðar. Áður hafði það heyrt undir Eyrarhrepp. Kaupstaðurinn og hreppurinn sameinuðust aftur 3. október 1971, þá undir nafni Ísafjarðarkaupstaður.

Í júní 1994 bættist Snæfjallahreppur við sveitarfélagið og í desember 1995 Sléttuhreppur sem hafði þá verið í eyði í meira en fjóra áratugi.

Hinn 1. júní 1996 sameinaðist Ísafjarðarkaupstaður 5 öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum: Flateyrarhreppi, Mosvallahreppi, Mýrahreppi, Suðureyrarhreppi og Þingeyrarhreppi, undir nafninu Ísafjarðarbær.

Íþróttabandalag Vestmannaeyja

Fyrir nánari upplýsingar um knattspyrnudeild ÍBV sjá greinina Knattspyrnudeild ÍBVÍþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er stærsta og elsta íþróttafélag í Vestmannaeyjum. Heimildir um starfsemi félagsins ná til sumarsins 1903. Fyrst um sinn gekk félagið undir nafninu Knattspyrnufélag Vestmannaeyja (KV). KV var eitt af þremur félögum til að keppa á fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu árið 1912.

Nafni KV var skipt út fyrir ÍBV á þeim tíma sem héraðsambönd voru sett á laggirnar um land allt, fékk liðið þá nafn héraðsambandsins í Vestmannaeyjum. Enda tilheyrðu Þór og Týr héraðsambandinu ÍBV. Nú til dags getur ÍBV átt við ÍBV-Íþróttafélag annars vegar og ÍBV-Héraðsamband hins vegar, en ÍBV-Íþróttafélag sem og önnur íþróttafélög í Vestmannaeyjum tilheyra því.

ÍBV-Héraðssamband var formlega stofnað 6. maí 1945. Eins og nafnið gefur til kynna er Íþróttabandalag Vestmannaeyja upphaflega bandalag margra íþróttafélaga. Fleira en eitt félag hafði verið starfrækt í Eyjum fyrir stofnun bandalagsins og einnig hafa nokkur félög starfað í gegnum árin samhliða ÍBV-Íþróttafélagi. Íþróttafélögin Þór og Týr höfðu starfað frá öðrum og þriðja áratug 20. aldarinnar og veitt hvoru öðru samkeppni. Félögin höfðu hins vegar ávallt samnefnara þegar kom að því að keppa á landsmótum í meistaraflokkum. KV var sameiginlegt lið Þórs og Týs uppi á landi og þegar gesti bar að garði. Einnig kepptu frjálsíþróttamenn og aðrir undir merkjum KV á landsmótum.

Sem fyrr segir var héraðssambandið Íþróttabandalag Vestmannaeyja formlega stofnað árið 1945. Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum höfðu fram að því keppt í nafni KV á meginlandinu fyrir stofnun bandalagsins en frá stofnun héraðssambandsins skyldi keppa undir merkjum ÍBV utan héraðs. Árið 1996 voru félögin Þór og Týr svo sameinuð endanlega innan bæjar sem utan í ÍBV-Íþróttafélag. Í framhaldinu var allt flokkastarf yngri félaga einnig sameinað undir merki ÍBV. Þar með var ÍBV-Íþróttafélag formlega stofnað og tilheyrir það ÍBV-Héraðssambandi í dag.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.