132

Árið 132 (CXXXII í rómverskum tölum)

11. maí

11. maí er 131. dagur ársins (132. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 234 dagar eru eftir af árinu.

12. maí

12. maí er 132. dagur ársins (133. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 233 dagar eru eftir af árinu.

1685

Árið 1685 (MDCLXXXV í rómverskum tölum) var 85. ár 17. aldar sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.

2. öldin

2. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 101 til enda ársins 200.

21. ágúst

21. ágúst er 233. dagur ársins (234. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 132 dagar eru eftir af árinu.

9. mars

9. mars er 68. dagur ársins (69. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 297 dagar eru eftir af árinu.

Adríahaf

Adríahaf er hafsvæði sem liggur norður úr Miðjarðarhafi milli Appennínaskagans og Slóveníu, Króatíu, Svartfjallalands og Albaníu. Það er um 800 km langt og nær yfir um 132 þúsund km² svæði.

Adríahaf tengist Jónahafi um Otrantósund.

Helstu fljót sem renna í hafið eru ítölsku fljótin Pó og Adige.

Nafnið er talið dregið af nafni abrútsísku borgarinnar Hadria (nú Atri) eða feneysku borgarinnar Adria.

Í Adríahafi eru

Feneyjaflói

Tríesteflói

Muggiavík (milli Muggia og Tríeste)

Panzanoflói (út af Monfalcone og Duino-Aurisina)

Gradolón (inn af Grado)

Maranolón inn af Lignano Sabbiadoro og út af Marano Lagunare)

Feneyjalón (Feneyjar, Chioggia)

Manfredoniaflói (út af Manfredonia)Eftirfarandi borgir standa við Adríahaf:

Vestan megin (Ítalíumegin):Friúlí: Lignano Sabbiadoro, Grado, Tríeste, Muggia.

Venetó: Feneyjar, Chioggia, Jesolo.

Emilía-Rómanja: Rímíní.

Marke: Pesaro, Fano, Senigallia, Ancona, San Benedetto del Tronto.

Abrútsi: Pescara.

Mólíse: Termoli.

Apúlía: Manfredonia, Barletta, Trani, Bisceglie, Molfetta, Bari, Brindisi.Austan megin:Slóvenía: Koper, Izola, Píran.

Króatía: Pula, Rijeka, Zadar, Sibenik, Split, Dubrovnik.

Bosnía-Hersegóvína: Neum

Svartfjallaland: Kotor, Kumbor, Bar.

Albanía: Durrës, Vlorë.

Eistland

Eistland, Lýðveldið Eistland eða Eesti Vabariik (eistneska: Eesti) er land í Norður-Evrópu við Eystrasalt og Kirjálabotn. Það á landamæri að Rússlandi í austri og Lettlandi í suðri en norðan við Kirjálabotn er Finnland. Það er eitt Eystrasaltslandanna, en hin eru Lettland og Litháen

Í Eistlandi er þingræði. Landinu er skipt í fimmtán sýslur, þar sem höfuðborgin og stærsta borgin er Tallinn. Í Eistlandi búa 1,3 milljónir manna. Landið er eitt hið fámennasta innan Evrópusambandsins, NATO og Schengen-svæðisins. Opinbera tungumálið, eistneska, er finnsk-úgrískt tungumál sem er náskylt finnsku og samísku.

Landið er iðnríki með öflugt hagkerfi. Það er aðili að OECD. Það er ofarlega á lista yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða og efnahagslegt frelsi, lýðfrelsi, menntun og frelsi fjölmiðla mælist þar hátt (í þriðja sæti árið 2012).

Liechtenstein

Furstadæmið Liechtenstein (þýska: Fürstentum Liechtenstein) er fjalllent smáríki í mið-Evrópu, á milli Sviss og Austurríkis. Landið er aðeins 160 ferkílómetrar að stærð. Höfuðborg Liechtenstein heitir Vaduz og opinbert tungumál er þýska.

Lönd eftir landsframleiðslu (KMJ)

Þetta er listi yfir lönd heimsins eftir vergri landsframleiðslu (VLF), sem er verðgildi allrar framleiddrar vöru og þjónustu innan landsins tiltekið ár. Verðgildið í dölum er dregið af reiknuðum kaupmáttarjöfnuði og gildir fyrir árið 2004.

Í töflunni eru allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna og Taívan (Lýðveldið Kína), auk eftirtalinna svæða: Evrópubandalagið, Hong Kong (Kína), Maká (Kína), Hollensku Antillaeyjar (Holland) og Púertó Ríkó (BNA). Sumar tölurnar voru reiknaðar út af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og aðrar af bandarísku leyniþjónustunni sem skapar eilítið ósamræmi.

Norðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það er fámennasta kjördæmið og hefur átta sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið varð til þegar fyrrverandi kjördæmin Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra voru sameinuð með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með þeirri undantekningu að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra tilheyrir nú Norðausturkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.

Upphaflega var fjöldi þingsæta í kjördæminu ákveðinn 10 sæti en fjöldi á kjörskrá á bak við hvern þingmann var aðeins 2.150 í kosningunum 2003 sem var meira en helmingi minna en í Suðvesturkjördæmi þar sem sami fjöldi var 4.440. Fluttist því eitt þingsæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis fyrir Alþingiskosningarnar 2007 í samræmi við ákvæði í kosningalögunum. Sama staða kom upp í kjölfar Alþingiskosninganna 2009 en þá var fjöldi kjósenda á bak við hvern þingmann kjördæmisins 2.366 á meðan þeir voru 4.850 í Suðvesturkjördæmi. Fluttist því eitt þingsæti til viðbótar frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis fyrir Alþingiskosningarnar 2013 í samræmi við ákvæði í kosningalögum.

Optimist

Optimist (eða optimist-kæna) er lítil ferköntuð opin kæna (julla) með eitt spritsegl sem er hönnuð sem kennslu- og skemmtiskúta fyrir börn. Optimist-kænan var upphaflega hönnuð af bandaríska skútuhönnuðinum Clark Mills árið 1947 og varð fljótlega vinsæl í Evrópu, einkum á Norðurlöndunum. Núna er Optimist ein vinsælasta kæna heims með 132 þúsund skráða báta og væntanlega marga óskráða. Áður fyrr var algengast að smíða kænuna heima fyrir úr borðum eða krossviði, enda miðaðist hönnun hennar við það, en nú til dags eru fjöldaframleiddar Optimist-kænur úr trefjaplasti algengastar. Hönnunin var stöðluð árið 1960 og gerðin varð einsleit 1995.

Optimist-kænan er ferköntuð með flötu stefni og nánast flötum botni. Hún er með fellikjöl í miðjunni og mastrið kemur nánast upp úr stefninu að framan svo pláss sé fyrir siglingamanninn að aftan. Hún er 2,3 metra löng og vegur aðeins 35 kíló tóm.

Optimist er viðurkennd alþjóðleg keppnisgerð af Alþjóða siglingasambandinu.

Pepsideild karla í knattspyrnu 2011

Árið 2011 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í 100. skipti. Þór kom upp eftir átta ára fjarveru ásamt Víkingum, sem höfðu fallið 2007 á meðan Breiðablik reyndi að verja sinn fyrsta titil.

KR-ingar unnu sinn 25. Íslandsmeistaratitil og hafa með því unnið fjórðung allra Íslandsmeistaratitla frá upphafi. Þetta þýddi að KR-ingar hömpuðu titlinum á 100. Íslandsmótinu, en fyrir höfðu þeir hrósað sigri á 1. og 50. Íslandsmótinu. Báðir nýliðarnir féllu, en það var í annað skiptið í röð sem það gerðist.

Reykhólar

65°26.24′N 22°12.31′V

Reykhólar er þorp á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar bjuggu 132 manns árið 2015. Þorpið tilheyrir Reykhólahreppi. Á Reykhólum hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð frá árinu 2004.

Reykjavíkurkjördæmi norður

Reykjavíkurkjördæmi norður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Landskjörstjórn skiptir Reykjavíkurborg niður í tvö kjördæmi og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Reykjavík hefur hingað til verið skipt upp í norður og suðurkjördæmi og mörkin liggja í grófum dráttum meðfram Vesturlandsvegi, Miklubraut og Hringbraut. Í kosningunum 2003 voru mörkin látin fylgja Suðurlandsvegi frá gatnamótunum við Vesturlandsveg þannig að Grafarholt lenti í norðurkjördæminu en fyrir kosningarnar 2007 voru mörkin látin liggja um mitt hverfið þannig að það skiptist á milli suður- og norðurkjördæmanna.

Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt þessari skipan í Alþingiskosningum 2003. Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 3.892 í kosningunum 2003.

Reykjavíkurkjördæmi suður

Reykjavíkurkjördæmi suður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Landskjörstjórn skiptir Reykjavíkurborg niður í tvö kjördæmi og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Reykjavík hefur hingað til verið skipt upp í norður og suðurkjördæmi og mörkin liggja í grófum dráttum meðfram Vesturlandsvegi, Miklubraut og Hringbraut.

Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt þessari nýju kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 3.887 í kosningunum 2003.

Suðurkjördæmi

Suðurkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 10 sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið er hið gamla Suðurlandskjördæmi að viðbættum Hornafirði sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi og Suðurnesjum sem áður voru í Reykjaneskjördæmi. Kjördæmið var myndað með nýrri kjördæmaskipan árið 2000, en fyrst var kosið samkvæmt þeirri skipan í Alþingiskosningum 2003.

Íslensk mannanöfn eftir notkun

Eftirfarandi listi yfir íslensk mannanöfn eftir notkun er unninn upp úr íslensku þjóðskránni í desember 2005.

Sökum stærðar listans er hann síðuskiptur, þau nöfn sem einn eða tveir bera eru á aukasíðum.

Alls eru 11.826 mismunandi fyrsta nafn skráð í þjóðskrá Íslands, íslenskir og erlendir ríkisborgarar, í þessari tölu eru þó þrjú nöfn sem ekki eru mannanöfn, drengur og stúlka tákna ónefnd börn og Gervimaður er notað af söluaðilum vegna erlendra gesta sem hafa ekki kennitölu.

3.772 nöfn hafa þrjá eða fleiri núlifandi nafnhafa á árinu 2005, 1.419 nöfn hafa tvo nafnhafa og 6.635 nöfn hafa aðeins einn (stærstur hluti þeirra af erlendum uppruna).

Íslenska

Íslenska er vesturnorrænt, germanskt og indóevrópskt tungumál sem er einkum talað og ritað á Íslandi og er móðurmál langflestra Íslendinga. Það hefur tekið minni breytingum frá fornnorrænu en önnur norræn mál og er skyldara norsku og færeysku en sænsku og dönsku.Ólík mörgum öðrum vesturevrópskum tungumálum hefur íslenskan ítarlegt beygingarkerfi. Nafnorð og lýsingarorð eru beygð jafnt sem sagnir. Fjögur föll eru í íslensku, eins og í þýsku, en íslenskar nafnorðsbeygingar eru flóknari en þær þýsku. Beygingarkerfið hefur ekki breyst mikið frá víkingaöldinni, þegar Norðmenn komu til Íslands með norræna tungumál sitt.

Meirihluti íslenskumælenda býr á Íslandi, eða um 300.000 manns. Um 8.000 íslenskumælendur búa í Danmörku, en þar af eru 3.000 nemendur. Í Bandaríkjunum eru talendur málsins um 5.000, og í Kanada 1.400. Stærsti hópur kandarískra íslenskumælenda býr í Manitoba, sérstaklega í Gimli, þar sem Vestur-Íslendingar settust að. Þó að 97% Íslendinga telji íslensku móðurmál sitt er tungumálið nokkuð í rénun utan Íslands. Þau sem tala íslensku utan Íslands eru oftast nýfluttir Íslendingar, nema í Gimli þar sem íslenskumælendur hafa búið frá 1880.

Árnastofnun sér um varðveislu málsins og hýsir miðaldahandrit sem skrifuð voru á Íslandi. Auk þess styður hún rannsóknir á málinu. Frá 1995 hefur verið haldið upp á dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember á hverju ári, sem var fæðingardagur Jónas Hallgrímssonar skálds.

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.