Íberíuskagi

Íberíuskagi (eða Pýreneaskagi) er skagi í suðvesturhluta Evrópu. Portúgal, Spánn, Andorra og breska nýlendan Gíbraltar eru öll á Íberíuskaganum. Í suðri og austri umlykur Miðjarðarhafið skagann og í norðri og vestri Atlantshafið. Á norðausturhluta skagans tengja Pýreneafjöllin hann við Evrópu. Skaginn er alls 582 860 km² að stærð.

Iberian peninsula
Íberíuskaginn
Gíbraltar

Gíbraltar er höfði norðan við Gíbraltarsund í Suðvestur-Evrópu með landamæri að Spáni. Á Gíbraltar er Gíbraltarhöfði sem myndar annan hluta af súlum Herkúlesar og tengir Norður-Atlantshafið við Miðjarðarhafið.

Gíbraltar er undir yfirráðum Breta frá því breskur og hollenskur floti náði höfðanum á sitt vald árið 1704 í Spænska erfðastríðinu. Tanginn var síðan fenginn Bretum til eignar „að eilífu“ með Utrecht-sáttmálanum árið 1713. Ýmsir konungar Spánar reyndu að ná höfðanum aftur en án árangurs. Spánverjar gera því formlegt tilkall til Gíbraltar. Íbúar kusu um sameiningu við Spán árið 1969 og aftur árið 2002 en yfirgnæfandi meirihluti valdi að vera áfram hluti Bretlands í bæði skiptin. Þríhliða viðræður um stjórn svæðisins hófust árið 2006.

Lengi vel var Gíbraltar mikilvæg flotastöð breska flotans en nú byggist efnahagur landsins aðallega á fjármála- og ferðaþjónustu. Gíbraltar er með heimastjórn en utanríkis- og varnarmál eru í höndum Breta.

Hundrað ára stríðið

Hundrað ára stríðið var stríð á milli Frakka og Englendinga sem stóð með hléum í 116 ár, eða frá 1337 til 1453. Meginástæða stríðsins var að Englandskonungar gerðu tilkall til frönsku krúnunnar eftir að hin gamla ætt Kapetinga dó út með Karli 4. árið 1328. Valois-ætt tók þá við í Frakklandi en Játvarður 3. Englandskonungur, systursonur Karls, taldi sig réttborinn til arfs. Stríðið var háð að langmestu leyti í Frakklandi og lauk með því að Englendingar misstu öll lönd sín í Frakklandi fyrir utan Calais og nánasta umhverfi.

Heiti þessara stríðsátaka, hundrað ára stríðið, er seinni tíma hugtak sem sagnfræðingar nota yfir tímabilið. Stríðinu hefur einnig verið skipt niður í þrjú til fjögur styttri tímabil: Játvarðsstríðið (1337-1360), Karlsstríðið (1369-1389), Lankastrastríðið (1415-1429) og svo síðasta tímabilið, þar sem Jóhanna af Örk kom fram á sjónarsviðið og síga fór smátt og smátt á ógæfuhliðina hjá Englendingum.

Stríðið er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Þótt það væri fyrst og fremst átök á milli konungsætta varð það til þess að þjóðerniskennd mótaðist bæði með Englendingum og Frökkum, ný vopn komu fram á sjónarsviðið (til dæmis langboginn) og ný herkænskubrögð drógu úr mikilvægi gömlu lénsherjanna, sem einkennst höfðu af þungvopnuðum riddaraliðssveitum. Í stríðinu komu stríðsaðilar sér upp fastaherjum, þeim fyrstu í Evrópu síðan á tímum Rómverja, og þurftu því ekki lengur að treysta á liðstyrk bænda í sama mæli og áður. Vegna alls þessa og vegna þess hve lengi stríðið stóð er það með mikilvægustu átökum miðalda.

Skagi

Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.Skagi eða nes er hluti lands sem umkringdur er vatni á þremur hliðum en tengdur er meginlandi með eiði. Skagi getur verið mjög stór, til dæmis Íberíuskagi eða Skandinavíuskagi en getur verið líka mjög lítill og ónefndur og kallast þá nes, eins og nesið á myndinni til hægri. Eftirfarandi eru dæmi um stóra og þekkta skaga:

Appennínaskagi

Arabíuskagi

Balkanskagi

Bretaníuskagi

Flórídaskagi

Horn Afríku

Istríuskagi

Íberíuskagi

Kóreuskagi

Malakkaskagi

Michiganskagi

Skagi á Norðurlandi

Skandinavíuskagi

Skipaskagi (Akraneskaupstaður)

Suður-Evrópa

Suður-Evrópa eða Miðjarðarhafslöndin er suðurhluti Evrópu. Mörk Suður-Evrópu eru ekki skýrt afmörkuð, en almennt er að telja eftirfarandi lönd til þessa heimshluta:

Íberíuskagi

Spánn

Portúgal

Andorra

Gíbraltar

Frakkland

Suður-Frakkland

Mónakó

Ítalíuskagi

Ítalía

Vatíkanið

San Marínó

Balkanskaginn

Albanía

Serbía

Svartfjallaland

Bosnía-Hersegóvína

Slóvenía

Króatía

Grikkland

Evrópuhluti Tyrklands

Eyríki

Malta

KýpurKýpur er landfræðilega ekki hluti af Evrópu, heldur Asíu, en er oft talið með Evrópulöndum vegna stjórnmálalegra og menningarlegra tengsla.

Þjóðgarður

Þjóðgarðar eru til um allan heim og eru skilgreindir alþjóðlega af IUCN. Stærsti þjóðgarður í heimi er Þjóðgarður Grænlands sem var stofnsettur árið 1974. Samkvæmt IUCN eru þjóðgarðar heimsins 6.555 (árið 2006).

Á öðrum tungumálum

This page is based on a Wikipedia article written by authors (here).
Text is available under the CC BY-SA 3.0 license; additional terms may apply.
Images, videos and audio are available under their respective licenses.