1913

Árið 1913 (MCMXIII í rómverskum tölum)

Á Íslandi

Fædd

Dáin

Erlendis

Fædd

Dáin

Nóbelsverðlaunin

13. september

13. september er 256. dagur ársins (257. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 109 dagar eru eftir af árinu.

16. apríl

16. apríl er 106. dagur ársins (107. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 259 dagar eru eftir af árinu.

17. apríl

17. apríl er 107. dagur ársins (108. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 258 dagar eru eftir af árinu.

17. nóvember

17. nóvember er 321. dagur ársins (322. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 44 dagar eru eftir af árinu.

20. maí

20. maí er 140. dagur ársins (141. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 225 dagar eru eftir af árinu.

20. öldin

20. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1901 til enda ársins 2000. Fólk talar oft um tímabilið frá 1900 til 1999 en það er almennt talið rangt vegna þess að það er ekkert núll ár á undan 1. ári eftir Krist.

24. janúar

24. janúar er 24. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 341 dagur (342 á hlaupári) er eftir af árinu.

8. október

8. október er 281. dagur ársins (282. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 84 dagar eru eftir af árinu.

Albert Camus

Albert Camus (7. eða 8. nóvember 1913 – 4. janúar 1960) var franskur höfundur og heimspekingur, hann er oft kenndur við tilvistarstefnuna þótt svo að hafa kallað sjálfan sig fáránleikasinna. Hann var næst yngsti nóbelsverðlaunahafi fyrir bókmenntir þegar hann hlaut þau árið 1957 (áður var sá yngsti Rudyard Kipling). Hann var einnig skammlífastur af handhöfum nóbelsverðlauna fyrir bókmenntir og er það enn í dag.

Borgarnes

Borgarnes er bær á samnefndu nesi við Borgarfjörð. Þar búa 1865 manns (2015) og er bærinn kjarni sveitarfélagsins Borgarbyggðar og þjónustumiðstöð fyrir nágrannasveitirnar auk þess að vera vinsæll áningarstaður ferðafólks. Þótt Borgarnes standi við sjó er þar nær engin útgerð stunduð í dag. Áður fyrr voru þó gerð út skipin Hvítá og Eldborg sem var aflahæst á síld nokkrar vertíðir.

Bærinn var upphaflega í Borgarhreppi en varð að sérstökum hreppi, Borgarneshreppi, árið 1913. Hinn 24. október 1987 fékk Borgarnes kaupstaðarréttindi og kallaðist þá formlega Borgarnesbær.

11. júní 1994 sameinaðist Borgarnesbær Hraunhreppi, Norðurárdalshreppi og Stafholtstungnahreppi undir nafninu Borgarbyggð.

Gerald Ford

Gerald Ford (fæddur 14. júlí 1913, látinn 26. desember 2006) var 38. forseti Bandaríkjanna frá 9. ágúst 1974 til 20. janúar 1977 fyrir repúblikana. Hann fæddist í Omaha í Nebraska og útskrifaðist sem lögfræðingur frá Yale. Gegndi herþjónustu í sjóhernum 1942 til 1946. Að auki var hann þingmaður fyrir Michigan í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings 1949 til 1973 og leiðtogi flokks síns í deildinni 1965 - 1973 en demókratar höfðu þá meirihluta þar.

Hann var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Nixons og tók við þegar Nixon sagði af sér í kjölfar Watergate-hneykslisins. Hann tapaði síðan kosningunum 1976 fyrir Jimmy Carter. Stjórn hans var mjög umdeild, meðal annars vegna sakaruppgjafar sem hann veitti Nixon og vegna þess að í tíð hans hörfaði Bandaríkjaher endanlega frá Víetnam. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hvorki var kosinn varaforseti né forseti í almennum kosningum.

Heimspeki 20. aldar

Heimspeki 20. aldar einkenndist af klofningi heimspekinnar í rökgreiningarheimspeki og svonefnda meginlandsheimspeki en hvor tveggja á rætur sínar að rekja til ákveðinnar þróunar í heimspeki seint á 19. öld.

Meginlandsheimspekin sótti einkum innblástur sinn til þýsku hughyggjunnar og til hugsuða á borð við Sören Kierkegaard (1813 – 1855), Friedrich Nietzsche (1844 – 1900), Franz Brentano (1838 – 1917) og Edmund Husserl (1859 – 1938). Hún blómstraði í fyrstu einkum á meginlandi Evrópu og hlaut þaðan nafnið.

Rökgreiningarhefðin spratt upp úr tilraunum heimspekinga til að finna traustari grunn fyrir rökfræðina og til að smætta alla stærðfræði í rökfræði sem og frá áhuga þeirra á máli og merkingu. Rökgreiningarheimspekingar sóttu sumir innblástur sinn í enska raunhyggjuhefð, meðal annars til Davids Hume (1711 – 1776) og Johns Stuarts Mill (1806 – 1873), enda þótt mikilvægir hugsuðir rökgreiningarhefðarinnar kæmu frá meginlandi Evrópu.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands er ríkisháskóli sem var stofnaður árið 1911. Fyrsta starfsárið voru 45 nemendur við nám, þar af ein kona, en eru nú rúmlega 12.500, þar af um 1100 erlendir nemendur. Rektor skólans er Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði.

Menachem Begin

Menachem Begin (16. ágúst 1913 – 9 mars 1992) var ísraelskur stjórnmálamaður, stofnandi Likud-flokksins og 6. forsætisráðherra Ísraels. Fyrir stofnun Ísraelsríkis var hann leiðtogi síonískra hernaðarsamtaka að nafni Irgun sem höfðu klofnað frá samtökunum Haganah. Hann lýsti yfir uppreisn gegn bresku stjórninni sem var andvíg gyðingahreyfingunni. Sem leiðtogi Irgun gerði hann árásir á bresk skotmörk í Palestínu. Seinna meir börðust Irgun-samtökinn á móti aröbunum í borgarastríði í bresku Palestínu.

Begin var kjörinn á Knesset, þing Ísraelsríkis, við fyrstu setningu þess árið 1949, sem leiðtogi og stofnandi stjórnmálaflokksins Herut (sem síðar rann inn í Likud). Begin varð einn sýnilegasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar gegn ríkisstjórn vinstriflokksins Mapai (sem síðar varð ísraelski Verkamannaflokkurinn). Hann sat í stjórnarandstöðu eftir átta kosningar í röð (fyrir utan þátttöku hans í þjóðstjórn sem sett var á fót í sex daga stríðinu). Flokkur hans hafði lengi verið á útjaðri ísraelskra stjórnmála en hann varð smám saman þóknanlegri ísraelskri alþýðu. Þegar flokkurinn vann kosningasigur og Begin varð forsætisráðherra árið 1977 var endi bundinn á þriggja áratuga stjórn Verkamannaflokksins.

Sem forsætisráðherra undirritaði Begin friðarsáttmála við Egyptaland árið 1979 og hlaut fyrir það friðarverðlaun Nóbels ásamt Anwar Sadat Egyptalandsforseta. Eftir undirritun friðarsáttmálans voru ísralskir hermenn kallaðir frá Sínaískaga, sem Ísraelar höfðu hertekið frá Egyptalandi í sex daga stríðinu. Ríkisstjórn Begins studdi síðar byggingu ísraelskra byggða á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Begin fyrirskipaði sprengjuárásir á Osirak-kjarnorkustöðina í Írak og innrás í Líbanon árið 1982 til þess að uppræta vígi Frelsissamtaka Palestínu þar í landi. Þetta hóf stríð Ísraels við Líbanon árið 1982. Eftir því sem stríðsátökin í Líbanon drógust á langinn og kristnir líbanskir bandamenn Ísraela frömdu voðaverk í landinu varð Begin sífellt einangraðari. Því lengur sem ísraelski herinn var í Líbanon, því meira leið ísraelski efnahagurinn fyrir það og er ríkið var farið að glíma við óðaverðbólgu fór gagnrýni á Begin að aukast. Begin var á þessum tíma enn að syrgja konu sína, Alizu, sem hafði látist í nóvember 1982, og svo fór að hann sagði af sér í október næsta ár.

Morgunblaðið

Morgunblaðið er íslenskt dagblað sem kemur út alla daga vikunnar á Íslandi, nema á sunnudögum. Það kom fyrst út 2. nóvember 1913 og hefur verið gefið út af Árvakri síðan 1924. Stofnendur Morgunblaðsins voru þeir Vilhjálmur Finsen og Ólafur Björnsson, yngri bróðir Sveins Björnssonar forseta. Árið 1997 hóf svo Morgunblaðið útgáfu fréttavefs á netinu næstfyrst allra fréttastofa á Íslandi, en RÚV hóf útgáfu á netinu árið 1996. Morgunblaðið var lengi vel málgagn Sjálfstæðisflokksins en reyndi um tíma að fjarlægjast flokkadrætti þar til Davíð Oddsson, fyrrum formaður flokksins, var ráðinn ritstjóri árið 2009.[heimild vantar]

Richard Nixon

Richard Milhous Nixon (9. janúar 1913 – 22. apríl 1994) var 37. forseti Bandaríkjanna frá 20. janúar 1969 til 9. ágúst 1974 fyrir repúblikana.

Richard fæddist í Yorba Linda í Kaliforníu sonur trúaðra kvekara. Nixon hlaut fullan styrk til laganáms við Duke-háskóla þaðan sem hann útkrifaðist með þriðju hæstu einkunn í sínum árgangi og starfaði sem lögmaður eftir að námi lauk. Nixon varð fulltrúi Kaliforníu í kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings árið 1946 fyrir repúblikanaflokkinn og árið 1950 varð hann öldungadeildarþingmaður. Árið 1952 var hann útnefndur sem varaforsetaefni repúblíkanaflokksins við framboð Dwight D. Eisenhower sem sigraði og varð Nixon einn yngsti varaforseti í sögu Bandaríkjanna.

Hann tapaði naumlega fyrir John F. Kennedy í forsetakosningunum árið 1960 og eftir tap í kosningum til fylkisstjóra Kaliforníu árið 1962 tilkynnti hann brotthvarf sitt úr stjórnmálum. Nixon sneri þó aftur og árið 1968 bauð hann sig fram í forsetakosningum og náði kjöri.

Forsetatíðar Nixons er aðallega minnst í seinni tíð fyrir Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Nixons árið 1974. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem sagt hefur af sér.

Willy Brandt

Willy Brandt (18. desember 1913 í Lübeck – 8. október 1992 í Unkel) var þýskur stjórnmálamaður og jafnaðarmaður. Hann var borgarstjóri í Berlín 1957-1966, utanríkisráðherra 1966-1969 og kanslari Vestur-Þýskalands 1969-1974. Fyrir sáttatilraunir sínar milli þýsku ríkjanna hlaut hann friðarverðlaun Nóbels 1971.

Woodrow Wilson

Thomas Woodrow Wilson (28. desember 1856 – 3. febrúar 1924) var 28. forseti Bandaríkjanna frá 4. mars 1913 til 4. mars 1921. Áður var hann skólastjóri Princeton-háskólans og fylkisstjóri New Jersey. Í forsetatíð hans var bandaríski seðlabankinn stofnaður. 1917 kom hann á herskyldu þegar Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir styrjöldina átti hann mikinn þátt í stofnun Þjóðabandalagsins og skilyrðum Versalasamningsins en samningurinn var ekki samþykktur af öldungadeildinni né heldur gengu Bandaríkjamenn í Þjóðabandalagið. Wilson er almennt talinn með betri forsetum Bandaríkjanna frá upphafi en kynþáttahyggja hans hefur óumdeilanlega skyggt á ímynd hans í seinni tíð.

Ólafur Jóhannesson (f. 1913)

Ólafur Jóhannesson (fæddur 1. mars 1913 í Stórholti í Fljótum, dáinn 20. maí 1984) var íslenskur stjórnmálamaður sem gegndi tvisvar embætti forsætisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn en hann var formaður flokksins 1968-1979.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.