1739

Árið 1739 (MDCCXXXIX í rómverskum tölum)

Á Íslandi

Fædd

Dáin

Erlendis

Fædd

Dáin

1660

Árið 1660 (MDCLX í rómverskum tölum) var 60. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.

1731-1740

1731-1740 var 4. áratugur 18. aldar.

1737

Árið 1737 (MDCCXXXVII í rómverskum tölum)

1741

Árið 1741 (MDCCXLI í rómverskum tölum)

1742

Árið 1742 (MDCCXLII í rómverskum tölum)

18. öldin

18. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1701 til enda ársins 1800.

26. júlí

26. júlí er 207. dagur ársins (208. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 158 dagar eru eftir af árinu.

3. desember

3. desember er 337. dagur ársins (338. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 28 dagar eru eftir af árinu.

30. ágúst

30. ágúst er 242. dagur ársins (243. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 123 dagar eru eftir af árinu.

4. ágúst

4. ágúst er 216. dagur ársins (217. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 149 dagar eru eftir af árinu.

Carolus Linnaeus

Carolus Linnaeus eða Carl von Linné (23. maí 1707 – 10. janúar 1778) var sænskur grasafræðingur og læknir sem lagði grunninn að nútímaflokkunarfræði lífvera. Hann er líka álitinn einn af upphafsmönnum vistfræðinnar og mikilvægur boðberi upplýsingarinnar á Norðurlöndum.

Hann lærði grasafræði við Háskólann í Lundi og varð sannfærður um að lykillinn að flokkun blóma lægi í fræflum og frævum þeirra. Um þetta skrifaði hann ritgerð sem varð til þess að hann fékk stöðu aðstoðarprófessors við háskólann. Hann fékk styrk til rannsókna í Lapplandi, sem þá var að miklu leyti ókannað, og ritaði eftir þá reynslu bókina Flora Lapponica, sem kom út árið 1737.

Eftir þetta flutti Linné til Hollands þar sem Jan Frederik Gronovius sýndi honum drög sín að bók um flokkunarfræði, Systema Naturae. Í bókinni voru langar latneskar lýsingar, sem notaðar voru á þeim tíma, svo sem „physalis amno ramosissime ramis angulosis glabris foliis dentoserratis“, styttar í tveggja nafna kerfi þar sem fyrra nafnið átti við ættkvísl og það síðara við tegund: Physalis angulata. Slíkt tveggja nafna kerfi höfðu Bauthin-bræður, Gaspar og Johann Bauthin, fyrst notað 200 árum fyrr, en það var Linné sem gerði notkun þess almenna meðal líffræðinga.

Linné giftist 1739 og tveimur árum síðar fékk hann stöðu við læknisfræðideild Uppsalaháskóla, en skipti fljótlega yfir í stöðu innan grasafræðinnar. Hann hélt áfram vinnu sinni við flokkun lífvera og færði sig út í flokkun spendýra og steinda.

Árið 1757 aðlaði Adolf Friðrik Svíakonungur hann og tók hann þá upp nafnið „von Linné“. Faðir hans, sem var prestur, hét upphaflega Nils Ingemarsson en hafði tekið upp eftirnafnið Linnaeus (linditré) eftir ættaróðalinu Linnegård þar sem honum þótti það betur hæfa presti.

George Clinton

George Clinton (26. júlí 1739 – 20. apríl 1812) var bandarískur stjórnmálamaður, einn af landsfeðrum Bandaríkjanna, fyrsti fylkisstjóri New York (1777 – 1795 og 1801 – 1804) og fjórði varaforseti Bandaríkjanna (1805 – 1812). Clinton var annar tveggja varaforseta til að þjóna undir tveimur forsetum (hinn var John C. Calhoun), þeim Thomas Jefferson og James Madison og sá fyrsti til að deyja í embætti.

Hannes Finnsson

Hannes Finnsson (8. maí 1739 – 4. ágúst 1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Var hann sonur prestshjónanna þar, séra Finns Jónssonar, sem síðar varð biskup í Skálholti, og Guðríðar Gísladóttur.

Hannes útskrifaðist aðeins 16 ára úr Skálholtsskóla vorið 1755 og hélt þegar um sumarið til guðfræðináms við Hafnarháskóla. Reyndi hann þar að auki að kynnast sem flestum greinum, einkum náttúruvísindum, þjóðhagfræði og stærðfræði, auk norrænna fræða. Náði hann einnig góðri kunnáttu í latínu, grísku, hebresku, frönsku og þýsku. Embættispróf í guðfræði tók hann 1763. Á þeim 12 árum, sem Hannes dvaldist samfleytt í Kaupmannahöfn, kynntist hann mörgum helstu fræðimönnum Danmerkur og velunnurum þeirra. Komst hann í einstaka aðstöðu til grúsks og fræðastarfa og nýtti hann sér það samviskusamlega.

1767 sneri Hannes heim í Skálholt til aðstoðar föður sínum við ýmis fræðistörf og var þar næstu 3 árin. 1770 hélt hann aftur til Kaupmannahafnar og dvaldi þar næstu 7 árin við störf í íslenskum fræðum, m.a. útgáfu á fornritum og þeirri miklu kirkjusögu, sem faðir hans hafði sett saman. Á þessum árum gerði hann ferð til Stokkhólms að skoða handrit og er ferðasagan til á prenti.

Hannes var vígður aðstoðarbiskup til Skálholts 1777 af Harboe Sjálandsbiskupi. Finnur biskup var farinn að eldast og vildi fá soninn sér til halds og trausts með það fyrir augum, að hann yrði síðar eftirmaður hans. Finnur lét af embætti árið 1785 og var Hannes þá einn biskup. Árið áður höfðu Suðurlandsskjálftar lagt Skálholtsstað meira og minna í rúst og var nú svo komið, að flytja átti biskupsstólinn til Reykjavíkur. Hannes keypti þá Skálholtsstað og fékk að sitja þar áfram sem hann og gerði til æviloka.

Hannes var tvígiftur. Fyrri kona hans var Þórunn Ólafsdóttir Stefánssonar stiftamtmanns en hún dó í bólunni 1786. Tveir synir þeirra dóu ungir. 1789 kvæntist hann Valgerði Jónsdóttur sýslumanns frá Móeiðarhvoli. Fjögur börn þeirra komust öll á legg og er af þeim komin Finsen-ættin (Hannes hafði kallað sig Finsen á Kaupmannahafnarárum sínum).

Á síðustu æviárunum skrifaði Hannes tvö merkustu rit sín: Um mannfækkun af hallærum á Íslandi og Kvöldvökur.

Hannes dó hinn 4. ágúst 1796 í Skálholti eftir skyndileg veikindi.

Kristján Drese

Kristján Drese eða Christian Drese var landfógeti á Íslandi um miðja 18. öld, eða 1739-1749, en var vikið úr embætti vegna drykkjuskapar og óreiðu.

Drese tók við landfógetaembættinu af Kristjáni Luxdorf árið 1739. Hann er sagður hafa staðið sig þokkalega fyrst í stað en svo fór að bera á drykkjuskap og öðrum vandamálum, einkum eftir að Lafrentz amtmaður dó 1744. Drese tók þá við amtmansstarfinu um stundarsakir en reyndist óhæfur til þess og fórst það afar illa. Einnig var mikil bókhaldsóreiða hjá honum, hann gaf ekki kvittun fyrir gjöldum sem hann tók við eða neitaði að kannast við kvittanir.

Johan K. Pingel kom til landsins árið 1745 og tók við amtmannsembætinu og fékk þegar að heyra margar misjafnar sögur af framferði Drese. Reyndi hann að áminna hann og tala um fyrir honum en Drese brást hinn versti við og ástandið var óbreytt. Þeir Drese og Pingel voru sambýlismenn á Bessastöðum og samkomulagið var vægast sagt stirt. Árið 1749 var þó komið í algjört óefni, Drese var stórskuldugur alls staðar og sjóðþurð í landskassanum en reikningar allir í ólestri. Setti amtmmaður hann þá úr embætti og setti sýslumanninn í Gullbringusýslu, Guðna Sigurðsson, landfógeta til bráðabirgða, en af Drese fer ekki frekari sögum. Sveinn Sölvason lögmaður segir í annál sínum að hann hafi verið „suspenderaður fyrir galinskap og annan ódugnað“.

Kristján Luxdorf

Kristján Luxdorf eða Christian Luxdorph (d. 1751) var danskur embættismaður sem var landfógeti á Íslandi 1727-1739 og sat á Bessastöðum.

Hann var af ætt sem kom frá Løgstrupgaard norðan við Viborg og kallaðist upphaflega Løgstrup en nafnið er skrifað á ýmsan hátt - Luxdorph, Luxdorf, Lucksdorff, Løxtrup, Løxtorph og Luxtrup. Hann var skipaður landfógeti á Íslandi 17. apríl 1727 og kom til landsins sama sumar. Hann sigldi til Kaupmannahafnar 1735 og fékk leyfi til að láta af embætti og halda þriðjungi launa með því skilyrði að hann útvegaði annan í sinn stað en tókst ekki að finna neinn sem var til í að sætta sig við að fá ekki full laun. Hann var þó í Kaupmannahöfn til 1739 en kom þá til Íslands til að kveðja og afhenda landfógetaembættið Kristjáni Drese, sem kom einnig til landsins um sumarið.

Luxdorf var sagður frómur, spakur og hóglyndur og kom sér við alla vel. Hann efnaðist að sögn ágætlega á Íslandsdvölinni. Í Hirðstjóraannál segir að hann hafi verið ógiftur en hann hefur líklega verið ekkjumaður þegar hann kom til landsins. Hann átti eina dóttur, Dorethea Sofie, sem giftist Hans Marcussøn Buck, guðfræðingi og útfararstjóra við Maríukirkjuna á Helsingjaeyri. Sonarsonur þeirra var Nikolaj Buch, kaupmaður á Húsavík og síðar bóndi í Þingeyjarsýslu.

Kristján Luxdorf dó á Helsingjaeyri 1751 og var jarðsettur 7. október.

Christian Jensen fæddist 26. mars 1697 i Helsingør, Danmörku, sonur bruggara Jens Jensen (1661-1733) og konu hans Kirsten Ernstdatter (1675-1733). Fjölskyldan hefur tekið upp nafnið Løgstrup (stafsett á mjög marga vegu) einhverntíman eftir 1712 en fyrir 1729. Tenging við fjölskilduna í Viborg með svipuðu nafni hefur ekki verið staðfest.

Dorothea Sophia var systir Christians, en sonur hennar Peter Christian Buch gerðist Danskur kaupmaður í Hammerfest í Noregi og þaðan fór sonur hans, Nicolai Arent Peder Buch, til Íslands.

Listi yfir Hólabiskupa

Eftirfarandi voru biskupar yfir Hólabiskupsdæmi.

Listi yfir landfógeta á Íslandi

Eftirfarandi er Listi yfir landfógeta á Íslandi 1683-1904:

Kristofer Heidemann (1683-1693)

Andrés Iversen (1693-1695)

Jens Jörgensen (1695-1702)

Páll Pétursson Beyer (1702-1717)

Kornelíus Wulf (1717-1727)

Kristján Luxdorf (1727-1739)

Kristján Drese (1739-1749)

Guðni Sigurðsson (1749)

Skúli Magnússon (1749-1793)

Jón Skúlason (aðstoðarlandfógeti) (1763-1786)

Hans Jakob Líndal (1786-1787)

Magnús Stephensen (1793-1794)

Paul M. Finne (1794-1804)

Rasmus Frydensberg (1804-1813)

Sigurður Thorgrímsen (1813-1828)

Christian Ulstrup (1828-1836)

Ólafur H. Finsen (1831-1832)

Þórður Sveinbjörnsson (1835-1836)

Stefán Gunnlaugsson (1836)

Morten Hansen Tvede (1836-1838)

Stefán Gunnlaugsson (1838-1849)

Kristján Kristjánsson (1849-1851)

Jón Pétursson (1851-1852)

Vilhjálmur Finsen (1852-1860)

Hermanníus E. Johnson (1859-1861)

Árni Thorsteinson (1861-1904)

Sigurður Stefánsson

Sigurður Stefánsson (f. 27. mars 1744, d. 24. maí 1798) var biskup á Hólum frá 1789 til dauðadags, 1798, eða í 9 ár.

Foreldrar Sigurðar voru Stefán Ólafsson prestur á Höskuldsstöðum á Skagaströnd, og seinni kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Geitaskarði í Langadal. Sigurður var hálfbróðir Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns, sem Stephensens-ættin er kennd við.

Sigurður var tekinn í Hólaskóla 1758, varð stúdent þaðan vorið 1765. Fór utan sama ár, skráður í Kaupmannahafnarháskóla síðla hausts og tók guðfræðipróf þaðan vorið 1767. Hann varð konrektor eða aðstoðarskólameistari Hólaskóla 1768. Fékk Möðruvallaklaustursprestakall í Hörgárdal haustið 1773, og bjó í Stóra-Dunhaga; Helgafell vorið 1781 og varð um svipað leyti prófastur á Snæfellsnesi.

Sigurður var kvaddur til að verða Hólabiskup 27. mars 1788. Fór hann til Kaupmannahafnar um haustið og var vígður Hólabiskup 10. maí 1789. Kom að Hólum samsumars og var biskup þar til æviloka, 1798. Hann var góður kennari og ástsæll, enda góðviljaður maður. Hann var fremur heilsuveill og var því ekki atkvæðamikill biskup.

Framan af biskupstíð Sigurðar Stefánssonar lá prentun á Hólum niðri. Stafaði það bæði af bágbornu ástandi prentverksins, og einnig því að þá var komin samkeppni frá annarri prentsmiðju, fyrst í Hrappsey og síðan Leirárgörðum. Árið 1797 urðu þau umskipti að út komu fjórar bækur á Hólum, m.a. barnaspurningar í þýðingu Sigurðar biskups. Árið eftir kom 10. útgáfa Vídalínspostillu, og loks minningarritið Verdung Sigurðar Stefánssonar (1799) eftir Þorkel Ólafsson dómkirkjuprest. Var það síðasta bók sem prentuð var á Hólum.

Sigurður Stefánsson var síðasti biskup á Hólum. Árið 1801 (2. október) voru biskupsdæmin tvö sameinuð og varð Geir Vídalín þá biskup alls landsins. Sigurður hafði vígt Geir sem Skálholtsbiskup 30. júlí 1797, og fór sú athöfn fram í Hóladómkirkju. Aðsetur biskups Íslands var flutt til Reykjavíkur 1806.

Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveittar helstu skjalabækur úr embættistíð Sigurðar biskups. Í Hóladómkirkju var olíumálverk af Sigurði biskupi. Málverkið er nú í Þjóðminjasafni Íslands og eftirmynd þess á Hólum.

Kona Sigurðar Stefánssonar (gift 1771) var Guðríður Halldórsdóttir (f. um 1739, d. 1820), dóttir Halldórs Pálssonar prests á Knappsstöðum í Fljótum. Þau voru barnlaus.

Steinn Jónsson

Steinn Jónsson (30. ágúst 1660 – 3. desember 1739) var biskup á Hólum frá 1711 til dauðadags, 1739, eða í rúm 28 ár.

Foreldrar Steins voru Jón Þorgeirsson (um 1597–1674) prestur og skáld á Hjaltabakka við Blönduós, og kona hans Guðrún Steingrímsdóttir (um 1623–1690).

Steinn Jónsson fæddist á Hjaltabakka og ólst þar upp. Hann var tekinn í Hólaskóla 1678 og varð stúdent þaðan 1683. Var síðan í þjónustu Solveigar Magnúsdóttur að Hólum í Eyjafirði. Fór utan 1686, skráður í Kaupmannahafnarháskóla um haustið og lauk prófi í guðfræði vorið 1688. Kom heim um sumarið og varð fyrst afleysingaprestur í Hítardal, síðan dómkirkjuprestur í Skálholti 1692; fékk Hítarnes 1693 og Setberg á Snæfellsnesi 1699.

Haustið 1710 var Steinn kvaddur til Kaupmannahafnar til þess að taka við Hólabiskupsdæmi og var vígður Hólabiskup vorið 1711. Hann kom til landsins samsumars, var á Setbergi um veturinn, tók við Hólastól vorið 1712 og var biskup til æviloka, 1739. Páll Eggert Ólason segir um Stein: "Var vel gefinn maður og skáldmæltur, einnig á latínu ..., valmenni en eigi skörungur mikill. Mikill vexti og rammur að afli."

Um 70 bækur komu út á Hólum í biskupstíð Steins Jónssonar. Mesta stórvirkið var Steinsbiblía, þriðja útgáfa biblíunnar á íslensku, prentuð á árunum 1728–1734. Af öðrum ritum má nefna frumútgáfu Vídalínspostillu, sem kom út í tveimur bindum 1718 og 1720.

Steinn frumsamdi tvær bækur: Dægrastytting (Hólum 1719, 1727 og 1757), Upprisusálmar (Hólum 1726 og oft síðar), og átti hlut í fleiri bókum. Hann þýddi þrjár bækur eftir Johann Lassenius: Anthropologia sacra (Hólum 1716), Tvennar sjö sinnum sjö hugvekjur (Hólum 1727), og Guðrækilegar vikubænir (Hólum 1728). Einnig Rachlöv: Tárapressa (Hólum 1719), Obarius: Mánaðasöngur (Hólum 1727), o.fl.

Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveittar prestastefnubók, vísitasíubók og óheil bréfabók úr embættistíð Steins Jónssonar.

Í Hóladómkirkju var málverk af Steini Jónssyni, það er nú í Þjóðminjasafni Íslands, og eftirmynd þess á Hólum. Legsteinn Steins biskups er sá stærsti í Hóladómkirkju.

Kona Steins Jónssonar (gift 1694) var Valgerður Jónsdóttir (f. 1668, d. 12. febrúar 1751), dóttir séra Jóns Guðmundssonar á Staðarhrauni. Frú Valgerður var ólík manni sínum, stórlynd, örorð og óstillt í framgöngu.

Börn þeirra sem upp komust: Jón Steinsson Bergmann (f. um 1696, d. 1719) læknir og skáld, Guðmundur Steinsson Bergmann (f. um 1698, d. 1723) skólameistari á Hólum, Jórunn Steinsdóttir (f. um 1699, d. 1775) átti fyrst Hannes Scheving sýslumann á Urðum í Svarfaðardal og Munkaþverá í Eyjafirði, síðar Stefán Einarsson prest í Laufási, Helga Steinsdóttir (f._um 1705, d. 1750) átti m.a. Einar Jónsson ráðsmann á Hólum, bjuggu seinast í Viðvík, Sigfús Steinsson Bergmann (f. um 1709, d. 1723). Bræðurnir tóku upp ættarnafnið Bergmann eftir Setbergi. Þeir dóu allir sviplega, Jón fargaði sér en þeir Guðmundur og Sigfús drukknuðu úti fyrir Reykjaströnd. Af dætrum Steins eru miklar ættir komnar.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.