1818

Árið 1818 (MDCCCXVIII í rómverskum tölum)

Á Íslandi

Fædd

Dáin

Erlendis

Fædd

Dáin

1815

Árið 1815 (MDCCCXV í rómverskum tölum)

1817

Árið 1817 (MDCCCXVII í rómverskum tölum)

1819

Árið 1819 (MDCCCXIX í rómverskum tölum)

1820

Árið 1820 (MDCCCXX í rómverskum tölum)

19. öldin

19. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1801 til enda ársins 1900.

20. maí

20. maí er 140. dagur ársins (141. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 225 dagar eru eftir af árinu.

Alexander 2. Rússakeisari

Alexander 2. (Алекса́ндр II Никола́евич; Aleksandr II Nikolajevítsj á rússnesku) (29. apríl 1818 – 13. mars 1881) var keisari Rússaveldis frá 2. mars 1855 þar til hann var ráðinn af dögum þann 13. mars 1881. Hann var jafnframt konungur Póllands og stórhertogi Finnlands.

Mikilvægasti verknaður Alexanders á valdatíð hans var aflétting bændaánauðarinnar árið 1861, en með henni áskotnaðist Alexander viðurnefnið „frelsunarkeisarinn“. Keisarinn stóð fyrir ýmsum umbótum, þar á meðal endurskipulagningu réttarkerfisins, skipun kjörinna héraðsdómara, afnámi líkamlegra refsinga, aukinni héraðssjálfsstjórn, almennri herskyldu, skertum forréttindum aðalsstéttarinnar og aukinni háskólamenntun.

Í utanríkismálum seldi Alexander Bandaríkjunum Alaska árið 1867 af ótta við að þessi afskekkta nýlenda myndi enda í höndum Breta ef kæmi til stríðs við þá. Alexander sóttist eftir friði og sleit bandalagi við Frakkland þegar Napóleon III féll frá völdum árið 1871. Árið 1872 gekk hann í „Þriggjakeisarabandalagið“ svokallaða ásamt Þýskalandi og Austurríki til þess að friðþægja Evrópu. Þrátt fyrir að reka friðsama utanríkisstefnu háði Alexander stutt stríð gegn Tyrkjaveldi árin 1877-78, þandi Rússaveldi enn frekar inn í Síberíu og Kákasus og lagði undir sig Túrkistan. Alexander sætti sig með semingi við niðurstöður Berlínarfundarins þótt hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með þær. Árið 1863 var gerð uppreisn í Póllandi sem Alexander kvað niður og brást við með því að nema úr gildi stjórnarskrá Póllands og lima það beint inn í Rússland. Alexander var enn að leggja til aukna þingvæðingu þegar hann var myrtur af meðlimum uppreisnarhreyfingarinnar Narodnaya Volya árið 1881.

F. J. Robinson, vísigreifi af Goderich

Frederick John Robinson, fyrsti jarlinn af Ripon, (1. nóvember 1782 – 28. janúar 1859), kallaður hinn háttvirti F. J. Robinson til ársins 1827 og Vísigreifinn af Goderich frá 1827 til 1833, var breskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Bretlands frá ágúst 1827 til janúar 1828.

Robinson var kominn af landeignaraðli úr landsbyggðinni og hóf stjórnmálaferil sinn með hjálp fjölskyldutengsla. Eftir að ná kjöri á neðri deild breska þingsins vann hann sig upp metorðastigann með hverju aðstoðarráðherraembættinu á fætur öðru og varð árið 1818 forseti viðskiptaráðsins. Árið 1823 varð hann fjármálaráðherra og gegndi því embætti í fjögur ár. Hann hlaut aðalsnafnbót árið 1827 og gerðist leiðtogi lávarðadeildar breska þingsins og stríðs- og nýlendumálaráðherra.

Þegar George Canning forsætisráðherra lést í embætti árið 1827 gerðist Goderich forsætisráðherra í hans stað en tókst ekki að halda saman veikbyggðu stjórnarsamstarfi Tory-manna og Vigga sem Canning hafði stofnað. Goderich sagði af sér eftir 144 daga í embætti, en þetta var stysta embættistíð breskra forsætisráðherra utan þeirra sem dóu í embætti.

Goderich var síðar meðlimur í ríkisstjórnum tveggja eftirmanna sinna, Jarlsins af Grey og Sir Roberts Peel.

Gústaf 2. Adólf

Gústaf 2. Adólf (9. desember 1594 – 6. nóvember 1632) var konungur Svíþjóðar frá 1611. Í sögu Svíþjóðar miðast upphaf stórveldistímans við valdatöku hans. Hann var sonur Karls hertoga og konu hans Kristínar af Holstein-Gottorp. Frændi hans, Sigmundur 3., Póllandskonungur, gerði áfram tilkall til sænsku krúnunnar og deilurnar um ríkiserfðir héldu áfram milli landanna. 1626 réðist Gústaf inn í Lífland og hóf með því Pólsk-sænska stríðið (1626-1629) og í júní 1630 réðist hann inn í Þýskaland sem verndari málstaðar mótmælenda í Þrjátíu ára stríðinu. Sænski herinn sneri stríðsgæfunni skjótt mótmælendum í hag en Gústaf sjálfur féll í orrustunni við Lützen tveimur árum síðar.

Hið íslenska bókmenntafélag

Hið íslenska bókmenntafélag er íslenskt bókaforlag sem var stofnað árið 1816. Félagið hefur gefið út mörg rit frá stofnun, þá helst íslensk en helst er það þekkt fyrir fræðiritið (áður fréttamiðill) Skírni sem hefur verið gefið út síðan 1827. Skírnir er elsta tímarit á Norðurlöndum.

Hið íslenska bókmenntafélag var upphaflega stofnað af Bjarna Thorarensen, Bjarna Thorsteinssyni, Árna Helgasyni og Rasmusi Kristjáni Rask. Hið íslenska lærdómslistafélag var formlega sameinað hinu íslenska bókmenntafélagi árið 1818.

Um skeið var Jón Sigurðsson (f. 1811, d. 1879) forseti þess og festist það við hann og er hann þess vegna jafnan kallaður Jón forseti.

Illinois

Illinois er fylki í Bandaríkjunum. Fylkið liggur að Wisconsin í norðri, Indiana í austri, Kentucky í suðri og Missouri og Iowa í vestri. Fylkið liggur einnig að Michiganvatni í norðaustri. Höfuðborg Illinois er Springfield, en Chicago er stærsta borg fylkisins.

Um 12,8 milljón manns búa í Illinois (2010).

Heitið er komið frá því nafni sem franskir landnemar höfðu fyrir frumbyggja sem þeir þar fundu fyrir. Ekkir er talið að heitið sé komið úr frumbyggjamálum.

Karl 14. Jóhann

Karl 14. og 3. Jóhann, einnig þekktur sem Karl Jóhann, (26. janúar 1763 – 8. mars 1844) var konungur Svíþjóðar (sem Karl 14. Jóhann) og Noregs (sem Karl 3. Jóhann) frá 1818 til dauðadags. Hann var einnig ríkisstjóri og í reynd þjóðhöfðingi frá 1810 til 1818. Hann var jafnframt fursti af Pontecorvo á Ítalíu frá 1806 til 1810.Karl Jóhann fæddist undir nafninu Jean-Baptiste Jules Bernadotte í Frakklandi. Hann var herforingi og marskálkur Frakklands í þjónustu Napóleons Frakkakeisara en samband þeirra var nokkuð stormasamt. Napóleon gerði hann að fursta Pontecorvo þann 5. júní 1806 en Bernadotte hætti að nota þann titil árið 1810 þegar hann var kjörinn arftaki hins barnslausa Karls 13. Svíakonungs. Sænski baróninn Carl Otto Mörner hafði mælt með Bernadotte. Eftir að Bernadotte gerðist kjörsonur Karls 13. tók hann upp nafnið Karl. Hann notaði ekki ættarnafnið Bernadotte í Svíþjóð en konungsættin sem hann stofnaði ber þó það nafn enn í dag.

Karl 9. Svíakonungur

Karl hertogi eða Karl 9. (4. október 1550 – 30. október 1611) var konungur Svíþjóðar frá 1604 til dauðadags. Hann var yngsti sonur Gústafs Vasa og síðari eiginkonu hans Margareta Leijonhufvud. Hann fékk konungsveitingu fyrir hertogadæmi í Suðurmannalandi sem náði yfir héruðin Närke og Vermaland en fékk ekki yfirráð yfir þeim fyrr en eftir fall eldri hálfbróður síns Eiríks 14. árið 1569.

Hann leiddi uppreisnina gegn Eiríki 1568 en konungdæmið kom síðan í hlut eldri bróður hans Jóhanns 3. Við lát Jóhanns 1592 gekk ríkið til sonar hans Sigmundar Vasa en Karl kom því til leiðar að kirkjuþing í Uppsölum kvæði á um að konungur Svíþjóðar skyldi styðja mótmælendatrú í landinu. Sigmundur lofaði að gera það og var krýndur konungur 1594 en við það gengu Svíþjóð og Pólsk-litháíska samveldið í konungssamband. Í reynd var þó hollusta meirihluta Svía meiri við Karl sem markvisst gróf undan valdi Sigmundar. Þessari togstreitu lyktaði með því að sænska stéttaþingið steypti Sigmundi formlega af stóli 1599. 24. febrúar 1600 var tilkynnt að Sigmundur léti eftir kröfu sína til sænsku krúnunnar og Karl hertogi varð hæstráðandi í Svíþjóð.

Ríkisár Karls einkenndust af styrjöldum við Pólsk-litháíska samveldið út af Líflandi, við Rússland (Ingermanlenska styrjöldin) og um stutt skeið við Danmörku út af Lapplandi. Í þessum styrjöldum vegnaði Svíum almennt illa á valdatíma Karls en engu að síður er talað um ríkisár hans sem upphaf stórveldistíma Svíþjóðar.

Karl Marx

Karl Heinrich Marx (5. maí 1818 – 14. mars 1883) var gríðarlega áhrifamikill þýskur hagfræðingur, heimspekingur og stjórnmálaspekingur sem er frægastur fyrir greiningu sína á mannkynssögunni í anda þráttarhyggju Hegels sem röð átaka milli stétta. Hann greindi samfélag kapítalismans (þ.e. samfélagið eins og það er eftir iðnbyltinguna) og taldi meðal annars að reglulegar og sívaxandi efnahagskreppur væru innbyggðar í slíkt hagkerfi og myndu á endanum leiða til hruns þar sem stéttlaust samfélag tæki við. Frá honum koma grundvallarhugtök í marxískum fræðum, eða það sem kallað er marxísk hugtök.

Marx tók virkan þátt í stjórnmálahræringum um og eftir miðja 19. öld. Hann skrifaði Kommúnistaávarpið ásamt Friedrich Engels 1848 og var leiðandi við stofnun Fyrstu alþjóðasamtaka verkalýðsins í London 1864. Höfuðrit hans Auðmagnið (Das Kapital) kom út 1867.

Útfærslur á sósíalisma sem byggja á verkum Marx eru oft kallaðar marxismi. Marxismi hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál og vísindi á 19. og 20. öld, ekki síst eftir Októberbyltingu bolsévika í Rússlandi 1917.

Kristján 9.

Kristján 9. var konungur Danmerkur 1863 – 1906. Hann fæddist 8. apríl 1818 í Gottorpshöll (Gottorp Slot). Friðrik 7. konungur var barnlaus, en hann útnefndi þennan fjarskylda frænda sinn til þess að taka við krúnunni eftir sinn dag. Kona hans (og síðar drottning Danmerkur) var Louise af Hessen-Kassel, en hún var náskyld konunginum og hafði erfðarétt og er talið að það hafi verið helsta orsök þessarar tilnefningar.

Þessi konungshjón, Kristján 9. og Louise af Hessen-Kassel urðu þekkt sem „tengdaforeldrar Evrópu“. Fjögur barna þeirra urðu þjóðhöfðingjar eða makar þjóðhöfðingja. Þau voru: Friðrik, konungur Danmerkur, Alexandra drottning í Englandi, gift Albert Edward prins af Wales og síðar konungi Englands undir nafninu Játvarður 7., Dagmar keisaraynja Rússlands gift Alexander 3. sem tók sér nafnið Maria Feodorovna og Vilhelm, sem varð Georg 1. konungur Grikklands.

Landsbókasafn Íslands

Landsbókasafn Íslands var þjóðbókasafn Íslands frá stofnun þess (sem Íslands Stiftisbókasafn) árið 1818 þar til það sameinaðist bókasafni Háskóla Íslands og myndaði Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn í Þjóðarbókhlöðunni 1. desember 1994.

Lengst af var safnið staðsett í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem hægt var að panta bækur á lestrarsal. Safnið naut skylduskila á öllu prentuðu efni útgefnu á Íslandi og bjó þar að auki yfir stærsta handritasafni landsins. Safnið var lengst af spjaldskrársafn þar sem bækur voru afgreiddar til notkunar á staðnum en ekki lánaðar út.

Fyrstu reglur um stjórn safnsins voru settar 1826 en 1907 voru í fyrsta skipti samþykkt sérstök lög um stjórn safnsins. Lögin um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn felldu úr gildi lög um Landsbókasafn Íslands frá 1969.

Svíakonungar

Svíþjóð hefur verið konungsríki svo langt aftur sem sögur herma. Í Heimskringlu, Íslendingasögunum, Bjólfskviðu og fleir fornum ritum eru allmargir Svíakonungar tilnefndir sem alls er óvíst um hvort þeir hafi í raun verið til og eru þeir nefndir sögukonungarnir í sænskri sagnfræði. Tímasetning konunga í eftirfarandi lista er óviss allt fram að Sörkvi eldra.

Óskar 1. Svíakonungur

Óskar 1. (Joseph François Oscar Bernadotte, á sænsku Josef Frans Oskar, 4. júlí 1799 – 8. júlí 1859) var konungur Svíþjóðar og Noregs frá 1844 til dauðadags. Hann var franskur að uppruna en varð erfðaprins þegar faðir hans var valinn krónprins Svíþjóðar í ágúst 1810.

Óskar var fæddur í París, sonur Jean-Baptiste Bernadotte marskálks og konu hans Desirée Clary. Hún hafði áður verið trúlofuð Napóleon Bonaparte og var hann guðfaðir Óskars. Óskar og móðir hans komu til Svíþjóðar nokkru eftir að Jean-Baptiste var valinn arftaki Karls 13. og tók sér nafnið Karl Jóhann. Stokkhólmur varð heimkynni Óskars upp frá því en Desirée hélst ekki við þar, sneri aftur til Parísar 1811 og kom ekki aftur fyrr en eftir tólf ár.

Óskar var fljótur að læra sænsku og um það leyti sem hann varð krónprins, þegar Karl 13. dó 1818, var hann orðinn mjög vinsæll í Svíþjóð. Hann var vel gefinn og fékk góða menntun. Hann var tónskáld og samdi nokkur tónverk. Hann var áhugasamur um stjórnmál og framfarasinnaður og mjög andsnúinn íhaldssömum viðhorfum föður síns þótt hann snerist aldrei opinberlega gegn honum. Þegar hann tók sjálfur við völdum 1844 reyndist hann þó ekki eins frjálslyndur og stjórnarandstaðan hafði vonast eftir og vildi til dæmis ekki gera róttækar breytingar á stjórnarskránni frá 1809. Eitt af fyrstu verkum hans var þó að koma á prentfrelsi og árið 1845 kom hann á lögum sem tryggðu dætrum jafnan erfðarétt á við syni. Hann var mjög áhugasamur um samstarf Norðurlanda.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.