1916

Árið 1916 (MCMXVI í rómverskum tölum)

Atburðir

Fædd

Dáin

Nóbelsverðlaunin

12. maí

12. maí er 132. dagur ársins (133. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 233 dagar eru eftir af árinu.

15. desember

15. desember er 349. dagur ársins (350. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 16 dagar eru eftir af árinu.

15. nóvember

15. nóvember er 319. dagur ársins (320. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 46 dagar eru eftir af árinu.

20. mars

20. mars er 79. dagur ársins (80. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 286 dagar eru eftir af árinu.

20. öldin

20. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1901 til enda ársins 2000. Fólk talar oft um tímabilið frá 1900 til 1999 en það er almennt talið rangt vegna þess að það er ekkert núll ár á undan 1. ári eftir Krist.

21. maí

21. maí er 141. dagur ársins (142. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 224 dagar eru eftir af árinu.

21. október

21. október er 294. dagur ársins (295. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 71 dagur er eftir af árinu.

23. nóvember

23. nóvember er 327. dagur ársins (328. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 38 dagar eru eftir af árinu.

30. desember

30. desember er 364. dagur ársins (365. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 1 dagur er eftir af árinu.

9. júlí

9. júlí er 190. dagur ársins (191. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 175 dagar eru eftir af árinu.

Alþýðuflokkurinn

Alþýðuflokkurinn var íslenskur jafnaðarmannaflokkur stofnaður árið 1916 í þeim yfirlýsta tilgangi að vera stjórnmálaafl verkalýðsfélaganna í landinu, flokkurinn hafði þrisvar forsætisráðuneytið og átti aðild að stofnun Samfylkingarinnar árið 1998 og hefur ekki boðið fram síðan.

Á starfstíma sínum var Alþýðuflokkurinn í meiri en helmingi af ríkisstjórnum landsins. Fyrst átti Alþýðuflokkurinn þátt í Stjórn hinna vinnandi stétta 1931-1940. Lengsta ríkisstjórnarseta Alþýðuflokksins var í Viðreisnarstjórninni á árunum 1959-1971. Aðalmálgagn Alþýðuflokksins var Alþýðublaðið sem kom út frá árinu 1919 til 1997.

Edward Heath

Sir Edward Richard George Heath (9. júlí 1916 – 17. júlí 2005), oft kallaður Ted Heath, var breskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Bretlands frá 1970 til 1974 og leiðtogi Íhaldsflokksins frá 1965 til 1975. Hann var mikill stuðningsmaður evrópska efnahagsbandalagsins (EC) og eftir að hafa unnið atkvæðagreiðslu í neðri deild breska þingsins með afgerandi hætti fór hann fyrir inngöngu Bretlands í bandalagið árið 1973. Gjarnan er talað um þetta sem helsta stjórnmálasigur Heath. Heath hafði ætlað að beita sér fyrir nýsköpun sem forsætisráðherra en ríkisstjórn hans mátti glíma við ýmis konar efnahagsörðugleika, þar á meðal verðbólgu og verkföll. Hann varð síðar svarinn andstæðingur Margaretar Thatcher, sem tók við honum sem flokksformaður árið 1975.

Framsóknarflokkurinn

Framsóknarflokkurinn er íslenskur miðjuflokkur. Hann var stofnaður 16. desember 1916 við samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda og er elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Fyrir seinni heimsstyjöldina var Ísland töluvert dreifbýlla en það er í dag og Framsóknarflokkurinn sótti kjörfylgi sitt framan af til landsbyggðar og ungmennafélagshreyfingarinnar. En uppúr miðri öld breyttist þetta töluvert og sótti hann þá fylgi sitt jafnar til allra stétta, þó kjörfylgið hafi haldist á landsbyggðinni.

Harold Wilson

James Harold Wilson, Baron Wilson of Rievaulx (11. mars 1916 – 24. maí 1995) var breskur stjórnmálamaður, meðlimur Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands frá 1964 til 1970 og 1974 til 1976. Hann sigraði í fjórum þingkosningum og er nýlegasti forsætisráðherra Bretlands sem hefur verið í embætti oftar en einu sinni.

Hann varð þingmaður í fyrsta skiptið árið 1945 og var skuggafjármálaráðherra frá 1955 til 1961. Þá var hann skuggautanríkisráðherra frá 1961 til 1963 en eftir það var hann kosinn leiðtogi Verkmannaflokksins eftir að Hugh Gaitskell lést óvænt. Hann sigraði naumlega í kosningunum 1964 en vann með töluverðan meirihluta í kosningunum 1966.

Meðan á Wilson var í embætti í fyrsta sinn var lítið atvinnuleysi og tiltöluleg efnahagsleg hagsæld en Bretland var við erlendar skuldir að stríða. Árið 1969 sendi Wilson breska herinn til Norður-Írlands. Eftir að hann tapaði í kosningum 1970 á móti Edward Heath var hann leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins í fjögur ár. Niðurstaða kosninganna 1974 var ekki afgerandi og Verkmannaflokkurinn fór í viðræður við Frjálslynda flokkinn. Viðræðurnar voru slitnar eftir samkomulagi var ekki náð en Wilson varð leiðtogi minnihlutaríkisstjórnar þangað til kosið var aftur í haust. Í þessum kosningum vann Verkamannaflokkurinn nauman sigur. Á þessum tíma greip efnahagskreppa mörg evrópsk lönd en árið 1976 sagði Wilson af sér skyndilega.

Henryk Sienkiewicz

Henryk Adam Aleksander Pius Sienkiewicz (5. maí 1846 - 15. nóvember 1916) var pólskur rithöfundur.

Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1905.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands er ríkisháskóli sem var stofnaður árið 1911. Fyrsta starfsárið voru 45 nemendur við nám, þar af ein kona, en eru nú rúmlega 12.500, þar af um 1100 erlendir nemendur. Rektor skólans er Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði.

Sumarólympíuleikarnir 1916

Sumarólympíuleikarnir 1916 áttu að vera í Berlín í Þýskalandi. Þeim var aflýst vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar sem braust út árið 1914. Þótt leikarnir hafi aldrei farið fram, teljast þeir hinir sjöttu í sögu Ólympíuleikja nútímans.

Ólympíuleikarnir

Ólympíuleikarnir vísar hingað. Ólympíuleikarnir fornu fjalla um Ólympíuleikana í Grikklandi fornaldar og Ólympíuleikar Zappas fjalla um fyrstu endurreistu Ólympíuleikana á 19. öld.

Ólympíuleikarnir eða ólympsku leikarnir eru alþjóðlegt fjölíþróttamót sem haldið er á fjögurra ára fresti og skiptist í Sumarólympíuleikana og Vetrarólympíuleikana þar sem keppt er í vetraríþróttum. Ólympíuleikarnir eru byggðir á Ólympíuleikunum fornu sem haldnir voru í Grikklandi í fornöld og voru endurvaktir af Frakkanum Pierre de Coubertin seint á 19. öld.

Fyrstu Sumarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1896 í Aþenu og fyrstu Vetrarólympíuleikarnir árið 1924 í Chamonix í Frakklandi. Upphaflega voru þessi tvö mót haldin á sama ári, en frá 1994 er tveggja ára bil á milli þeirra.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.